Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 72
KYNNING − AUGLÝSINGGluggar & gler LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 20134
DRAGSÚGUR GETUR
VALDIÐ ÓÞÆGINDUM
Góðir gluggar eru mikil-
vægir í öllum húsum en ekki síst
á vinnustöðum. Vel hannaðir
gluggar geta hjálpað til við að
halda hitastigi jöfnu í vinnurými
en lélegir gluggar geta til dæmis
stuðlað að dragsúgi.
Dragsúgur hefur einkum áhrif á
þá sem vinna kyrrsetustörf. Með
tímanum getur dragsúgur valdið
óþægindum í vöðvum, bjúg
og vöðvagigt. Auk þess eykur
stöðug kæling húðarinnar hættu
á smitsjúkdómum. Það sem getur
meðal annars valdið dragsúg
eru óþéttir gluggar og dyr, opnir
gluggar og dyr, illa einangraðir
veggir og illa stillt loftræsting.
Heimild: Inniloft, Hagnýtar leiðbein-
ingar. Bæklingur frá Vinnueftirliti
ríkisins.
Á BJÖRTUM KVÖLDUM
Flestir fagna þegar sól hækkar
á lofti og dagurinn lengist. Það
kemur þó fyrir að börn ruglist í
ríminu á björtum kvöldum og
neiti að fara í rúmið. Einföld leið er
að hengja upp dökk gluggatjöld,
til dæmis rimlagluggatjöld. Með
þeim er hægt að myrkva her-
bergið og auðveldara verður fyrir
börnin að sofna.
Sumum finnst leiðinlegt að
þrífa rimlatjöld. Ágætt ráð er að
ryksuga tjöldin reglulega með
ryk suguburstanum eða nota klúta
sem draga í sig ryk. Önnur glugga-
tjöld koma að sama gagni og má
þar nefna svokölluð screen-tjöld
en þau eru til í dökkum litum.
Sérstök myrkvunartjöld er hægt
að fá með barnamynstri sem er
skemmtilegt í barnaherbergið.
Þegar valin eru rimlatjöld fyrir
glugga eða annars konar rúllu-
gardínur er engin þörf á öðrum
gluggatjöldum. Mun léttara
yfirbragð verður á herberginu sé
efnistjöldum sleppt auk þess sem
loftið er betra. Auðvelt er að draga
tjöldin upp á daginn og opna
glugga til að fá frískt loft inn. Allir
sofa betur í fersku lofti.
SÓL Í GEGNUM GLER
Þegar útfjólubláir geislar sólarinnar skína á húðina virkja þeir litfrumur hennar til að mynda
litarefnið melanín sem veldur því að húðin dökknar. Hlutverk melaníns er að verja húðina gegn
þessum sömu geislum.
Þegar sólarljós, sem er okkur sýnilegt, skín í gegnum rúðu dofnar það örlítið á leið sinni í gegn.
Ósýnilegir útfjólubláir geislar dofna hins vegar enn meira á leið sinni. Magn útfjólublárra geisla sem
ná að brjótast í gegnum glerið fer eftir efnasamsetningu þess. Eftir því sem öldulengd útfjólu-
blárrar geislunar er styttri því minna af henni kemst í gegnum glerið.
Einhverjir útfjólubláir geislar komast þó í gegnum flestar rúður og því má sjá einhverjar breytingar
á húðlit ef löngum tíma er varið innan við gler í sólarljósi.
Þetta á þó ekki við um framrúður í bílum sem gerðar eru úr sérstöku gleri sem er úr tveimur gler-
lögum með plastlagi á milli. Slíkar rúður hleypa mun minna af útfjólubláum geislum í gegnum sig
en venjulegt gler og því er ólíklegt að húðin dökkni. Enn fremur er vert að taka það fram að sólar-
ljós sem skín í gegnum gler dugar ekki til að örva framleiðslu D-vítamíns í líkamanum líkt og beint
sólarljós gerir. heimild:www.visindavefurinn.is
Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur
Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín.
Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar
og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd.
HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI?
ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGSVERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2013
Heiðursverðlaun
Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að
betra samfélagi.
Samfélagsverðlaunin
Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar-
eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera
íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll.
Verðlaunafé 1,2 milljónir.
Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið
samfelagsverdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík.
Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í apríl.
SAMFÉLAGSVERÐLAUNIN ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM
Hvunndagshetjan
Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki,
hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að
ákveðnum málaflokki í lengri tíma.
Frá kynslóð til kynslóðar
Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir
uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt.
Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af
sérstökum metnaði og alúð.
Til atlögu gegn fordómum
Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að
því að eyða fordómum í samfélaginu.
1 4
5 2
3
SAMFÉLAGSVERÐLAUN
að senda t
ilnefninga
r
er til miðn
ættis þann
Frestur til
14. mars