Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 36

Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 36
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Niðurstöður rannsókna-borana í Þormóðsdal í Mosfellssveit benda til þess að gullæð sé fundin. Í borkjörn-um hefur greinst svo mikið magn þessa dýra málms að hann er talinn í vinnanlegu magni. Það er þvert á fyrri rannsókna- niðurstöður. Sagan geymir hins vegar frásagnir af því að Einar Benediktsson, skáld og athafna- maður, hafi verið þess fullviss að í Þormóðsdal lægi gullæð ein rík. Svo virðist sem skáldið hafi haft rétt fyrir sér þótt því tækist ekki að sanna það á sinni tíð. Allt Austurland undir Í sögulegu ljósi er þess skemmst að minnast að fyrirtækið Platína Resources Ltd. sótti á vormánuðum 2010 um rannsóknaleyfi til gullleit- ar hér á landi. Þá var allt Austur- land undir þar sem gullleitarleyfi annars staðar á landinu voru í eigu Íslendinga. Var ætlun félagsins að gera út tvo hópa vísindamanna til leitar um tveggja mánaða skeið, en svo fór að gullleitarmennirnir, sem voru ástralskir, drógu umsókn sína um leitarleyfi til baka. Bara 20 milljónir ára Flestir hafa gengið út frá því sem vísu að gull væri einfaldlega ekki til staðar í íslensku bergi. Ástæð- an sem helst er nefnd er einfald- lega sú að í jarðfræðilegum skiln- ingi er bergið allt of ungt hér, og móður jörð hafi ekki gefist tími til að aðskilja dýra málma frá berg- inu. Á líklegustu svæðunum hér á landi er elsta bergið yngra en 20 milljóna ára gamalt, sem er mjög ungt borið saman við þau svæði sem mest gefa af sér. Þar er berg- ið nokkurra milljarða ára gamalt, svo samhengis sé gætt. Gullmýri Þrátt fyrir efasemdir eigum við Íslendingar okkur sögu gullleitar- manna og meira að segja gullæð- is, eins og það er jafnan skilgreint. Allir þekkja söguna af gullfund- inum í Vatnsmýrinni árið 1905. Þá þóttust menn sjá glóa af gulli á bortönn og upphófst reyfarakennd atburðarás sem stóð í fimm ár. Tilurð málsins var að verið var að bora eftir vatni við rætur Öskju- hlíðar. Járnsmiður nokkur, Ólaf- ur Þórðarson, sem fenginn var til að brýna bortönnina, sagði að svo þykkar hefðu gullskánirnar verið að hann hefði tálgað þær af með vasahnífnum sínum. Gullæði braust út. Fjársterkir menn buðu sig fram og vildu taka þátt í ævin- týrinu. Hlutafélagið Málmur var stofnað um gullvinnsluna. Mýrar- flákinn í miðjum höfuðstaðnum var nefndur upp á nýtt og var nú kenndur við gull. Gullleit í Vatnsmýrinni stóð næstu árin en árangurinn var eng- inn. Nokkur hundruð sýni voru tekin og greind af efnafræðingi ríkisins, Ásgeiri Torfasyni. Sagan segir að eitt þeirra hafi sýnt vott af gulli. Hægt og bítandi rann upp fyrir flestum sú staðreynd að eng- inn yrði ríkur af því að vinna gull úr bæjarlandinu. Miðdalsjörð til Ástralíu Gullleit einangraðist ekki við Vatnsmýrina í Reykjavík á upp- hafsárum 20. aldarinnar. Einar H. Guðmundsson, bóndi í Miðdal í Mosfellssveit, sendi um svipað leyti sýnishorn úr landi sínu til frænda síns Steingríms Tómasson- ar, sem hafði um langt skeið feng- ist við gullleit í Ástralíu og var þar búsettur. Steingrími fannst sýnin álitleg og kom heim árið 1908 til frekari rannsókna að tilstuðlan Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns. Niðurstaða Stein- gríms var að gull væri vissulega að finna í landi Miðdals og einnig Þormóðsdals, beggja vegna Selja- dalsár sem skilur á milli jarðanna tveggja. Steingrímur dvaldi á Íslandi um skeið og hélt svo aftur til Ástralíu með sýni úr Miðdal. Nákvæmari rannsóknir þar í landi staðfestu að gull væri í nægjanlega miklu magni á jörðunum tveimur til að það borgaði sig að vinna það. Stein- grímur sótti um gullleitarheimild til sýslumanns árið 1908 en var þó ekki einn um það. Björn Krist- jánsson alþingismaður sótti einnig um heimild til leitar en hann var einn þeirra sem staðfastlega trúðu á að gull væri hér í vinnanlegu magni. Hann hafði sterkt bakland. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Sveinn Björnsson, lögmaður og síðar forseti, voru meðal þeirra sem vildu bita af kökunni. Um þetta leyti voru mældir út námuteigar í landi Þormóðsdals, alls 77 talsins. Á þessum tíma var Einar Ben ekki langt undan og afskipti hans byrjuðu fyrir alvöru eftir að Einar í Miðdal bað nafna sinn um að vera umboðsmaður sinn í Englandi, sennilega 1909. Einar Ben Fyrstu skjalfestu heimildir um aðkomu Einars Ben að gullleit eru skýrsla sem hann skrifar um málið til samstarfsmanna sinna í Eng- landi árið 1910, auk bréfaskrifta til yfirvalda hér. Kannski var ekki við öðru að búast af Einari en að hann gengi í málið af alefli; það var hans von og vísa. Málflutningur hans í fyrrnefndri skýrslu ber af þessu keim en Einar fullyrðir að gullæð- in liggi þvert yfir landareignina og reyndar langt út um héraðið. Hrossakaupin í kringum námurn- ar í Miðdal og Þormóðsdal væru í dag nefnd „flókin viðskiptaflétta“. Guðjón Friðriksson hefur gert grein fyrir þeim kafla þessarar sögu í ágætri ævisögu skáldsins. Hér er rétt að nefna að árið 1911 komu hingað til lands sérfræðingar á vegum Einars og við- skiptafélaga hans og unnu að víðtækum rann- sóknum næstu tvö ár. Voru það bæði verkfræðingar og þaulvanir námuverka- menn víða að úr Evr- ópu. Þegar stríð braust út í Evrópu 1914 logn- aðist verkið út af. Engin hreyfing var á málum þar til 1921. Tveimur árum síðar komst Einar í samband við þýskt félag, Nord ische Berg- bau Gesellschaft í Hamborg, sem sendi hingað sérfræðinga og lagði til gríðarlega fjármuni til rann- sókna. Áhuginn fjaraði þó fljótt út. Einar fann nýjan samstarfsaðila og stofnaði námafélagið Arcturus sem stóð fyrir framkvæmdum árið 1925. Í frétt Morgunblaðsins þetta ár segir að þá hafi tíu til tutt- ugu manns unnið við námuna og námugöngin hafi verið orðin um 60 metra löng og tíu metra djúp. Hins vegar fer litlum sögum af árangri gullleitarinnar þessi ár. Gullríka kalkið Fyrrnefndur alþingismaður, Björn Kristjánsson, einbeitti sér að gull- leit í næsta nágrenni, nánar tiltek- ið í Esjunni við Mógilsá. Í Mógilsá var áhuginn í upphafi tengdur kalk- námi. Egill Egilsen, sonur Svein- bjarnar rektors Egilssonar, var upphafsmaður þess upp úr 1870. Egill naut þar aðstoðar Björns sem gerði aðra tilraun til kalknáms árið 1917. Sú tilraun fjaraði út að stutt- um tíma liðnum en á sama tíma vaknaði grunur um að gull væri að finna í kalkinu og sýndu efna- greiningar sem Björn lét gera að tíu til 26 grömm voru vinnanleg úr hverju tonni bergs. Þessar nið- urstöður voru hafðar að háði og spotti eftir að Björn birti niður- stöður sínar í tímaritinu Vöku árið 1919. Árið 1929 fékk Björn upp- reisn æru þegar Trausti Ólafsson efnagreindi kalksýni sem stað- festu að niðurstöður Björns voru á rökum reistar. Hvað geymir Drápuhlíðarfjall? Haraldur Sigurðsson eldfjalla- fræðingur skrifaði fyrir nokkr- um árum pistil á ágæta vefsíðu sína um gullleit í Drápuhlíðar- fjalli á Snæfellsnesi árið 1939. Áttu þar í hlut Magnús G. Magn- ússon, útgerðarmaður frá Ísafirði, og Sigurður Ágústsson, kaupmaður í Stykkishólmi. Haraldi segist svo frá: „Magnús kemur hingað frá Boston með skip sitt og áhöfn, sér- fræðinga og allan útbúnað til gull- leitarinnar. Þeir fluttu með sér borvél, vigtir, bræðsluofn, kemísk efni og annan útbúnað til að rann- saka bergið í Drápuhlíðarfjalli. Þá stofna þeir Magnús og Sigurður Hartmansfélagið til gullleitarinn- ar. Magnús útbjó rannsóknarstofu í eldhúsinu í gamla samkomuhús- inu í Stykkishólmi, […] Mikið var starfað í norðanverðu fjallinu þetta sumar, og aðallega í tveimur gilj- um fyrir ofan bæinn Drápuhlíð, sem nú er í eyði.