Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 2
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜12
SKOÐUN 16➜20
HELGIN 24➜50
SPORT 72➜73
MENNING 60➜78
BIKARÚRSLIT Í KÖRFUBOLTA 72
Sérfræðingar fara yfi r stórleiki dagsins í
Laugardalshöllinni.
STÓR STUND HJÁ GUNNARI 73
Gunnar Nelson mætir Jorge Santiago í
Lundúnum í dag.
Jóga Golf
Andlegi hluti golfsins er ekki
síður mikilvægur en sá líkamlegi til
þess að sem bestur árangur náist.
Skráning í síma 772 4950 eða gudjon@sveinsson.is
www.sveinsson.is
Guðjón Sveinsson jógakennari verður
með námskeið í golf jóga sem hefst
21. febrúar næstkomandi, kl 18:00 og
verður haldið í Fram-heimilinu, Safamýri
Ég get af eigin reynslu heilshugar
mælt með þessu námskeiði
Sveinn Jónsson
Ég náði upp meiri styrk og jafnvægi, lærði árangurs ríkari öndun, réttara hugarfar og betri
einbeitingu eftir námskeiðið. Það að stunda GOLF-YOGA tel ég að hafi bætt mig í golfi.
Ragnar Gíslason
Þetta námskeið gaf mér mjög mikið, bæði hvað varðar styrkingu líkamans og slökun. Það
gaf mér líka nýja sýn á markmiðasetningu og aukna ánægju af golfleik sem síðan leiddi til
lækkandi forgjafar. Mæli hiklaust með því.
Kolbrún Stefánsdóttir
SAMFÉLAGSMÁL Opnað hefur verið fyrir tilnefningar
til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á vefnum Vísir.
is (visir.is/samfelagsverdlaun) en verðlaunin verða
veitt í áttunda sinn í apríl. Sem fyrr er hægt að til-
nefna til verðlaunanna í fimm flokkum.
Í flokknum Hvunndagshetja koma til greina ein-
staklingar sem hafa sýnt óeigingirni í tengslum við
einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki
í lengri tíma. Í flokknum Frá kynslóð til kyn slóðar
er leitað að kennurum eða öðrum uppfræðurum. Þá
koma einnig til greina félagasamtök sem sinna börn-
um af metnaði. Til atlögu gegn fordómum er flokkur
einstaklinga eða félagasamtaka sem með starfi sínu
stuðla að því að draga úr fordómum í sam félaginu.
Heiðursverðlaun eru veitt fyrir ævistarf sem stuðlað
hefur að betra samfélagi.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt félaga-
samtökum sem vinna framúrskarandi mannúðar- eða
náttúruverndarstarf og hafa lagt sitt af mörkum til að
gera íslenskt samfélag betra. Í þessum flokki nema
verðlaunin 1,2 milljónum króna.
„Nú óskum við eftir því að lesendur okkar líti
í kringum sig í leit að góðum verkum því þau eru
sannar lega til víða. Því fleiri tilnefningar, þeim mun
betra og meiri fjölbreytni,“ segir Steinunn Stefáns-
dóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, en hún stýr-
ir starfi dómnefndar sem tekur við og velur úr inn-
sendum tilnefningum. - aþ
Opnað fyrir tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins:
Lýst eftir góðum verkum
STÓR LOFORÐ VÍSA OFT Á MIKIL SVIK 16
Þorsteinn Pálsson um kosningaloforð.
ORÐSPOR OG TRAUST ENDURHEIMT 18
Jóhanna Sigurðardóttir um jafnaðarstjórn.
ENN UM MISSKILNING 20
Gylfi Magnússon svarar Heiðari Má Guðjónssyni.
VEITING SAMFÉLAGSVERÐLAUNA Í FYRRA Þorvaldur
Kristins son heiðursverðlaunahafi, Pauline McCarthy hvunn-
dagshetja og Edda Guðmundsdóttir, fulltrúi Dyngjunnar sem
hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ VALLI
Agnes Smáradóttir krabbameins-
læknir hefur miklar áhyggjur af
munntóbaksnotkun íslenskra
ungmenna og óttast að holskefla
krabbameins í munnholi og hálsi
eigi eftir að koma fram eftir um tuttugu ár.
Guðbjartur Hannesson velferðar-
ráðherra hefur staðið í ströngu
undanfarið vegna yfirvofandi
uppsagna hjúkrunarfræðinga
Land spítalans. Í vikunni náðust
samningar við hjúkrunarfræðinga og hafa lang-
flestir dregið uppsagnir sínar til baka.
Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra telur Wikileaks-
uppljóstrarann hafa verið notaðan
sem tálbeitu í rannsókn FBI gegn
Wikileaks. Umræða spannst um
málið á Alþingi í vikunni þar sem stjórnar-
andstaðan gagnrýndi framgang stjórnvalda
vegna komu FBI hingað til lands.
Slawomir Krolikowski, blaðberi
Fréttablaðsins, bjargaði mæðginum
út úr brennandi húsi í Mosfellsbæ
eldsnemma á þriðjudagsmorgun.
Slawomir sagðist einfaldlega hafa
verið á réttum tíma á réttum stað.
FIMM Í FRÉTTUM KJARADEILA OG HÖRPUDANS
MÁL ÍSLENSKS SMYGL-
HRINGS TÚTNAR ÚT 4
FÆRRI SLASAST VIÐ VINNU
EFTIR HRUN 6
„Ekki eru til aurar hér,
því miður.“ 12
Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
mannauðssviðs LSH og formaður kjara-
og launanefndar spítalans.
