Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 47
| FÓLK | 3HELGIN
Brit-fóðrið hefur notið mikilla vinsælda síðan það kom á markað á Íslandi fyrir ári, enda er Brit gæðafóður á mjög góðu verði
fyrir bæði hunda og ketti,“ segir Magnús Gylfa-
son, eigandi Vörusels ehf., umboðsaðila Brit á
Íslandi.
„Brit-fóðrið inniheldur öll nauðsynleg bæti-
efni sem hundar og kettir þurfa til að þrífast vel.
Kjötinnihald er meðal annars hátt eða um 40
til 45 prósent, en fóðrið hefur þótt mjög ódýrt
miðað við gæði og innihald,“ útskýrir Magnús og
segir gott úrval Brit-línunnar auðvelda gæludýra-
eigendum að finna fóður sem hentar. „Reynslan
af Brit hefur verið mjög góð og er fólk almennt
sammála um að feldur dýranna sé mýkri og fal-
legri, dýrin þrífist og borði matinn vel og hægðir
dýranna séu þéttar og góðar.“
CARNILOVE – NÝJUNG FRÁ BRIT
Nýtt fóður kom nýlega á markaðinn frá Brit sem
heitir Carnilove en nafnið vísar til þess að hundar
elski kjöt. Carnilove er hágæða fóður með miklu
kjötinnihaldi og engri kornvöru. Tegundirnar eru
tvær, annars vegar fóður með 70 prósentum af
kjúklingakjöti og hins vegar með 65 prósentum af
laxi og hvítfiski.
„Hundar eru kjötætur í eðli sínu og með Carni-
love-fóðrinu er sótt til náttúrulegrar fæðuöflunar
hunda sem samanstendur af 70 prósentum af kjöti
og 30 prósentum af ávöxtum og grænmeti,“ segir
Magnús. „Kornvörur eru ekki náttúruleg fæða
fyrir hunda en í Carnilove er ekkert kornmeti svo
sem hrísgrjón eða maís, eins og annars er að finna
í flestöllu fóðri. Með Carnilove fær hundurinn
auðmeltanleg prótein sem innihalda nauðsynlegar
amínó sýrur til að næra vöðva líkamans. Náttúruleg
bætiefni koma til dæmis úr vínberjum, trönu-
berjum og granateplum sem stuðla að náttúrulegri
andoxun líkamans og styrkja ónæmiskerfið.“
HUNDAR ELSKA KJÖT
BRIT Á ÍSLANDI KYNNIR Gæðafóður á góðu verði fyrir hunda og ketti. Mikið úrval Brit-fóðurs
auðveldar gæludýraeigendum að finna það sem hentar þeirra dýri með tilliti til stærðar, aldurs og hreyfingar.
HUNDAR ELSKA
KJÖT Hundar eru í eðli
sínu kjötætur en nýja
fóðrið frá Brit, Carnilove,
samanstendur af 70
prósentum af kjöti og 30
prósentum af ávöxtum
og grænmeti.
ÞRÍFAST VEL
Magnús segir gælu-
dýraeigendur sammála
um að dýrin þrífist vel á
fóðrinu frá Brit, feldurinn
sé mýkri og fallegri og
dýrin borði matinn vel.
REYNSLAN AF BRIT
GÓÐ Magnús Gylfason
flytur inn gæludýrafóður
frá Brit.
MYND/VILHELM
BRIT-FÓÐRIÐ OG
CARNILOVE FÆST HJÁ
Gæludýr.is – Korputorgi og Smáratorgi
Garðheimum – Mjódd
Hundaheimi – Mosfellsbæ (Brit)
Stapafelli – Keflavík
Vefverslun www.petmax.is frí heimsending um allt
land.
Carnilove er nú á kynningartilboði hjá Gæludýr.
is, 12 kg poki er á 9.990 krónur og fylgir 1,5 kg poki
frítt með.
Hönnuðurinn Sunna Ósk Þorvaldsdóttir hjá SOSK design hefur
gengið til liðs við Krabbameinsfélagið og átakið Mottumars með því
að hanna og selja Mottuherðatré til styrktar átakinu. Allur ágóði af
sölu herðatrjánna rennur til Krabbameinsfélagsins. Mottuherðatrén
fást í svörtum, hvítum og rauðbrúnum lit og eru söguð úr MDF-
plötum. Stykkið kostar 4.000 kr. en framleidd voru 300 herðatré.
