Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 24
HELGIN
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR
Tölvuframleiðandinn Apple í
Kaliforníu í Bandaríkjunum
hefur undanfarið verið á milli
tannanna á fólki fyrir gríðar-
lega auðsöfnun fyrirtækisins.
Í lok síðasta árs átti Apple 137
milljarða dollara af óráðstöfuðu
handbæru fé, jafngildi 17.640
milljarða íslenskra króna.
Vanalega safna fyrirtæki
ekki peningum eins og Apple
gerir, eiga heldur fyrir rekstri
nánustu framtíðar og setja rest-
ina af reiðufé sínu í fjárfesting-
ar eða greiða arð. Ef það vant-
ar meira fjármagn í reksturinn
fæst það að láni.
Apple hefur aldrei gefið
aðrar skýringar á því hvers
vegna það situr á svo stórri
hrúgu af peningum en að það
bíði eftir réttu tækifæri til að
eyða þeim í eitthvað þarft.
Til þess að setja þessa fárán-
legu upphæð í einhvers konar
samhengi gæti Apple keypt
alla þekktustu samfélagsmiðla
í heimi og átt tvo milljarða
dollara í afgang, gefið öllum
starfsmönnum sínum 1,7 millj-
óna dollara bónusgreiðslu eða
gefið hverri íslenskri konu tæp-
lega 110 milljónir króna að gjöf.
- bþh
Apple situr á óráðstafaðri peningahrúgu
Bandaríski tölvurisinn Apple á ótrúlegt magn óráðstafaðs fj ármagns sem enginn veit hvað gera á við.
Ég bjóst alls ekki við því að vinna en ég stefndi auðvitað að því,“ segir Gunn-ar Helgi Guðjóns-son, myndlistar-
maður og kaffibarþjónn, sem
er sá fyrsti sem fagnar sigri
í Masterchef á Íslandi. Gunn-
ar Helgi hefur lengi verið
áhugakokkur eins og þeir
vita sem fylgdust með þátt-
unum sem sýndir voru á Stöð
2 en úrslitaþátturinn var í
gær. „Ég hef alltaf haft rosa-
lega gaman af því að elda og
baka. En ég fór reyndar mjög
leynt með það á unglings-
árunum. Fannst það held ég
svo homma legt,“ segir Gunn-
ar Helgi, sem er samkyn-
hneigður og löngu kominn
út úr skápnum þótt það hafi
tekið „allt of langan tíma“,
eins og hann segir sjálfur.
„Ég kom út úr skápnum
þegar ég var að byrja í
Listaháskólanum, þá var ég
í mikilli sjálfskoðun og sá að
það var ekki hægt að fara í
felur með kynhneigðina. Og
því var bara mjög vel tekið
í kringum mig. Ég verð líka
að segja að mér þykir frá-
bært hversu mikið fordómar
gegn samkynhneigðum eru á
undanhaldi, mér þykir margt
hafa breyst til batnaðar í
þeim efnum bara undanfarin
ár,“ segir Gunnar Helgi sem
starfar í dag sem kaffibar-
þjónn á Kaffismiðjunni, en
kaffiheimurinn hefur átt hug
hans allan undanfarið ár. Þar
áður vann hann í nokkur ár
hjá Listasafni Mosfellsbæjar.
Langaði aldrei í kokkinn
„Ég átti þátt í því að búa til
sýningaraðstöðu og kom að
öllum hliðum þess verkefnis,
sýningarstjórn og skipulagi,
að semja fréttatilkynningar
og þar fram eftir götunum.
Það var mjög skemmtilegt en
svo fékk ég allt í einu nóg af
því. Ég komst líka að því að
ég fengi hærri laun sem bar-
þjónn en sem opinber starfs-
maður,“ segir Gunnar Helgi
og brosir. „Ég gerðist bar-
þjónn á Trúnó og þar kvikn-
aði mikill kaffiáhugi hjá mér.
