Fréttablaðið - 02.03.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 02.03.2013, Síða 10
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 2013 SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 KÖNNUN Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, nýtur mests trausts til að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2. Alls sögðu 28,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni að þeir treystu Sigmundi Davíð best til að taka við embætti forsætisráð- herra. Þetta eru fleiri en þau 26,1 prósent sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Talsverður munur er á afstöðu fólks til Sigmundar Davíðs eftir kyni svarenda. Þannig treysta 32,3 prósent karla honum best til að leiða ríkisstjórn en 23 pró- sent kvenna. Einnig er verulegur munur eftir búsetu, en 40 prósent íbúa landsbyggðarinnar treysta Sigmundi best, samanborið við 23,2 prósent íbúa höfuðborgar- svæðisins. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, nýtur trausts 18,8 prósenta til að gegna starfi forsætisráðherra að loknum kosningum. Það er mun lægra hlut- fall en styður Sjálfstæðisflokkinn, enda segjast aðeins 64,1 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins treysta Bjarna best til verksins. Lítill munur er á afstöðu fólks til Bjarna eftir kyni og búsetu. Katrín Jakobsdóttir, nýr formað- ur Vinstri grænna, nýtur mests trausts til að gegna starfi forsætis- ráðherra hjá 15,2 prósentum þjóð- arinnar samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Það er hærra hlutfall en styður Vinstri græna samkvæmt sömu könnun. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna til Katrínar, en 19,4 pró- sent kvenna treysta henni best, samanborið við 12 prósent karla. Þá treysta íbúar höfuðborgarsvæðis- ins henni heldur betur en íbúar landsbyggðarinnar. Árni Páll Árnason, nýr formaður Samfylkingarinnar, nýtur minnsts trausts til að leiða ríkisstjórn af leiðtogum stóru flokkanna fjög- urra. Alls segjast 12,8 prósent treysta Árna Páli best, sama hlut- fall og segist myndu kjósa Samfylk- inguna yrði gengið til kosninga nú. Enginn munur er á afstöðu kjós- enda til Árna Páls eftir kyni, en hann nýtur heldur meiri hylli á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni. Alls nefna 6,5 prósent Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar, og 4,7 prósent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varafor- mann Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 1.329 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lag- skiptu úrtaki miðvikudaginn 27. janúar og fimmtudaginn 28. janú- ar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svar- endur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hverjum treystir þú best til að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum? Alls tóku 47,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Flestir vilja Sigmund Davíð í Stjórnarráðið Landsmenn telja formann Framsóknarflokksins best til þess fallinn að leiða ríkis- stjórn samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Aðeins tveir af hverj- um þremur kjósendum Sjálfstæðisflokksins telja Bjarna Benediktsson besta kostinn. Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 27. og 28. febrúar 2013 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 28,3% TRAUST TIL STJÓRNMÁLAMANNA Hverjum treystir þú best til að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum? Árni Páll Árnason 12,8% Bjarni Benediktsson 18,8% Guðmundur Steingrímsson 6,5% Katrín Jakobsdóttir 15,2% Annar 18,3% Hefur þú áhuga á að fyrirtæki þitt taki þátt í hótel- og veitingahúsasýningunni Igeho sem haldin verður í Basel í Sviss 23. - 27. nóvember? Þar verður íslenskur þjóðarbás þar sem markmiðið er að kynna sérstöðu Íslands sem framleiðanda á úrvalshráefni til matargerðar, hreinleika náttúrunnar til sjávar og sveita og íslenska matarmenningu. Fyrirtækjum stendur til boða að kynna allskyns matvörur og aðrar vörur sem tengjast hótel- og veitingahúsarekstri. Igeho sýningin er haldin annað hvert ár og skiptist niður í nokkra vöru- og þjónustuflokka, fyrst og fremst á sviði matvæla. Þar fer fram viðamikil kynning á matvæla- framleiðslu, bæði kjöti og fiski, drykkjarvöru og hvers kyns tækni tengri matvælaiðnaði. Búist er við að um 80 þúsund gestir mæti á sýninguna. Stærsti hluti þeirra eru hótel- og veitingahúsaeigendur frá Sviss og Þýskalandi. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í Igeho 2013 eru hvattir til að hafa samband fyrir 15. mars við Berglindi Steindórsdóttur, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, berglind@islandsstofa.is eða s. 511 4000. Kynnum nýjar gerðir af dýnum frá DUX. 50% afsláttur* af höfuðgöflum og rykföldum við kaup á nýju gerðunum. DUXIANA Ármúla 10 S-5689950 duxiana.com *Tilboðið gildir frá 1.mars til 27. mars. Háþróaður svefnbúnaður Sinni öllum almennum kvensjúkdómum og einkum og sér í lagi ófrjósemisvandamálum. Tímapantanir í síma 515 8100 alla virka daga Snorri Einarsson, kvensjúkdómalæknir Hef opnað læknastofu í ART Medica, Bæjarlind 12, Kópavogi GRAFÍK/JÓNAS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.