Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 30
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30
Brynja Þorgeirsdóttir sjónvarpskona og nemi í bókmenntafræði
Órar, súpur og ljóðakonfekt
Bjargráðin í bókunum
Hinn árlegi bókamarkaður Félags bókaútgefenda stendur nú yfir í Perlunni. Fréttablaðið senda fjóra valinkunna
einstaklinga á markaðinn með það fyrir augum að velja sér bækur sem þeir myndu velja sér til að komast af á eyðieyju.
AFL HUGANS, EKKERT LEYNDAR-
MÁL Irma Lauridsen
Ég huga mikið að andlegu hliðinni
og það er kjörið tækifæri að rækta
hana þegar maður er strandaglópur á
eyðieyju. Svo ég tali nú ekki um hversu
mikilvægt það er nú að halda sönsum.
MÁTTURINN Í NÚINU
Eckhart Tolle
Það er alltaf mikilvægt að geta lifað í
núinu og notið lifandi stundar. Að vera
einn á eyðieyju væri án efa krefjandi
en samt á sama tíma mögnuð upplifun.
Þess vegna er enn mikilvægara að geta
notið þess.
MÁTTUR ATHYGLINNAR
Guðni Gunnarsson
Þessi kæmi sér án efa vel til að aðlaga
sig að nýju lífi. Máttur viljans hitti
beint í mark hjá mér og ég bíð spennt
eftir því að lesa þessa.
HÚSIÐ Stefán Máni
Ég myndi þó ekki bara vilja huga
að andlegu hliðinni, maður þarf að
skemmta sér líka. Ég er búin að lesa
flestar bækurnar hans Stefáns Mána
og verið límd við hverja einustu þeirra.
Húsið á ég eftir og ef ég þekki Stefán
Mána rétt þá myndi mér ekki leiðast á
meðan ég hef þessa.
ICELAND, A FIERY SOUL BENEATH
AN ICY SURFACE
Síðast en ekki síst myndi ég alveg
örugglega fá heimþrá á endanum. Þá
kemur sér ansi vel að hafa svona fal-
legar myndir að heiman við höndina.
ÓRAPLÁGAN Slavoj Žižek
Fátt hressir eins og hinn brjálaði, mótsagnakenndi
og frjói rokkstjörnuheimspekingur Žižek. Óraplágan
er grundvallarrit til að hugsa um fánýti mannsam-
félagsins meðan maður situr aleinn á eyðieyju.
SÚPUR ALLT ÁRIÐ Sigurveig Káradóttir
Til að gera hollar og góðar súpur úr því sem ég finn
á eyjunni.
HAPP HAPP HÚRRA
Eitthvað verður maður að borða á eynni. Líst
ótrúlega vel á þessa matreiðslubók, hollir og góðir
réttir þar sem grænmeti, ávextir, hnetur og fræ eru í
öndvegi, en líka kjöt.
EINU SINNI SÖGUR Kristín Ómarsdóttir
Alltaf þótt vænt um þessa spriklandi og blátt áfram
bók Kristínar, því hún hafði nokkuð mikil áhrif á
mig sem ungling en ég hef aldrei átt hana. Nú fékk
ég tækifærið og tek hana með mér á eyjuna til að
komast í tengsl við frumsjálfið.
LJÓÐASAFN Stefán Hörður Grímsson
Heppin ég. Þessi geymir öll ljóð Stefáns sem eru
prentuð í útgefnum ljóðabókum hans. Hægt að
lesa aftur og aftur. Gaman verður að liggja undir
kókospálma á eyjunni minni, borða ljúffenga súpu
úr súpubókinni og pæla í gamla.
TUNGLIÐ BRAUST INN Í HÚSIÐ ljóðaþýðing-
ar/Gyrðir Elíasson
Fyrir fallega drauma á eyðieyjunni. Þetta er sérstakt
konfekt til að lesa áður en maður hallar sér undir
stjörnunum og dreymir eitthvað út frá textanum.
Snilldarþýðingar Gyrðis á ljóðum eftir 36 skáld, allt
frá Kína á 4. öld til Bandaríkja nútímans.
ENGILL, PÍPUHATTUR OG JARÐARBER Sjón
Átti alltaf eftir að lesa þessa litlu bók hans Sjóns.
Það er alltaf ævintýri að stíga inn í yndislega furðu-
heima hans. Allt er opið og maður veit aldrei hvað
gerist. Svo þessi verður tekin upp þegar ég vil flýja
inn í annan heim á eyðieyjunni.
SKRIFAÐ VIÐ NÚLLPUNKT Roland Barthes
Til að halda í róttæknina. Fyrsta bók franska
(bókmennta)fræðingsins sem síðar sagði höfundinn
dauðan, strax þarna kominn í mótþróa; róttækur,
sniðugur og feikivel skrifandi.
MORGUNVERÐUR Á TIFFANY‘S
Truman Capote
Audrey Hepburn er framan á kápunni.
Það seldi þetta. Ég var að sjá fyrir mér
að ef ég yrði vitstola á eyjunni gæti
ég átt í sama sambandi við Audrey og
Tom Hanks átti við blakboltann Wilson
í myndinni Cast Away.