Þaðan lá svo leiðin á Kaffi-
smiðjuna, þar sem ég vinn
núna.“
Þrátt fyrir mikinn áhuga
á eldamennsku á unga aldri
hvarflaði aldrei að Gunnari
að gerast kokkur. „Nei það
kom ekki til greina, elda-
mennska og bakstur voru og
eru fyrst og fremst áhuga-
mál. Eftir að hafa verið
fjögur ár frekar utanveltu á
náttúrufræðibraut í Mennta-
skólanum við Sund fór ég í
Myndlistarskólann í Reykja-
vík og undirbjó mig þar fyrir
inntökupróf í Listaháskólann
og þaðan lauk ég námi 2006.“
Sjónvarpið heillar
Gunnar Helgi segir að það
hafi verið mjög gaman að elda
fyrir framan myndavélarn-
ar þó að það hafi verið mjög
stressandi líka, sérstaklega
fyrst. „Ég var mjög stressað-
ur í fyrsta sinn sem ég mætti
og átti bara að elda eitthvað.
Ég vissi ekkert hvað hinir
voru að gera og var alveg að
fara á taugum. Það er kannski
skýringin á því að ekkert var
sýnt af mér frá þeirri upp-
töku,“ segir Gunnar og hlær.
En frammistaða hans heill-
aði þáttastjórnendur og í þátt-
unum sem fylgdu í kjölfar-
ið hefur hann náð að heilla
áhorfendur upp úr skónum,
hvort sem er með frum-
lega samsettum réttum eða
Donnu Summer-bollakökum.
„Mér leið vel á tökustað og
fannst orkan sem myndaðist
þar mjög skemmtileg. Ég gæti
alveg hugsað mér að vinna á
þessum vettvangi, sjónvarp-
ið er mjög heillandi heimur,“
segir Gunnar Helgi að lokum.
Eldaði í laumi á unglingsárum
Gunnar Helgi Guðjónsson fór með sigur af hólmi í Masterchef-keppninni á Stöð 2 sem lauk í gærkvöldi.
HEFUR LENGI VERIÐ MASTERCHEF-AÐDÁANDI Gunnar Helgi Guðjónsson hefur lengi fylgst með erlendum
Masterchef-þáttum og greip því tækifærið og skráði sig til leiks í haust og sér ekki eftir því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sigríður Björg Tómasdóttir
sigridur@frettabladid.is
HVAÐ GETUR APPLE GERT FYRIR
17.640.000.000.000 KRÓNA?
213.000.000 Apple gæti keypt
Apple
gæti keypt
100.000
lúxusíbúðir á
Manhattan
í New York.
Kristín Tómasdóttir
rithöfundur
Sveit, skíði og syst-
kinabarnapartí
„Ég verð á hestbaki og dekri
á Torfastöðum með vinkonu
minni og sonum okkar í dag.
Svo fer ég í systkinabarna-
partí í kvöld og á morgun
ætla ég með skíðasnillingn-
um syni mínum í Bláfjöll.“
Eiríkur Ingi Jóhannsson
sjómaður
Sonurinn á afmæli
„Ég er að fara í fertugsaf-
mæli þar sem bardaginn
með Gunnari Nelson verður
á stórum skjá. Svo er ég að
fara að halda upp á sjö ára
afmæli sonar míns.“
Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikkona
Nýbökuð móðir
„Ég var bara að eignast lítinn strák
svo ég verð í því að sinna honum um
helgina og ég mun horfa á Edduverð-
launahátíðina úr fjarska í ár.“
Gísli Einarsson
sjónvarpsmaður
Þorrablót og Eddan
sama kvöld
„Ég verð að undirbúa þorra-
blót í Borgarnesi í dag sem
ég ætla að skemmta mér á
eftir Edduna í kvöld. Svo fer
ég á fjöll að taka upp efni
fyrir Landann á morgun.“
14.880 km út í geim
Ef að upphæðinni yrði
staflað í aðeins eins doll-
ara seðlum myndi staflinn
ná 14.880 kílómetra hæð
eða 38 sinnum lengra
en hæð
alþjóðlegu
geimstöðv-
arinnar.
iPhone-síma á markaðsvirði og gefið
öllum Bandaríkjamönnum sem búa
austan Mississippi-ár og í Texas.