Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 38
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38
Það var mikil hamingja að komast aftur þangað sem ég á heima, á hestbaki, en auð-vitað var líka erfitt að geta ekki stokkið á bak, full af orku með frískan og heilbrigðan
líkama,“ segir Anna Rebecka Einars-
dóttir tamningakona eftir fyrsta reið-
túrinn frá því hún slasaðist alvarlega
fyrir rúmum fimm mánuðum. Í þetta
sinn var hún teymd á hesti af Berglindi
Árnadóttur, sem heldur námskeið fyrir
fatlaða á vegum Hestamenntar. „Þetta
var góð þjálfun fyrir mig líkamlega,
bæði liðkandi og styrkjandi,“ segir
Anna Rebecka. „Fyrir utan hvað það gaf
mér mikið að finna lyktina af hestinum
og hlýjuna.“
Eins og bókahilla sem fer á hvolf
Hún bar eftirnafnið Wohlert þar til
fyrir skemmstu að hún fékk íslenskan
ríkisborgararétt. „Það var nýtt upphaf,“
segir hún brosandi. Nú er hún skrifuð
Einarsdóttir, því Einar Öder Magnús-
son, reiðkennari í Halakoti í Flóa, léði
hanni nafnið sitt.
Eftir slysið kveðst Anna Rebecka
hafa orðið að endurskoða eigið líf. „Ég
er svolítið eins og bókahilla sem fer á
hvolf og þarf að sortéra í aftur hvaða
bækur eigi að vera þar og hvernig eigi
raða þeim,“ segir hún þar sem hún
dvelur á Reykjalundi í endurhæfingu.
Sú vinna er að skila árangri. Á tímabili
gat hún ekki sent SMS en nú situr hún
og prjónar. Hún lenti í alvarlegu slysi
í september síðastliðnum og lamaðist
eftir það frá toppi til táar en lömunin
kom í köflum. „Þegar ég var verst
gat ég varla gert stút á varirnar til að
drekka með röri og átti erfitt með að
AÐ VERA
KIPPT ÚT
ÚR LÍFINU
Í KEPPNISBRAUT Á SAUÐÁRKRÓKI Á Dalrós frá Miðgerði sem hún keppti á í fjórgangi í 1. flokki í maí 2012.
Á LEIÐ Í ÚTREIÐARTÚR Anna Rebecka og hin bleikálótta
Dirfska frá Þúfum. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
kyngja, varð að biðja fólk að hreyfa á
mér höfuðið ef ég vildi horfa til hliðar
og gat ekki notað fingurna. Síðan hvarf
öll hreyfigeta og tilfinning í fótum. Nú
er mátturinn að koma hægt og rólega
til baka í efri hluta líkamans og ég hef
orðið tilfinningu í fótunum. Ég er að
æfa mig í að sitja í lágum stól sem er
ekki með hnakkastykki og hálsinn er
alltaf að styrkjast. Samt get ég ekki enn
alveg haldið haus.“
Hún segir ekki um mænuskaða að
ræða heldur truflanir í taugabrautum.
„Það má líkja þessu við sinfóníuhljóm-
sveit sem nær engum samhljómi því
stjórnandinn stýrir sveitinni ekki rétt
þó að spilarar og hljóðfæri séu til stað-
ar,“ segir Anna Rebecka, sem fær af og
til sára taugakippi í líkamann og tekur
þá smá andköf, jafnvel í miðjum setn-
ingum. „Þetta er líkast því að fá straum
frá rafmagnsgirðingu,“ útskýrir hún.
Ástfangin af hestunum
Anna Rebecka er 26 ára, sænsk að upp-
runa og ólst upp í Gautaborg. Þar byrj-
aði hún níu ára gömul að umgangast
hesta og keppti meðal annars í hindr-
unarstökki. Íslenskum hestum kynntist
hún fimmtán ára því menntaskólinn
Draumur Önnu Rebecku frá unga aldri var
að starfa við hesta. Sá draumur rættist en í
september 2012 var henni kippt út úr sínu
daglega lífi er hún lenti í alvarlegu hestaslysi.
Hún hefur verið í endurhæfingu á Reykjalundi
siðan í október og nýlega fór hún á bak í
fyrsta skipti eftir slysið.
ALLTAF MEÐ EITTHVAÐ Á PRJÓNUNUM Fyrir utan að vera ómetanleg dægradvöl á kvöldin hefur prjónaskapurinn hjálpað Önnu
Rebecku með samhæfingu hreyfinga eftir að hún komst upp á lagið. Hér er hún að búa til krúttlegt krakkaponsjó með hettu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Þegar ég
var verst gat ég
varla gert stút á
varirnar til að
drekka með röri
og átti erfitt með
að kyngja, varð
að biðja fólk að
hreyfa á mér
höfuðið ef ég
vildi horfa til
hliðar og gat
ekki notað
fingurna. Síðan
hvarf öll hreyfi-
geta og tilfinn-
ing í fótum.