FRÖNSK SVÍTA Irène Némirovsky
Þetta voru svona flugvallarkaup. Ég
hugsaði „já, var þetta ekki eitthvað“. En
heimsblaðið Observer stimplaði þetta
sem meistaraverk á kápunni, þannig að
ég tók þetta.
RITSAFN THORS
VILHJÁLMSSONAR
Ég hef því miður enn ekkert lesið eftir
Thor Vilhjálmsson. En að láta Grámos-
ann glóa beint ofan í sálartetrið undir
kókoshnetutré hljómar virkilega vel.
ÆVISAGA STEVE JOBS Walter Isacs
Steve Jobs átti auðæfi sem voru metin
á 10 milljarða dollara, en samt gekk
hann um í svörtum rúllukragabol. Þetta
er mjög áhugaverður maður. Ég vil vita
meira.
BORGIN HLÓ
Matthías Jóhannessen
Á eyðieyjunni er gott að hafa ljóðabók.
Ljóð getur maður lesið aftur og aftur.
Matthías er ekki knappur eins og
rígundinn krepsokkur, líkt og margir
hinna módernistana, heldur lætur
gamminn geisa með auðugu mynd-
máli.
SKÝRSLA RANNSÓKNARNEFNDAR
ALÞINGIS ÖLL BINDIN
Ég hef ekki enn haft þessa 2-3 mánuði
á lausu sem þarf til að sökkva mér
ofan í skýrslu rannsóknarnefndar. Þetta
er klárlega besta „value for money“
á bókamarkaðnum og mjög drjúgt
á eyjunni. Svo er alveg ljóst að það
verður grillað öll kvöld enda nægan
eldivið að finna í þessu.
Jóhann Alfreð Kristinsson félagi í Mið-Ísland
Rannsóknarskýrslan á grillið
PENINGARNIR SIGRA HEIMINN
Niall Ferguson
Höfundurinn er prófessor í Oxford og Harvard og
feikisnjall náungi. Hann er eini fræðimaðurinn sem
ég heyrði spá fyrir um fjármálakreppuna. Hann
gerði það sumarið 2007, þegar hann kom til Íslands
á vegum Kaupþings og ég ræddi við hann. Þessi bók
skýrir hinn dularfulla heim peninga og verðbréfa
betur en nokkur önnur sem ég þekki.
ÆVINTÝRAEYJAN Ármann Þorvaldsson
Bókin er um bankahrunið eftir einn þátttakandann,
sem var forstjóri Singer & Friedlander, banka Kaup-
þings í Bretlandi. Þetta er hreinskilnislegt uppgjör
hans við hrunið og mjög skemmtilegt aflestrar,
skrifað af fjöri og fyndni. Ármann lifði ævintýralegu
lífi úti í Lundúnum en var dálítill prakkari inn við
beinið, eins og kemur fram í bókinni.
HVERS VEGNA FITNUM VIÐ? Gary Taubes
Taubes er bandarískur vísindablaðamaður og fjallar
um vanda sem menn þurftu almennt aðeins að
glíma við eftir að aldurinn færðist yfir þá hér áður
fyrr. Nú er offita hins vegar líka orðin úrlausnarefni
ungs fólks. Ég myndi að vísu ekki gefa þessa bók,
því að hætt yrði við að viðtakandinn móðgaðist,
en boðskapur Taubes er skýr: Við fitnum af því
að matur okkar er of ríkur af kolvetni. Í rauninni
stöndum við á Vesturlöndum frammi fyrir tveimur
málum, sem við ráðum illa við: offitu og elli.
UNDIRSTAÐAN Ayn Rand
Þetta er skáldsaga sem hefur selst í átta milljónum
eintaka um allan heim og breytt lífi margra. Rand
skrifar um sjálfstæða og hugrakka konu, sem
lætur ekki segja sér fyrir verkum og skammast sín
ekki fyrir að elska sjálfa sig. Hún á hvorki meira
né minna en þrjá ástmenn og valið á milli þeirra
verður erfitt. Um leið blandast inn í þetta stjórnmál
og efnahagsmál, en samt án þess að lesandanum
leiðist eitt andartak. Þessi bók er beisk á bragðið,
en samt góð á bragðið.
ELDAÐ AF LÍFI OG SÁL Rósa Guðbjartsdóttir
Ég er auðvitað dálítið hlutdrægur hérna, því að
Rósa er gamall nemandi minn og góð vinkona.
En þetta er mjög nytsamleg bók sem ég myndi
hiklaust gefa vinum mínum og vinkonum. Þótt ég
kunni sjálfur ekki mikið fyrir mér í matargerð þykist
ég vita hvað sé góður matur. Og ein leið að honum
er í gegnum bók Rósu.
STASILAND Anna Funder
Frábær bók, eins og vinsældir hennar á Íslandi sýna.
Sjálfur kynntist ég nokkuð Önnu Funder, þegar
hún kom hingað haustið 2012, og hún er heillandi
einstaklingur. Þetta er bók um daglegt líf í Austur-
Þýskalandi á dögum kommúnismans.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor í stjórnmálafræði
Peningar,njósnir,
matur og offita
Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari
Leggur rækt við sálarlífið