FÓLK „Við erum auðvitað í rusli yfir
þessu öllu. Ég hefði aldrei getað
ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta
er rosalega sorglegt,“ segir Ebba
Guðný Guðmundsdóttir, vinkona
suður-afríska Ólympíuhlauparans
Oscars Pistorius.
„Okkar kynni af Oscari eru
þau að hann er einstaklega ljúfur
og góður drengur og það má ekki
gleymast. Hann
reyndist okkur
ótrúlega vel,
jafnvel til að
byrja með þegar
ha nn þekkt i
okkur ekki neitt.
Hann gaf okkur
a l lt a f t í ma ,
sýndi okkur
hlýju, kærleik
og mikla vin-
áttu.“
Ebba hefur þekkt Pistorius síðan
hún var ólétt af syni sínum, sem nú
er átta ára gamall. Hann fæddist
með sama fæðingargalla og íþrótta-
hetjan, fótalaus fyrir neðan hné.
Ebba komst þá í kynni við Pistorius
og hefur þeim verið afar vel til vina
síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist
meðal annars til Suður-Afríku, þar
sem hún eyddi miklum tíma með
íþróttahetjunni.
Ebba segir fregnir af skotárás á
heimili Pistorius hafa komið öllum
í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt
við fjölskyldu hans, sem hún þekkir
einnig.
„Það næst ekki í neinn. Það er
auðvitað ekkert grín þegar svona
ákæra er lögð fram. Það er allt í
uppnámi,“ segir hún. Ebba hefur
aldrei hitt kærustu hlauparans,
hina 29 ára gömlu Reevu Steen-
kamp, sem hann skaut til bana
aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu
verið saman í nokkra mánuði.
Pistorius brotnaði niður í réttar-
sal í Pretoríu í gær þegar sak-
sóknarinn las upp ákæru á hend-
ur honum fyrir morð að yfirlögðu
ráði. Hlauparinn hágrét og neit-
aði alfarið að hafa myrt kærustu
sína. Saksóknari heldur því fram
að Pistorius hafi ekki aðeins myrt
Steenkamp, heldur hafi hann verið
búinn að skipuleggja það fyrir
fram. Sjálfur heldur hann því fram
að hann hafi ruglast á kærustu
sinni og innbrotsþjófi.
Steenkamp fannst látin á heim-
ili hlauparans í Pretoríu með fjög-
ur skotsár á líkamanum. Lög-
reglan hefur áður verið kölluð að
húsinu vegna gruns um heimilis-
ofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall
og hefur löngum verið eitt helsta
andlit íslenska stoðtækjaframleið-
andans Össurar. Ekki náðist í tals-
menn fyrirtækisins í gærkvöld en í
yfirlýsingu sem send var út daginn
eftir skotárásina sagði að hugurinn
væri hjá aðstandendum Steenkamp
og allra sem málið varðaði. Þá væri
beðið eftir niðurstöðum lögreglu í
málinu. sunna@frettabladid.is
„Við erum auðvitað í
rusli yfir þessu öllu“
Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið
á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst
fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð.
HÁGRÉT Í RÉTTARSAL Oscar Pistorius brotnaði niður þegar saksóknari lýsti hann
ákærðan fyrir morð að yfirlögðu ráði. Pistorious neitar sök og heldur því fram að
hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. NORDICPHOTOS/AFP
EBBA GUÐNÝ
GUÐMUNDS-
DÓTTIR
Hann gaf okkur
alltaf tíma, sýndi okkur
hlýju, kærleik og mikla
vináttu.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir
ELDAÐI Í LAUMI 24
Gunnar Helgi Guðjónsson fór með sigur af
hólmi í Masterchef.
FRÉTTAMYND ÁRSINS 30
Ljósmynd af útför barna á Gasa var valin
fréttamynd ársins af World Press Photo.
YFIRBURÐIR Á EDDUNNI 34
Ingvar Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld
eru þeir leikarar sem oft ast hafa fengið
Edduverðlaunin.
GULLÖLD GEIMVÍSINDA 42
Geimjeppinn Curiosity hefur lokið próf-
unum á Mars og nú tekur alvaran við.
HREIFST AF Á ANNAN VEG 44
Bandaríski leikarinn Paul Rudd vill koma
til Íslands þegar myndin Prince Avalanche
verður frumsýnd.
HÖFÐAÐ TIL HÚSMÆÐRA 46
Húsmæður voru helsti markhópur
auglýsenda framan af síðustu öld.
KRAKKASÍÐA 48
KROSSGÁTA 50
OSTAR Í ALLT 64
Osta má nota í matargerð á fj ölbreyttan
hátt.
DJÁSN ÚR DÝRAFIRÐI 66
Kristín Þórunn Helgadóttir býr til háls-
festar, eyrnalokka og armbönd úr þara sem
hún tínir í fj örum Dýrafj arðar.
KÖLNARVATN ÚR KÚMENI 78
Reykjavík Distillery hefur sett á markað
ilmvatn fyrir karla úr íslenskum jurtum.
LOFTSTEINN OLLI
SKELFINGU 10
Hundruð manna særðust
þegar tíu tonna loft steinn
splundraðist yfi r Úral-
fj öllum.
➜ Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, var að vonum ánægð með frábæra
mætingu Íslendinga í Hörpu í vikunni þar sem dansað var í hádeginu vegna átaksins „Milljarður rís upp“.