Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 26
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 tíu ár,“ segir Bjarni sposkur og í fram- haldinu eru þau hjón beðin að lýsa aðeins upplifun sinni af þeim atburðum sem allt hefur snúist um hjá þeim að undanförnu. „Þetta eru bara náttúruhamfarir,“ segir Bjarni. „Við vorum búin að heyra að land- eigendur yrðu bara að hreinsa svona upp sjálfir. Það var komið frá einhverju fólki við skrifborð fyrir sunnan sem gerði sér enga grein fyrir hvað 50-60 þúsund tonn af síld er mikið magn, þó það sé eins og heils- árskvóti alls landsins.“ „Okkur leið orðið hálfilla,“ viðurkennir Guðrún Lilja. „Við vissum ekkert hvað við áttum að gera og vorum einhvern veginn hálf umkomulaus. Skildum vel bændurna sem lentu í eldgosunum á Suðurlandi og óttuðust um sinn hag á tímabili meðan óvissan ríkti.“ Bjarni tekur undir það. „Kindurnar okkar leita mikið niður í fjör- una og skerin og við vitum ekki hvern- ig lambfénu reiðir af í vor ef grúturinn verður þar enn. En Umhverfisstofnun tók við sér og hefur stutt okkur í hreinsunar- aðgerðunum og þegar vindáttin er eins og núna er vel líft hér heima fyrir ýldulykt. Við gefumst ekkert upp fyrir þessu.“ Þau rifja upp hvernig þetta byrjaði um miðjan desember. „Það voru froststillur og yndislegt veður og við hjónin fórum í göngutúr niður að brú. Það var fjöldi af háhyrningum hér fyrir utan, í mörgum hópum og við fórum og mynduðum þá og dáðumst að þeim. Daginn eftir var hér allt orðið fullt af síld,“ segir Bjarni. „Já, við föttuðum það ekki til að byrja með,“ segir Guðrún Lilja. „Sáum bara glitra svo undarlega á fjöruna og héldum að það væri íshrím. Svo hringdi til okkar mikill fugla- áhugamaður upp úr hádeginu og spurði hvort við hefðum athugað hvað væri í fjör- unni hjá okkur. Þá var hann búinn að vera á ferð með kíkinn.“ Ekki vita þau hjón til að komnar séu niðurstöður úr rannsóknum á því fyrir- bæri sem síldardauðinn er og telja mörg- um spurningum enn ósvarað í þeim efnum. Bjarni rifjar upp þegar hann var fjórtán ára á reknetum frá Hornafirði (og hélt að hver dagur yrði hans síðasti) að síldin hafi ekki þolað að snertast neitt að ráði. „Hún má ekki við því að missa hreistur, þá er hún bara dauð. Kannski hefur verið svona þröngt á henni hér í firðinum. Sjómagnið hér innan við brú minnkar svo mikið þegar fellur út, við erum að tala um fjögurra og hálfs metra borð. Háhyrningarnir vinna líka ótrúlega kerfisbundið, við höfum alveg orðið vitni að því. En þeir hafa ekki komið inn fyrir brú á eftir síldinni í vetur.“ Bjarni er áhugamálið Áður en við göllum okkur upp í útihúsa- skoðun og fjöruferð eru hjónin spurð hvort þau eigi sér einhverjar tómstundir í venju- legu árferði. „Ég er agalegur dellukarl,“ viðurkennir Bjarni. „Er búinn að vera með veiðidellu frá því ég var smástrákur og hef elst mikið við tófu og mink. Svo hef ég átt jeppa og verið uppi á fjöllum og jöklum en við hjónin höfum aldrei getað verið bæði frá í einu. En svo þegar ég er heima þá fer hún ekkert.“ „Nei, ég hef verið spurð hverju ég hefði áhuga á og ég sagði bara Bjarna!“ segir Guðrún Lilja hlæjandi. Sitthvorum megin við húsið eru mynd- arleg útihúsgögn og við eftirgrennslan kemur í ljós að oft eru haldnar grillveisl- ur á bænum á góðviðrisdögum sumars- ins. „Við sláum upp veislum og fáum til okkar fólk,“ segir Bjarni. Svo er líka djásn í skemmunni, Corvetta 1979 módel sem þau hjón segjast hafa gaman af að fara í bíltúra á. „Kúabændur þurfa að nota vel tímann milli mjalta og því dugar ekkert minna en 550 til 600 hestafla græja,“ er skýringin. Við höfum bæði unnið mikið frá því við vorum krakkar en höfum lagt áherslu á að kaupa okkur tæki til að létta störfin, svo við endumst aðeins betur. MÁ BJÓÐA ÞÉR SÍLD? Talið er að um 50 til 60 þúsund tonn af síld hafi drepist í Kolgrafafirði. Ábúendurnir á Eiði í Kolgrafafirði hafa ekki farið varhluta af því en reyna að láta það hafa sem minnst áhrif á daglegt líf, enda þarf enn að sinna dýrunum. Ærnar eru sældarlegar með glansandi snoppu þó þeim sé bara gefið einu sinni í viku. Um 90 nautgripir eru á bænum. Guðrún Lilja hefur prófað að gefa geldneytinu síld en það lítur ekki við henni. Í skemmunni geymir svo tækjadellukarlinn Bjarni Corvettu af árgerð 1979. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.