Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 34
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 ➜ Ómar braut styttuna Ómar Ragnarsson hefur oftar en einu sinni tekið við Eddunni, nánar tiltekið fjórum sinnum: tvisvar sinnum sem sjónvarps- fréttamaður ársins og tvisvar sem sjónvarpsmaður ársins. Árið 2001, þegar Ómar tók á móti verðlaununum sem sjón- varpsmaður ársins, vildi svo óheppilega til að hann braut styttuna. ➜ María Heba lætur dæluna ganga Verðlaunahöfum á Eddunni er jafnan uppálagt að stoppa stutt við á sviðinu og vera gagn- orðir í þakkarræðum sínum, ellegar er hækkað í tónlistinni. María Heba Þorkelsdóttir lét slíkt um eyru þjóta þegar hún hlaut verðlaunin í fyrir leik í aukahlutverki í myndinni Okkar eigin Osló. „Nei, ég er ekki búin,“ sagði María Heba þegar tónlistin byrjaði að óma og lét dæluna ganga langt á þriðju mínútu þar til hún hafði þakkað öllum sem þakka þurfti. ➜ Logi Gervais Logi Bergmann Eiðsson var kynnir á Edduverðlaununum í fyrra eins og í ár. Logi fór að dæmi breska grínistans Ricky Gervais á Golden Globe-há- tíðinni um árið og reytti af sér brandara á kostnað þeirra sem í salnum sátum. Glensið fór misvel í fólk. Myndavélinni var til dæmis ósjaldan beint að Rúnari Rúnarssyni, leikstjóra verðlaunamyndarinnar Eldfjalls, sem sat stjarfur undir gaman- málum Loga og stökk ekki bros. ➜ Auglýsti eftir vinnu Fréttaskýringaþátturinn harð- svíraði Kompás, sem var á dagskrá hinnar skammlífu sjónvarpsstöðvar NFS, var valinn frétta- og viðtalsþáttur ársins 2006. Verðlaunin voru verðskulduð enda höfðu umsjónarmenn þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Marteinn Þórisson, komið upp um umfangsmikil sakamál á borð við Byrgismálið. Stuttu fyrir verðlaunahátíðina hafði NFS hins vegar verið lögð niður og var Marteini sagt upp í niðurskurðinum. Stemningin á sviðinu var óneitanlega dálítið þvinguð þegar þeir félagar tóku við verðlaununum en Marteinn sló á létta strengi og nota þakkar- ræðuna til að auglýsa eftir vinnu og gaf upp símanúmerið sitt. ➜ Hlébarðagallinn Fáir hafa vakið meiri eftir- tekt á Edduverðlaununum og Bjarnheiður Hannesdóttir, sem tók við verðlaununum árið 2011 fyrir hönd aðstandenda heimildarmyndarinnar Feat- hered Cocaine, íklædd flegnum, aðsniðnum samfestingi með hlébarðamynstri. „Ég vissi á fimmtudeginum fyrir Edduverð- launahátíðina að ég myndi mæta og hugsaði að ef ég þyrfti að fara upp á svið yrði ég hvort sem er allt öðruvísi en aðrir í salnum, svo ég ákvað að gera þetta bara á minn hátt,“ segir Bjarnheiður, sem hannaði sam- festinginn sjálf. Árið eftir vakti það mikla lukku þegar Pétur Jóhann Sigfússon mætti á sviðið á hátíðinni í sama samfestingi. ➜ Sveppi og netkosningin Sverrir Þór Sverrisson– Sveppi – kom mörgum í opna skjöldu þegar hann gerði sér lítið fyrir og vann titilinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum 2002. Sveppi var á þeim tíma ekki nærri jafn þekktur og hann átti eftir að verða; hann var einn af stjórnendum 70 mínútna á Popptíví og hafði aðallega vakið athygli fyrir ærslalæti og sprell. Hann var hins vegar geysivinsæll meðal unglinga og naut góðs af því í netkosningu um titilinn sjón- varpsmaður ársins. Í þakkarræð- unni beit Sveppi höfuðið af skömminni með því að lýsa hvernig ætti að svindla í netkosn- ingu til að geta kosið oftar en einu sinni; maður færi bara í „Tools“ og síðan „Internet options“ og afhakaði við „ cookies“. ➜ Eddukóngurinn Ingvar E. Sigurðsson er sá leikari sem oftast hefur unnið til Edduverðlauna. Ingvar hefur verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum og hreppt þau jafn- oft, ávallt fyrir aðalhlutverk. Ingvar hefur hlotið Edd- una fyrir Slurpinn og Co. (1999), Engla alheimsins (2000), Kaldaljós (2004), Mýrina (2006) og Foreldra (2007). ➜ Eddudrottningin Engin leikkona hefur hreppt Edduna oftar en Kristbjörg Kjeld. Kristbjörg hefur fimm sinnum verið tilnefnd til Eddu- verðlauna og hreppt þau þrisvar. Kristbjörg hlaut Edduna fyrir leik í aukahlutverki í Mávahlátri (2001) og Kaldaljósi (2004) og fyrir aðalhlutverk í Mömmu Gógó (2010). Auk þess hlaut Krist- björg heiðursverð- laun Eddunnar ásamt Gunnari Eyjólfssyni árið 2001. ➜ Dagur Eddunnar Dagur Kári Pétursson er farsælasti leikstjóri Edduverðlaunahátíðarinnar. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Eddunnar fyrir leikstjórn og staðið með pálmann í höndunum jafn oft. Dagur hefur hlotið verðlaunin fyrir Nóa albinóa (2003), Voksne Mennesker (2005) og The Good Heart (2011). Tveir aðrir leikstjórar hafa hlotið verðlaunin tvisvar; Ragnar Bragason fyrir Foreldra (2007) og Bjarnfreðarson og Fangavaktina (2010) og Balt- asar Kormákur fyrir Hafið (2002) og Mýrina (2006). ➜ Eini kvenleikstjórinn Guðný Halldórsdóttir er eina konan sem hefur unnið Edduna fyrir leikstjórn. Hana hlaut hún fyrir Ungfrúna góðu og húsið (1999). Guðný var tilnefnd aftur fyrir leikstjórn fyrir Veðramót (2007) en fyrir utan hana er Erla B. Skúladóttir eina konan sem hlotið hefur til- nefningu til leikstjóra- verðlauna Eddunnar, fyrir myndina Bjarg- vættur (2004). ➜ Vænlegt til vinnings Af þeim þrettán myndum sem hlotið hafa Edduna í flokknum bíómynd ársins eru átta byggðar á skáldsögum eða leik- ritum: Ungfrúin góða og húsið, Englar alheimsins, Mávahlátur, Hafið, Kaldaljós, Mýrin, Brúðguminn og Brim. ➜ Feðgar tilnefndir fyrir að leika sömu persónu Einu sinni hefur það gerst að tveir leikarar hafa verið tilnefndir fyrir túlkun á sömu persónunni í sömu myndinni. Ingvar E. Sigurðsson og sonur hans Áslákur léku Grím í Kaldaljósi á mis- munandi æviskeiðum og uppskáru báðir tilnefningu fyrir. Aðeins tvisvar í sögu Óskarsverðlaunanna hafa tvær leikkonur verið tilnefndar fyrir að leika sömu manneskju í sömu mynd. Kate Winslet og Gloria Stuart voru báðar tilnefndar fyrir túlkun sína á Rose í Titanic (1997) og Winslet var aftur tilnefnd ásamt Judi Dench fyrir túlkun þeirra á Iris Murdoch í myndinni Iris (2001). ➜ Elsti verðlaunahafinn Fyrir utan heiðursverðlaunahafa er Herdís Þorvaldsdóttir elsti handhafi Eddunnar. Herdís fékk verðlaunin fyrir leik í aukahlutverki í Hafinu (2002), þegar hún var 79 ára gömul. ➜ Brosir í gegnum sminkið Ragna Fossberg sminka hefur fjórum sinnum unnið til Edduverðlaunanna fyrir förðun: fyrir myndirnar Dómsdag og Ungfrúin góða og húsið (1999), fyrir Spaugstofuna (2008) og í tvígang fyrir Áramóta- skaupið (2009 og 2012). ➜ Handritshöfðingjarnir Ragnar Bragason og Dagur Kári hafa oft- ast unnið til Edduverðlauna fyrir handrit ársins. Ragnar fékk verð- launin ásamt leikhópnum í myndunum Börn (2006) og Foreldrum (2007) og fyrir Bjarnfreðarson (2010), ásamt Jóhanni Ævari Gríms- syni og aðalleikurum Vaktabálksins. Dagur Kári hlaut handritsverðlaunin fyrir Nóa albinóa (2003), Voksne Mennesker (2005) og The Good Heart (2011). ➜ Farsæl Egils saga Enginn sjónvarpsmaður hefur notið meiri velgengni á Edduverðlaunahá- tíðinni en Egill Helgason, sem hefur sankað að sér verðlaunum í gegnum tíðina. Þáttur hans Silfur Egils var valinn sjónvarpsþáttur ársins 2000. Nokkrum árum síðar, þegar verðlaunaflokkum hafði fjölgað, var Silfrið valið frétta- og viðtalsþáttur ársins 2008 og 2010. Bókaþátturinn Kiljan var hins vegar valinn menningar- og/eða lífsstílsþáttur ársins 2007, 2008 og 2010. Sjálfur var Egill valinn sjónvarps- maður árins 2007 og 2008. Alls hafa Egill og þættir hans því hlotið átta Edduverðlaun. Yfirburðir á Eddunni Edduverðlaunin verða afhent í fjórtánda sinn í Hörpu í kvöld. Fréttablaðið fór á stúfana og skoð- aði hverjir hafa verið sigursælastir í sögu verðlaunanna, sem voru fyrst veitt 1999. EFTIRMINNILEG ATVIK Á EDDUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.