Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 104
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 72 KÖRFUBOLTI Leikir ársins í körfu- boltanum fara fram í Laugar- dalshöll í dag þegar bikarúrslita- leikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukk- an 16.00 hefst síðan karlaleikur- inn á milli Grindavíkur og Stjörn- unnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá kon- unum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni. Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leik- ur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Vals- konurnar komu með mjög hungr- aða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik lið- anna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leikn- um í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir,“ segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik,“ segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt,“ segir Tveir risaleikir í Höllinni í dag Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara beggja Snæfellsliðanna, til þess að spá í úrslitaleiki Powerade-bikarsins sem fram fara í Laugardalshöllinni í dag. Hann spáir Kefl avík og Grindavík sigri í leikjunum og fl estir aðrir spámenn Fréttablaðsins eru sammála því. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór Þorl. Stjarnan vinnur með 5 stigum Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur Grindavík vinnur með 7 stigum Helgi Már Magnússon, þjálfari KR Grindavík vinnur með 8 stigum Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur Grindavík vinnur með 5 stigum Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms Grindavík vinnur með 3 stigum Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Snæfells Keflavík vinnur með 15 stigum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður KR Keflavík vinnur með 4 stigum Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Hauka Keflavík vinnur með 10 stigum Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Grindavíkur Valur vinnur með 2 stigum Fanney Lind Guðmundsdóttir, leikmaður Fjölnis Valur vinnur með 6 stigum HVER VINNUR HJÁ KÖRLUNUM? HVER VINNUR HJÁ KONUNUM? Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála. Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stór- skotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjór- um árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grinda- vík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarn- an búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarn- um. Nú er bara stóra spurning- in hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stór- leiknum,“ segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkis hólmi. Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörn- unni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykil- menn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarn- ir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni,“ segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnu- menn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deild- inni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðar- lega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frá- bær,“ segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sér- stök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikj- um, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigur- körfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir,“ segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga. ooj@frettabladid.is SPORT FULLTRÚAR KVENNALIÐANNA Guðbjörg Sverrisdóttir hjá Val og Pálína Gunnlaugsdóttir hjá Keflavík mætast í kvenna- leiknum, sem hefst klukkan 13.30 í Laugardalshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FYRIRLIÐAR KARLALIÐANNA Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík og Fannar Freyr Helgason hjá Stjörnunni mætast í karlaleiknum, sem hefst klukkan 16.00 í Laugardalshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.