Fréttablaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 76
16. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44
Mánudaginn 18. febrúar kl. 12:00-13:00
í Lögbergi, L-101
Fyrirlestur í boði Hagfræðideildar Háskóla
Íslands og Evrópustofu.
Sixten Korkman mun í fyrirlestri sínum lýsa kreppunni á
evrusvæðinu nú og spyrja: Hvað fór úrskeiðis? Hvað er verið
að gera til að rétta kúrsinn af? Hverjar eru framtíðarhorfur
evrunnar og evrusvæðisins?
Dr. Sixten Korkman stýrði Research Institute of the Finnish
Economy (ETLA) og Finnish Business and Policy Forum (EVA).
Hann var áður skrifstofustjóri Seðlabanka Finnlands,
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis Finnlands og framkvæmda-
stjóri ráðherraráðs ESB. Hann hefur birt greinar og bækur um
hagstjórn, þar á meðal bók um efnahagsstefnu ESB.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis
Evran: Mynt án ríkis.
Hver er vandinn?
Hverjar eru horfurnar?
Hagfræðideild
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
Freyr
Bjarnason
freyr@frettabladid.is
Hollywood-leikarinn Paul Rudd fer með annað aðalhlutverk-anna í Prince Aval-anche, endurgerð Á annan veg sem kom
út hér á landi 2011.
Rudd er þekktur fyrir gaman-
leik sinn í myndum á borð við
Clueless, Anchorman: The Legend
of Ron Burgundy, The 40-Year Old
Virgin, Forgetting Sarah Marshall
og I Love You Man. Einnig lék
hann Mike Hannigan, kærasta og
síðar eiginmann Phoebe, í síðustu
tveimur þáttaröðunum af Friends.
Rudd leikur iðulega viðkunn-
anlega náunga og kom það blaða-
manni því ekki á óvart hversu
þægilegur hann var í tilsvörum er
hann var spurður út í Prince Aval-
anche og kvikmyndaferil sinn.
Góð viðbrögð í Þýskalandi
Prince Avalanche var frumsýnd á
miðvikudag á kvikmyndahátíðinni
í Berlín, þar sem Rudd var stadd-
ur á meðan á símaviðtalinu stóð.
Aðspurður segir hann myndina
hafa fengið góð viðbrögð. „Blöð-
in virtust vera jákvæð en ég get
því miður ekki sagt í smáatriðum
hvað þau sögðu því þau voru öll á
þýsku,“ segir hann og hlær. „Við-
brögðin í bíóinu voru mjög jákvæð.
Fólkið hló á stöðum þar sem ég
átti ekki alveg von á að það myndi
hlæja. Það virtist kunna að meta
þessa sögu.“
Þetta var í annað sinn sem hann
sá myndina sjálfur en fyrst sá
hann hana á Sundance-hátíðinni
í Utah. „Viðbrögðin voru góð á
báðum stöðum en voru aðeins lág-
stemmdari hér, kannski vegna þess
að húmorinn í henni liggur dálítið
undir niðri. Margt náði í gegn hjá
áhorfendum en sumt kannski ekki
eins vel.“
Hreifst af Á annan veg
Prince Avalanche gerist árið 1988
og fjallar um tvo vegavinnumenn.
Þeir ákveða að yfirgefa borgina
og eyða sumrinu fjarri öllum ys
og þys við að mála umferðarlínur
á þjóðveginum. Tökur fóru fram í
Texas og stóðu yfir í aðeins sex tán
daga. Leikstjórinn David Gordon
Green, sem er þekktastur fyrir
hasargrínmyndina Pineapple
Express, ákvað að drífa í tökunum
til að fanga þá eyðileggingu sem
skógareldarnir í Bastrop State
Park ullu árið 2011.
Af hverju ætli Rudd, sem er
vanur að leika í stórum Hollywood-
myndum, hafi ákveðið að leika í
þessari ódýru og óvenjulegu mynd?
