Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 2
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜10
SKOÐUN 12➜18
HELGIN 22➜54
SPORT 80
MENNING 64➜86
Pétur Einarsson var rekinn úr starfi sínu
hjá Straumi eftir að honum var meinað að
stýra fjármálafyrirtækjum í Bretlandi vegna
skattamisferlis. Í tilkynningu frá Straumi
sagði þó að umfjöllun fjölmiðla um málið
væri ástæða starfslokanna.
Björk Eiðsdóttir hætti skyndilega sem rit-
stjóri Séðs og heyrðs í vikunni og hefur ekkert
viljað segja um ástæðuna. Nýr ritstjóri mundi
gera vel í að komast til botns í málinu og slá
fréttinni svo upp á forsíðu næsta heftis.
Ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson heyr um
þessar mundir harða baráttu við hvítblæði.
Á fimmtudagskvöld voru haldnir tónleikar til
styrktar honum þar sem fram komu fjölmargir
þekktir músíkantar. Ingólfur lét veikindin ekki
halda sér frá sviðinu og greip í gítarinn með Q4U.
Magnús Níelsson hjá Gæðakokkum í Borgar-
nesi varð uppvís að því að selja nautabökur
án kjöts. Hann var steinhissa á rannsóknar-
niðurstöðunum og sagði málið
óskiljanlegt með öllu.
FIMM Í FRÉTTUM STARFSLOK OG NÝR ÍSLENDINGUR
BÁÐUM ENDUM LOKAÐ 12
Þorsteinn Pálsson um stjórnmál.
SPURNINGIN UM KRÓNUNA 16
Þórarinn G. Pétursson um hagstjórn og myntkerfi .
EVRÓPULEIÐIN, NORÐURSLÓÐIR
OG ASÍUGÁTTIN 18
Össur Skarphéðinsson um utanríkismál.
TÖLVUÓGNIR Í BRENNIDEPLI 32
Tölvuhakkarar færa sig sífellt ofar á skaft ið á öllum sviðum.
DYNGJAN OPNAÐI NÝJA VÍDD 34
Aldís Höskuldsdóttir, sem dvaldi á áfangaheimilinu Dyngju
fyrir aldarfj órðungi, hjálpar nú sjálf konum sem þangað
leita eft ir áfengismeðferð.
GULLÆÐI Á ÍSLANDI 36
Saga gullleitar á Íslandi er litríkari og með meiri ólíkindum
en margan grunar.
MEÐ MARGA KJUÐA Á LOFTI 42
Bóksalinn, trymbillinn, tónleikahaldarinn, útvarpsmaðurinn,
eiginmaðurinn og faðirinn Kristján Freyr Halldórsson hefur
í mörg horn að líta.
Í FÓTSPOR MEISTARANS 46
Alexander Wang fatahönnuður kynnti fyrstu línu sína fyrir
Balenciaga á dögunum.
FYRSTI LÆKNIRINN 48
Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri við Arnarfj örð var einn kunnasti læknir Íslendingasagnanna.
Hann var maður sátta en hans biðu þó þau örlög að verða veginn fyrir réttum 800 árum.
ÍSLAND ER SÉNÍLAUST 64
Hallgrímur Helgason minnist Þorvaldar Þorsteinssonar sem
féll frá á dögunum.
VEISLA FYRIR BÖRNIN 70
Uppskrift ir að nokkrum góðum afmæliskökum.
VOR Í LOFTI 72
Tímaritið Nýtt líf blés til allsherjar vorfagnaðar í
Hafnarhúsinu.
HÁTÍÐ Á HEIÐINNI 86
Viðræður standa yfi r um að halda tónlistarhátíðina All
Tomorrow‘s Parties á svæði varnarliðsins á Miðnesheiði.
AÐEINS Í DAG!
kíktu inn á www.pfaff.is
Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400
Opið í dag kl. 11-16.
VERÐ ÁÐUR 10.900,-
NÚ 6.900,-
37%
VERÐ ÁÐUR 14.900,-
NÚ 9.900,-
BRAUN RAKVÉL 190 BRAUN RAKVÉL CRUZER5
33%
TILVALINGJÖF!
➜ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gæti senn eignast nýjan markvörð, því
að Florentina Stanciu, rúmenska landsliðskonan á mála hjá ÍBV, er á meðal þeirra
sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að fái ríkisborgararétt.
