Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 10
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
2013 SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2
KÖNNUN Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsókn-
arflokksins, nýtur mests trausts
til að leiða ríkisstjórn að loknum
kosningum samkvæmt niðurstöð-
um skoðanakönnunar Fréttablaðs-
ins og Stöðvar 2.
Alls sögðu 28,3 prósent þeirra
sem afstöðu tóku í könnuninni að
þeir treystu Sigmundi Davíð best
til að taka við embætti forsætisráð-
herra. Þetta eru fleiri en þau 26,1
prósent sem segjast ætla að kjósa
Framsóknarflokkinn.
Talsverður munur er á afstöðu
fólks til Sigmundar Davíðs eftir
kyni svarenda. Þannig treysta
32,3 prósent karla honum best
til að leiða ríkisstjórn en 23 pró-
sent kvenna. Einnig er verulegur
munur eftir búsetu, en 40 prósent
íbúa landsbyggðarinnar treysta
Sigmundi best, samanborið við
23,2 prósent íbúa höfuðborgar-
svæðisins.
Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, nýtur
trausts 18,8 prósenta til að gegna
starfi forsætisráðherra að loknum
kosningum. Það er mun lægra hlut-
fall en styður Sjálfstæðisflokkinn,
enda segjast aðeins 64,1 prósent
stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks-
ins treysta Bjarna best til verksins.
Lítill munur er á afstöðu fólks til
Bjarna eftir kyni og búsetu.
Katrín Jakobsdóttir, nýr formað-
ur Vinstri grænna, nýtur mests
trausts til að gegna starfi forsætis-
ráðherra hjá 15,2 prósentum þjóð-
arinnar samkvæmt könnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2. Það er hærra
hlutfall en styður Vinstri græna
samkvæmt sömu könnun.
Talsverður munur er á afstöðu
kynjanna til Katrínar, en 19,4 pró-
sent kvenna treysta henni best,
samanborið við 12 prósent karla. Þá
treysta íbúar höfuðborgarsvæðis-
ins henni heldur betur en íbúar
landsbyggðarinnar.
Árni Páll Árnason, nýr formaður
Samfylkingarinnar, nýtur minnsts
trausts til að leiða ríkisstjórn af
leiðtogum stóru flokkanna fjög-
urra. Alls segjast 12,8 prósent
treysta Árna Páli best, sama hlut-
fall og segist myndu kjósa Samfylk-
inguna yrði gengið til kosninga nú.
Enginn munur er á afstöðu kjós-
enda til Árna Páls eftir kyni, en
hann nýtur heldur meiri hylli á
höfuðborgarsvæðinu en á lands-
byggðinni.
Alls nefna 6,5 prósent Guðmund
Steingrímsson, formann Bjartrar
framtíðar, og 4,7 prósent Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, varafor-
mann Sjálfstæðisflokksins.
Hringt var í 1.329 manns þar
til náðist í 800 samkvæmt lag-
skiptu úrtaki miðvikudaginn 27.
janúar og fimmtudaginn 28. janú-
ar. Þátttakendur voru valdir með
slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svar-
endur skiptust jafnt eftir kyni, og
hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Spurt var: Hverjum treystir þú best
til að leiða ríkisstjórn að loknum
kosningum? Alls tóku 47,6 prósent
afstöðu til spurningarinnar.
brjann@frettabladid.is
Flestir vilja Sigmund
Davíð í Stjórnarráðið
Landsmenn telja formann Framsóknarflokksins best til þess fallinn að leiða ríkis-
stjórn samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Aðeins tveir af hverj-
um þremur kjósendum Sjálfstæðisflokksins telja Bjarna Benediktsson besta kostinn.
Heimild:
Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2
dagana 27. og 28. febrúar 2013
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
28,3%
TRAUST TIL STJÓRNMÁLAMANNA
Hverjum treystir þú best til að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum?
Árni Páll Árnason
12,8%
Bjarni
Benediktsson
18,8%
Guðmundur
Steingrímsson
6,5%
Katrín Jakobsdóttir
15,2%
Annar
18,3%
Hefur þú áhuga á að fyrirtæki þitt taki þátt í
hótel- og veitingahúsasýningunni Igeho sem
haldin verður í Basel í Sviss 23. - 27. nóvember?
Þar verður íslenskur þjóðarbás þar sem markmiðið
er að kynna sérstöðu Íslands sem framleiðanda á
úrvalshráefni til matargerðar, hreinleika náttúrunnar
til sjávar og sveita og íslenska matarmenningu.
Fyrirtækjum stendur til boða að kynna allskyns
matvörur og aðrar vörur sem tengjast hótel- og
veitingahúsarekstri.
Igeho sýningin er haldin annað hvert ár og skiptist niður
í nokkra vöru- og þjónustuflokka, fyrst og fremst á sviði
matvæla. Þar fer fram viðamikil kynning á matvæla-
framleiðslu, bæði kjöti og fiski, drykkjarvöru og hvers
kyns tækni tengri matvælaiðnaði. Búist er við að um 80
þúsund gestir mæti á sýninguna. Stærsti hluti þeirra eru
hótel- og veitingahúsaeigendur frá Sviss og Þýskalandi.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í Igeho 2013 eru
hvattir til að hafa samband fyrir 15. mars við Berglindi
Steindórsdóttur, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar,
berglind@islandsstofa.is eða s. 511 4000.
Kynnum nýjar gerðir
af dýnum frá DUX.
50% afsláttur*
af höfuðgöflum og rykföldum
við kaup á nýju gerðunum.
DUXIANA
Ármúla 10
S-5689950
duxiana.com
*Tilboðið gildir frá 1.mars til 27. mars.
Háþróaður svefnbúnaður
Sinni öllum almennum kvensjúkdómum og einkum og sér í lagi
ófrjósemisvandamálum.
Tímapantanir í síma 515 8100 alla virka daga
Snorri Einarsson, kvensjúkdómalæknir
Hef opnað læknastofu í ART Medica,
Bæjarlind 12, Kópavogi
GRAFÍK/JÓNAS