„Ég hef verið vinur leikstjórans í
mörg ár og mig hafði alltaf lang-
að til að vinna með honum. Hann
hringdi í mig og spurði: „Hvern-
ig líst þér á að fara til Texas í
nokkrar vikur? Þar er skógur
sem hefur brunnið og við ætlum
að fara með nokkrar myndavélar
þangað og taka upp þessa mynd“,“
segir Rudd. „Ég var mjög spenntur
fyrir þessari hugmynd. Mér fannst
þetta skemmtileg tilraun því þetta
var algjör andstæða við það sem
ég hef verið að gera síðustu tvö ár
í stórum upptökuverum með fjöl-
mennu tökuliði. Þetta leit út fyrir
að vera listrænt verkefni. Ég vissi
ekki hvernig þetta yrði en var
viss um að þetta yrði skemmtileg
reynsla. Svo sendi hann [Green]
mér DVD af Á annan veg. Ég
horfði á hana og fannst það virki-
lega góð mynd og fannst spennandi
að prófa þetta.“
Öðruvísi hlutverk
Rudd hafði gaman af að leika vega-
vinnumanninn Alvin en á móti
honum lék Emile Hirch, sem er
þekktastur fyrir leik sinn í Into
the Wild. „Þetta er öðruvísi pers-
óna en ég hef leikið. Hann lítur
öðruvísi út en ég geri venjulega og
það var áhugavert að setja sig inn í
aðstæður persónunnar og það sem
hún gekk í gegnum. Ég hafði mjög
gaman af því að vinna við myndina
og þarna voru skemmtileg, drama-
tísk atriði sem ég hef ekki komið
mikið nálægt í síðustu myndum
mínum.“
Spurður hvort hann vilji leika í
fleiri myndum í þessum dúr í fram-
tíðinni segist hann vera til í prófa
alls kyns hluti. „Mig langar að
leika dramatísk og fyndin hlutverk
af mismunandi stærðargráðum. Ég
væri alveg til að leika í svona lítilli
mynd með fámennu tökuliði. Þarna
er öðruvísi sköpunarferli í gangi og
ekki eins mikið í húfi og í stúdíó-
mynd.“
Langar að heimsækja Ísland
Þegar Prince Avalanche var frum-
sýnd á Sundance, kveiðst þú fyrir
viðbrögðum íslensku kvikmynda-
gerðarmannanna sem þar voru?
„Sem betur fer vissi ég ekki að þeir
væru þar fyrr en myndin var búin.
Við hefðum orðið mjög stressaðir
ef við hefðum vitað það. Ég hefði
allan tímann hugsað hvað þeim
fyndist eiginlega um hitt og þetta.
Svo hitti ég þá eftir sýninguna og
þeir voru mjög vingjarn legir og
sögðust hafa haft gaman af mynd-
inni og að það hefði líka verið skrít-
ið að sjá hana en á góðan hátt,“
segir hann. „Ég hitti þá í gær-
kvöldi [á miðvikudagskvöld] hérna
í Berlín og spjallaði við þá og ég
held að þeir séu ánægðir með hana.
Ég held að myndin sé trú íslensku
útgáfunni því andi hennar svífur
yfir vötnum.“
Myndir þú koma til Íslands til
að vera viðstaddur frum sýningu
Prince Avalanche? „Ég hefði
gaman af því,“ segir Rudd og
hlær. „Það færi eftir því hvenær
það verður og hvort ég kemst en
ég held að það yrði alveg frábært.“
Sleppur við stærðfræðina
Hin 43 ára Paul Rudd fæddist í
New Jersey í Bandaríkjunum en
þegar hann var tíu ára flutti hann
til Kansas og gekk þar síðar meir í
háskóla. Spurður hvers vegna hann
valdi leiklistina segist hann ekki
vita það fyrir víst. „Líklega vegna
athyglinnar, gerast ekki flestir
leikarar vegna hennar? Ég man
að á mismunandi tímabilum í lífi
mínu reyndi ég að átta mig á því
hvort það væri í raun og veru hægt
að vinna við þetta. Ég hlustaði á
plötur með Steve Martin og hugs-
aði með mér: „Þessi náungi lifir á
því að tala. Hversu svalt er það?
Þegar ég var um sautján ára lang-
aði mig að prófa að leika og hugsaði
að þetta væri eitthvað sem ég gæti
haft gaman af. Svo fór ég út í þetta
af fullri alvöru.“
Hvað er skemmtilegast við að
vera leikari? „Það er ekki mikið
af stærðfræði sem maður þarf
að glíma við og svo þarf ég ekki
að lyfta neinu sem er sérstaklega
þungt,“ segir hann hress.
Gott að
sleppa við
stærðfræði
Hollywood-leikarinn Paul Rudd leikur í Prince
Avalanche, endurgerð Á annan veg. Hann getur
vel hugsað sér að fljúga til Íslands þegar hún
verður frumsýnd.
PAUL RUDD Hollywood-leikarinn í Berlín þar sem Prince Avalanche var sýnd á dögunum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Paul Rudd er orðinn einn af vinsælustu gamanleikurum í
Hollywood. Hann vakti fyrst verulega athygli í myndinni
Clueless sem kom út 1995 en undanfarin ár hefur hann
verið fastagestur í hinum vinsælu myndum leikstjórans og
framleiðandans Judds Apatow. Þar hafa mótleikarar hans
oft verið þeir sömu, þar á meðal Seth Rogen, Jonah Hill,
Kristen Wiig, Jason Segel, Steve Carrell, Elizabeth Banks og
Joe Lo Truglio.
Auk Prince Avalanche eru sjö myndir með Rudd væntan-
legar á hvíta tjaldið og segir það ýmislegt um vinsældir
hans. Ein þeirra er hin langþráða framhaldsmynd Anchor-
man: The Legend Continues, þar sem hann leikur Brian
Fantana. Önnur er gamanmyndin This Is 40, hálfgert fram-
hald Knocked Up, þar sem hann leikur á móti Leslie Mann.
Einn sá vinsælasti í Hollywood