LÖGREGLUMÁL „Þetta var alveg
með ólíkindum,“ segir Kári
Gunnlaugsson yfirtollvörður um
íslenskan ellilífeyrisþega sem
var gripinn í tollinum í Leifsstöð
seinni partinn á sunnudag með um
sjötíu þúsund skammta af sterum í
farangrinum.
Kári segist hreinlega ekki
muna eftir öðru eins. „Ég held
að við höfum aldrei tekið svona
mikið í einu áður,“ segir hann um
sterasmyglið.
Maðurinn, sem er 68 ára –
fæddur árið 1945 – var með
tvær töskur meðferðis, eina
stóreflis ferðatösku og svokallaða
flugfreyjutösku sem hann hafði í
handfarangri.
Í hvorugri töskunni var hins
vegar arða af hefðbundnum far-
angri, heldur voru þær báðar
sneisafullar af ólöglegum lyfjum.
Efnin voru af
ýmsu tagi og á
ýmsu formi –
töflur, ampúl-
ur, lyfjahylki og
auk þess spraut-
unálar.
Maðurinn var
að koma alla leið
frá Taílandi,
þar sem hann
dvelur þorrann
úr árinu. Hann
er hins vegar ekki með lögheim-
ili þar ytra og þarf því ferðast úr
landinu reglulega til að fá endur-
nýjað landvistarleyfi. Þau ferðalög
nýtir hann í heimsóknir hingað til
lands.
Í kjölfar þess að maðurinn var
handtekinn á sunnudag gerði lög-
reglan á Suðurnesjum húsleit á
heimili hans hér í borginni og fann
þar umtalsvert magn af ólöglegum
lyfjum til viðbótar, aðallega stinn-
ingarlyfjum.
Þá segir auk þess í tilkynningu
frá tollinum að maðurinn hafi áður
gerst brotlegur við lög. Hann hafi
nýlega reynt að smygla til lands-
ins 800 töflum af stinningarlyfinu
Kamagra.
Einn skammtur af Kamagra
mun kosta þrjú til fimm þúsund
krónur á svörtum markaði. Það
má því ljóst vera að hefði smygl-
ið heppnast hefði maðurinn getað
haft vel upp úr sölunni.
Það þykir einmitt ljóst að efnin
hafi meira og minna verið ætluð til
sölu, enda um gríðarmikið magn
að ræða, auk þess sem það var
orðað svo við blaðamann að það
væri ekki beint að sjá á manninum
að hann hefði neytt mikilla stera.
stigur@frettabladid.is
Klyfjaður af sterum
og stinningarlyfjum
Tollverðir ráku upp stór augu þegar þeir opnuðu töskur ellilífeyrisþega sem kom
til landsins frá Taílandi með ekkert í farangrinum annað en stera og stinningarlyf.
Var með sjötíu þúsund steraskammta. Yfirtollvörðurinn man ekki eftir öðru eins.
MEÐ ÓLÍKINDUM Lyfin dekkuðu heilt borð eftir að þau höfðu verið tekin upp úr töskunum. Kári Gunnlaugsson og kollegar
hans voru forviða á magninu. MYND/TOLLURINN
KÁRI GUNN-
LAUGSSON
MYND/SKESSUHORN
KRAKKASÍÐA 52 KROSSGÁTA 54
Á STÆRSTA SVIÐINU Í LAS VEGAS 80
Gunnar Nelson mun berjast við hinn 37 ára gamla
Mike Pyle í UFC í Las Vegas í Bandaríkjunum í lok maí
en þetta er stærsta svið UFC-bardagaheimsins.
Í UNDANÚRSLIT Á EM Í FRJÁLSUM
80
Aníta Hinriksdóttir komst í gær í undanúrslit á EM í
frjálsum en þjálfarinn hennar segir hana geta hlaupið
hraðar í dag.
Samferða á Samfés
EFTIRVÆNTING Gleðin skein úr andlitum tíundu bekkinga í grunnskólum landsins þegar þeir streymdu þúsundum saman í
þéttsetnum rútum að Laugardalshöll þar sem hið árlega Samfestingsball var haldið í gær. Fjörið í Höllinni heldur áfram í dag
með söngkeppni Samfés. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HÖRÐ ÁTÖK UM
NIÐURSKURÐ Á
BANDARÍKJAÞINGI. 4
MISTÓKST AÐ MÓTA STEFNU
UM LAGNINGU RAFLÍNA. 8
FLESTIR VILJA SIGMUND
DAVÍÐ Í STJÓRNARRÁÐIÐ. 10
„Goldman er líka með
puttana í þessu.“ 6
Úr skjali um sölu á Íslandsbanka og
Arion banka.