Fjölmörg fyrirtæki studdu smíði og framleiðslu herðatrjánna sem
gerir það að verkum að enn stærri hluti sölunnar rennur til Krabba-
meinsfélagsins. Hægt er að kaupa herðatrén hjá verslunum Dogma
á Laugavegi, í Smáralind og í Kringlunni, í versluninni Kraum í Aðal-
stræti og í verslun Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, auk þess
sem hægt er að kaupa þau í vefverslun Krabbameinsfélagsins á
www.krabb.is. Sunna Ósk er ekki eini hönnuðurinn sem er í sam-
starfi við Krabbameinsfélagið um framleiðslu herðatrjáa. Hönnunar-
neminn Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hefur einnig hannað herðatré í
tengslum við átakið en verkefnin eru þó aðskilin.
GOTT MÁLEFNI Herðatrén fást í þremur litum og kostar stykkið 4.000 kr.
MYND/ÚR EINKASAFNI
HERÐATRÉ TIL STYRKTAR
MOTTUMARS
Dong Qing Guan, eigandi Heilsu-drekans, mun í vikunni bjóða fólki að kynna sér öfluga heilsu-
ræktarstarfsemi Heilsudrekans. „Ég
ætla að gefa gestum og gangandi kost á
því í heila viku að mæta án endurgjalds
í tíma. Við byrjum í dag klukkan níu. Ég
hvet fólk til að líta við í dag og við reyn-
um að svara spurningum og aðstoðum
eftir fremsta megni,“ segir Qing.
Afar fjölbreytt starfsemi fer fram í
Heilsudrekanum sem hefur verið rekin
af Qing í Skeifunni 3j síðan 1998. „Alla
daga vikunnar er hér stundað allt frá
kungfu fyrir krakka og unglinga til leik-
fimi fyrir þá sem eru komnir vel á aldur
og allt þar á milli.“
Heilsu-qigong wuqinxi er nýjasta
leikfimin hjá Heilsudrekanum. „Hún
byggir á meira en 2.000 ára gamalli kín-
verskri lækningaraðferð frá lækninum
Huatuo. Hann sótti innblástur æfing-
anna í eiginleika ákveðinna dýra.“ Þær
byggja á leik og ímyndunarafli, teng-
ingu við náttúruna, ásamt áherslu á
öndun, og eru mjög ólíkar vestrænni
leikfimi. „Tígurinn tengist lifrarstarf-
seminni og sjóninni. Dádýrið tengist
nýrunum, styrkir bakið og hjálpar fólki
með eyrnavandamál og höfuðverki og
fleira. Björninn vinnur gegnum miltað
og magann og hjálpar til við melt-
inguna. Apinn er alltaf á iði og tengist
hjartanu sem pumpar í sífellu. Við
þurfum að læra að róa okkur niður eins
og apinn gerir. Hann vinnur með mið-
taugakerfið og kemur fólki í gott skap.
Að lokum er það fuglinn sem vinnur
með lungun. Hann teygir úr vængjum
sínum og opnar og lokar brjóstinu.“
Starfsemi heilsudrekans er hægt
að kynna sér nánar á heimasíðu hans
www.heilsudrekinn.is og á Facebook,
þar sem getur að líta myndbandsupp-
tökur af hinum ýmsu greinum sem eru
æfðar og kenndar hjá Heilsudrekanum
ásamt öðrum fróðleik.
HEILSUDREKINN BÝÐUR
ALLA VELKOMNA
HEILSUDREKINN KYNNIR Í dag hefst opin vika hjá Heilsudrekanum og margt
í boði fyrir unga sem aldna. Taichi, Heilsu-qigong, Kungfu fyrir krakka og
unglinga, hugræn teygjuleikfimi ásamt annarri fjölbreyttri starfsemi.
FRÍTT Í VIKU
„Ég ætla að gefa gestum
og gangandi kost á því
í heila viku að mæta
án endurgjalds í tíma.
Við byrjum klukkan níu
í dag og ég hvet fólk
til að mæta og kynna
sér starfsemi Heilsu-
drekans,”segir Qing.
MYND/VILLI
Sunna Ósk Þorvalds-
dóttir hefur hannað
flott herðatré.