Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 8
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Félagsfundur í Samtökum félaga í velferðarþjónustu (SFV) hvatti í gær aðildarfélög sín til að skoða það alvarlega að hætta að greiða áfallnar lífeyrisgreiðslur til Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Þess utan telja samtökin að ríkinu beri að endurgreiða þeim 1,5 milljarða króna vegna þeirra greiðslna sem aðildarfélögin hafa þegar greitt. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi SFV í gær. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Hrafnista, eitt aðildar- félaganna, hefði ákveðið að hætta að greiða hinar áföllnu lífeyris- skuldbindingar síðastliðinn þriðju- dag. Bréf þess efnis var sent Guðbjarti Hannessyni velferðar- ráðherra og Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, samdægurs. Gísli Páll Pálsson, formaður SFV, segir engin við- brögð hafa borist frá ráðuneytun- um síðan bréfið var sent. Vilja 1,5 milljarða Málið snýst um að aðildarfélög SFV hafa ekki greitt áfallin líf- eyrisréttindi þeirra starfsmanna sinna sem eru annaðhvort í B-deild LSR eða í Lífeyrissjóði hjúkrunar- fræðinga árum saman. Félögin fá samt sem áður rukkanir í hverjum mánuði vegna hinna vangoldnu iðgjalda. Ógreiddar lífeyrisskuld- bindingar eru fimm til sex millj- arðar króna hið minnsta. Ríkið hefur talið þau gjöld sem aðildarfélögin greiða mánaðar- lega sem sína greiðslu vegna þess að þau séu hluti af svoköll- uðum daggjöldum. Daggjöld eru föst krónutala sem greidd er fyrir hvert hjúkrunarrými stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum. Sam- kvæmt reglugerð er þeim ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis. Afstaða SFV og aðildarfyrirtækja þess er sú að daggjöldin, eins og þau eru í dag, eigi ekki að ná yfir lífeyrisskuld- bindingar. Því eigi ríkið að endur- greiða þeim 1,5 milljarða króna vegna ofgreiddra greiðslna. Sam- tökin hafa kallað eftir því að ríkið upplýsi um samsetningu daggjalda en þær upplýsingar hafa ekki feng- ist frá hinu opinbera. Staðfest í bréfi Þá telja SFV að ríkinu beri að semja um þær greiðslur sem eiga að koma til greiðslu á næstu ára- tugum. Óformlegar viðræður um málið hófust árið 2004 og hafa staðið yfir með einhverjum hætti alla tíð síðan. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins ríkti mikil jákvæðni um að lausn myndi finn- ast innan SFV. Greindu þau vilja hjá ríkinu til að leysa málið. Því til stuðnings vísa samtökin í bréf sem Berglind Ásgeirsdóttir, þáverandi ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, sendi Indriða Þorlákssyni, þáverandi ráðuneytis stjóra í fjár- málaráðuneytinu. Í bréfinu segir meðal annars að „í for sendum þeim sem liggja til grundvallar ákvörðun daggjalda er ekki tekið tillit til skyldu stofnana og aðildar- fyrirtækja í SFH [nú SFV] að greiða hækkanir á lífeyrisskuldbinding- um […] Samkvæmt upplýsingum frá SFH [nú SFV] eru þessar greiðslur farnar að hafa veruleg áhrif á fjárhagslegan rekstur fyrir tækja þeirra og geta þær ekki borið hann til lengdar“. Í þessu bréfi segir Berglind mjög skýrt að ekki eigi að nota daggjöld til að greiða lífeyris- skuldbindingar. Kúvending á afstöðu Á undanförnum árum hefur hins vegar orðið kúvending á afstöðu ríkisins. Í febrúar 2012 sendu lög- fræðingar hjá fjármálaráðuneytinu síðan bréf til SFV þar sem því er hafnað að semja um málið og full- yrt að áfallnar lífeyrisskuldbind- ingar hafi verið greiddar með þeim daggjöldum sem ríkið hafi greitt aðildarfélögum þeirra ár hvert. Síðan þá hefur ekkert gerst í málinu þar til í þessari viku þegar Hrafnista ákvað að hætta að greiða. Þess í stað munu öll innheimtubréf frá LSR verða send áfram til vel- ferðarráðuneytisins. Skuld íslenska ríkisins vegna B- deildar LSR er eitt stærsta fjár- hagslega vandamál sem íslenska ríkið glímir við. Í lok árs 2011 var áfallin tryggingafræðileg skuld hennar 543 milljarðar króna og óuppgerð áfallin skuldbinding 461 milljarður króna. Stærstur hluti hennar lendir á íslenska rík- inu, eða um 400 milljarðar króna. Ef fleiri aðilar sem hafa greitt áfallnar lífeyris greiðslur hætta að greiða, líkt og Hrafnista, mun hlutdeild ríkisins aukast. Ef byrjað hefði verið að greiða niður þessa skuld á síðasta ári myndu opinberir aðilar þurfa að greiða um átta milljarða króna á ári. Þær greiðslur myndu ná hámarki árið 2024, þegar þær yrðu um átján milljarðar á ári, en þær síðan lækka jafnt og þétt eftir það. Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Úrvalið er í Útilíf Láttu hart mæta hörðu Nú eru hjálmadagar í Útilíf, 20% afsláttur af öllum skíða- og brettahjálmum. Á R N A S Y N IR UMHVERFISMÁL Ríkisstjórnin samþykkti í gær að starfshópur ráðuneyta vegna síldardauðans í Kolgrafafirði ynni tillögur til ríkis stjórnar um útgjöld vegna þeirra verkefna sem ráðast þarf í. „Ljóst er […] að síldardauðinn í Kolgrafafirði hefur óhjákvæmi- leg útgjöld í för með sér umfram þær fjárveitingar sem ríkisstjórn hefur þegar samþykkt til vöktunar og eftirlits,“ segir í tilkynningu. Róbert A. Stefánsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Vestur- lands (NV), var í Kolgrafafirði á fimmtudag ásamt samstarfsfólki. Sást til yfir 20 arna sem virtust lausir við grútarbleytu, að mestu. „Þetta eru góðar fréttir og létta áhyggjunum örlítið í bili,“ segir Róbert en bætir við að hættan á að ernir lendi í grútnum sé áfram fyrir hendi. Áfram er gríðarlegt líf á svæð- inu. „Þarna voru á milli 400 og 500 súlur, líklega 20-25 þúsund máfar og fýlar og tugir háhyrninga,“ nefnir Róbert sem dæmi. „Ábend- ingar um erni og aðra fugla sem grunur leikur á að séu grútar- blautir eru þegnar með þökkum“, segir Róbert. - shá Hreinsunarstarfi í Kolgrafafirði miðar vel: Setjast yfir kostnað vegna síldardauðans Til stendur að færa öldrunarþjónustu frá ríki til sveitarfélaga um næstu áramót. Sú deila sem er uppi á milli SFV og ríkisins vegna áfallinna líf- eyrisskuldbindinga gæti stefnt þeirri yfirfærslu í hættu. Í bókun frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem dagsett er 7. september 2012 og var send Velferðarráðuneytinu í bréfi fimm dögum síðar, segir að hún telji „mikilvægt að sem allra fyrst verði gengið frá uppgjöri lífeyrisskuldbind- inga vegna starfsfólks öldrunarheimila, en slíkt uppgjör er forsenda þess að unnt verði að halda áfram viðræðum um flutning á þjónustu við aldrað fólk frá ríki til sveitarfélaga“. Gæti stefnt tilfærslu á öldrunarþjónustu til sveitarfélaga í hættu „Fjölmennur félagsfundur SFV skorar á velferðar- og fjármálaráðherra að beita sér nú þegar fyrir lausn þess vanda sem aðildarfélögin glíma nú við vegna áfallinna lífeyrisskuldbindinga sem ríkinu ber að greiða. Þessi skuld ríkisins við aðildarfélög SVF nemur nú um 1,5 milljörðum króna. Fundur- inn hvetur aðildarfélögin til að skoða það alvarlega, hvert fyrir sig, að fara þá leið sem Hrafnista hefur kosið og stöðva greiðslur áfallinna lífeyris- skuldbindinga og vísa þeim þar með til ráðherra velferðar og fjármála.“ Ályktun SFV frá 15. febrúar 2013 Hvetja aðildarfélög til að hætta að borga Samtök félaga í velferðarþjónustu hvetja aðildarfélög sín til að skoða að hætta að borga áfallnar lífeyrisskuldbindingar. Telja ríkið skulda sér 1,5 milljarða króna og að ógreiddar áfallnar skuldbindingar séu um fimm til sex milljarðar hið minnsta. FLUTNINGUR Til stendur að flytja öldrunarþjónustu frá ríki til sveitarfélaga um næstu áramót. Deila SFV og ríkisins stefnir þeim flutningi í hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í KOLGRAFAFIRÐI Hreinsunarstarfi miðar vel. Vinna við að grafa dauða síld í fjörunni er langt komin og flutningur á grút úr fjörunni er hafinn. MYND/BJARNI SIGURBJÖRNSSON FRÉTTASKÝRING ÓSAMKOMULAG UM LÍFEYRISSKULDBINDINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.