Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 105

Fréttablaðið - 16.02.2013, Page 105
LAUGARDAGUR 16. febrúar 2013 | SPORT | 73 Það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. HANDBOLTI Í gær var dregið í undanúrslit Símabikarkeppni karla og kvenna en nýr háttur verður hafður á keppninni í ár. Nú verða undanúrslita- og úrslita- leikirnir spilaðir sömu helgina en slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í bæði þýsku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu, sem og víðar. Tvö efstu lið N1-deildar kvenna, Valur og Fram, sluppu hvort við annað þegar dregið var í undanúrslit í kvennaflokki. ÍBV, sem er í þriðja sæti, mætir Val en þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Valur betur. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mun Grótta spila við Fram. Tvö 1. deildarlið, Stjarnan og Selfoss, komust í undanúrslit í karlaflokki en drógust þó ekki saman. Stjörnumenn munu mæta Akureyringum og Selfyssingar leika við ÍR-inga. ÍR sló út bikar- meistara Hauka í fjórðungsúrslit- unum nú í vikunni. Undanúrslitin í karlaflokki fara fram föstudagskvöldið 8. mars en undanúrslitin í kvennaflokki degi síðar. Báðir úrslitaleikir fara svo fram á sunnudeginum 10. mars. - esá Dagskráin klár fyrir bikarinn Á LEIÐ Í HÖLLINA Ingimundur Ingimundarson, leikmaður ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BARDAGAÍÞRÓTTIR Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardaga- kvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftir- væntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnis- þyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undir- búinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðs- maður, við Fréttablaðið í gær. San- tiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðing- ur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn,“ segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhring.“ Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun, sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtar- kappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim,“ segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á Da- Marques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi en Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjón- varpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáend- um hér úti og fær fullt af jákvæð- um straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardaga- stíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður,“ segir Har- aldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðal- dagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með ein- dæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissu- lega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dags- daglega.“ Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum,“ segir hann án þess að hika. eirikur@frettabladid.is Santiago mun þyngri í kvöld Gunnar Nelson keppir í sínum öðrum UFC-bardaga í kvöld þegar hann tekst á við Jorge „The Sandman“ Santiago í Lundúnum. Gunnar þykir fyrir fram sigurstranglegri en Santiago býr þó yfi r mikilli reynslu. VÍGALEGIR Gunnar Nelson og Jorge Santiago við vigtun- ina í Lundúnum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.