“ Vitað er að þeir Magnús og Sig- urður fengu jákvæðar niður stöður í gullleitinni. Taldi Magnús niður- stöður sínar svo góðar að hann taldi að íslenska ríkið „gæti greitt allar sínar skuldir með námuhagn- aðinum“. Ekki fullreynt í „Gullmýrinni“ Það er því kannski við hæfi að ljúka þessari brotakenndu frásögn um gullleitarmenn fyrri tíma með því að nefna að árið 1937 stóð Helgi H. Eiríksson skólastjóri fyrir því að fenginn var kjarnabor til lands- ins til þess að gera aðra tilraun í Vatnsmýrinni. Boruð var tæp- lega 60 metra djúp hola en ekkert fannst gullið, frekar en fyrrum. Gullæð skáldsins fundin Í rúma öld hafa Íslendingar reglulega gert út vís- indamenn til að grafast fyrir um það hvort gull sé hér að finna í vinnanlegu magni. Lengi var talið að svo væri ekki en saga gullleitar á Íslandi er þó bæði litríkari og með meiri ólíkindum en margan grunar, eins og Svavar Hávarðsson komst að. Nú bendir allt til þess að menn hafi komið niður á gullæð í Þormóðsdal. ■ Gullleit var ekkert sinnt hérlendis í fimmtíu ár en hófst að nýju árið 1989. Frumkvæðið kom frá jarðfræðingum stórs námufyrirtækis sem tengdist Kísiliðjunni í Mývatnssveit og höfðu þeir áður sinnt gullleit. ■ Jarðfræðingarnir tóku sýni hérlendis og niðurstaða þeirra var að áhugavert væri að halda áfram með verkefnið. ■ Iðntæknistofnun og Kísiliðjan lögðust yfir niðurstöður þeirra. Félagið Málmís er stofnað. ■ Á þeim tíma höfðu jarðfræðingarnir Hjalti Franzson og Guðmundur Ómar Friðleifsson hugmyndir um gullleit en þeir höfðu áttað sig á tengslum jarðhitasvæða og uppsöfnun gulls í vinnanlegu magni. ■ Árið 1990 fékkst styrkur til rannsókna. Orkustofnun (ÍSOR) kom einnig að þessu verkefni. ■ Árið 1995 komu til landsins aðilar frá Kanada og Ástralíu til að vinna áfram með hugmyndina um jarðhita og gull. Hópurinn vann með Málmís, sem fékk leitarleyfi hérlendis. ■ Hópurinn samþykkti að koma með fjármagn og eignast sér- stakt félag um gullleit. Samningur er gerður við Málmís og félagið Melmi er stofnað um hugmyndina. ■ Eftir útboð á kanadíska hlutabréfamarkaðnum hófst mikil gullleit árið 1997. Tíu til tólf svæði voru könnuð og sýnum safnað. Leitin náði til Reykjaness, Þormóðsdals og nágrennis, Norðurlands eystra og Suðausturlands. Jeppar, hestar og þyrlur voru nýttar við gullleitina. Síðar voru gerðar nákvæm- ari rannsóknir, meðal annars var borað í Þormóðsdal. ■ Á sama tíma var annað félag, Suðurvík, að leita að gulli norðanlands og á Vestfjörðum. ■ Málmís átti Melmi í upphafi en fjárfestarnir áttu að eignast félagið upp að 75 prósentum með fjárfestingu sinni. Það brást hins vegar og Melmi er nú íslenskt félag að fullu. ■ Ekkert gerist þangað til 2005. Þá sýna útlendingar gullleit aftur áhuga. Málmís/Melmi varð virkt að nýju. Borað var í Þormóðsdal með nýrri tækni. Niðurstaðan var að vissulega er gull að finna í Þormóðsdal en réttlætir ekki gullnám. Kenningin um að gull safnist saman í vinnanlegu magni á jarðhitasvæðum var sönnuð. ■ Fyrirtækin Málmís/Melmi hafa staðið að gullrannsóknunum í Þormóðsdal að undanförnu. Eigendur þeirra eru Nýsköpunar- miðstöð, Ísor og atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Leitað að gulli á hestbaki og úr þyrlu– gullleit 1989-2013* Eldstöðvakerfi austan- og vestanlands og gullleit á Íslandi Gullleit á Íslandi 1905 til 1939 ■ Í Vatnsmýri í Reykjavík: Gullleit 1905-1910 og 1937. ■ Við Mógilsá í Esju: Árið 1917. ■ Miðdalur og Þormóðsdalur í Mosfellssveit: 1907 til 1925. ■ Snæfellsnes: Leit í Drápuhlíðarfjalli árið 1939. Austurland: ■ Í Borgarfirði eystri fannst vottur af gulli. ■ Björn Kristjánsson fann gull í Hvalnesskriðum. Í landi Þvottár í Álftafirði fann hann góðmálma, og að auki í jörðum Starmýrar, Hnauka og Markúsarsels. Einnig við Selá í Álftafirði. Suðausturland: ■ Rannsóknir Björns Kristjánssonar á þriðja áratugnum. Hann fann gull í skriðum í Vestrahorni og Litla-Horni. Í Hornafirði fannst gull, silfur og platína. Í Lóni fannst gull í Össurará, Reyðarárfjalli og Hrossatindi. Eðalmálma er helst að finna þar sem hiti og þrýstingur hafa með aðstoð tíma náð að skilja þá frá móðurberginu. Slíkar aðstæður er helst að finna í og við gamlar útbrunnar megineldstöðvar. Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir– basískar, ísúrar og súrar– og þar eru iðulega háhitasvæði. Kortið sýnir slíkar megineldstöðvar á Vestur- og Austurlandi og tengjast gullleit á árunum 1905 til 1939. *Byggt á heimildum frá Hallgrími Jónassyni, forstöðumanns RANNÍS, sem hefur komið beint að gullleitarverkefnum á ýmsum stigum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.