Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 50

Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 50
FÓLK|| FÓ K | HELGIN6 Markmið greinarinnar, sem bar fyrirsögnina „Móður-mjólk getur skemmt tennur“, var fyrst og fremst að beina athygli að nauðsyn þess að huga enn betur að tannvernd ungra barna, en alls ekki að koma af stað neikvæðri umræðu um brjósta- gjöf. Því miður voru rangfærslur í greininni og skilaboðin óskýr og því hefur Embætti landlæknis tekið saman ráðleggingar um brjóstagjöf og tannvernd og hvetur til áfram- haldandi umræðu um brýnt málefni. RÁÐLEGGINGAR EMBÆTTIS LAND- LÆKNIS UM BRJÓSTAGJÖF OG TANNVERND ■ Að gefnu tilefni vill Embætti land- læknis vekja athygli á að ráðlegg- ingar embættisins um brjóstagjöf hafa ekki breyst á síðustu árum. Móðurmjólkin er besta næring sem völ er á fyrir ungbarn og brjósta- mjólk eingöngu fyrstu sex mánuðina inniheldur öll næringarefni sem barn þarf á að halda sér til vaxtar og þroska. Mælt er með að brjósta- mjólk sé hluti fæðunnar allt fyrsta árið og jafnvel lengur. Börnum á þurrmjólk má smám saman gefa stoðmjólk í staðinn frá sex mánaða aldri. ■ Í kjölfar tanntöku er æskilegt að draga úr næturgjöfum, sérstaklega hjá börnum sem nærast á þurr- mjólk úr pela, og bjóða þess í stað vatn á nóttunni. Næturgjafir eru brjóstabarni mikilvægar, sérstak- lega fyrstu sex mánuðina og jafnvel lengur. Hafa ber í huga að ef barn sofnar út frá brjóstagjöf á kvöldin er mikilvægt að bursta tennurnar vel áður. Þar sem skán getur myndast á tönnum við næturgjafir er mælt með tannburstun strax að morgni. ■ Börn sem eru komin með tennur og farin að borða kolvetni á daginn fá skán á tannyfirborð sem getur valdið tannskemmdum. Frá því fyrsta tönn er sýnileg þarf að bursta tennur tvisvar á dag með 0,1% flú- ortannkremi. Magn tannkrems sam- svarar ¼ af nögl litlafingurs barns yngra en 3 ára. ■ Ekki er ráðlagt að gefa barni ávaxtasafa eða sætt te í pela, hvorki á nóttu né degi, því sykur skemmir tennurnar og ávaxtasýra eyðir tann- glerungi. Gott er að venja 6 mánaða börn við stútkönnu og 12-18 mán- aða börn af pela. ■ Brjóstamjólk hefur ekki gler- ungseyðandi áhrif og inniheldur efnasambönd sem geta dregið úr virkni baktería. Hafa ber í huga að munnvatnsframleiðsla er í lágmarki að nóttu til sem eykur hættu á tann- skemmdum ef aðgát er ekki höfð í tannhirðu. Geir Gunnlaugsson, landlæknir Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í TANNHIRÐU MÓÐURMJÓLK OG TANNVERND Fyrr í vikunni birtist umdeild grein um mögulegar tannskemmdir af völdum móðurmjólkur á heilsusíðum Fólks. Í kjölfarið vill Embætti landlæknis koma á framfæri tímabærum ráðleggingum til foreldra ung- og smábarna. BRJÓSTAGJÖF Embætti landlæknis mælir með brjóstagjöf til allt að tveggja ára aldurs eða lengur. Nú hefur embættið sent frá sér mikilvægar ráðleggingar um mikilvægi góðrar tannhirðu ung- og smá- barna sem eru á brjósti. NORDICPHOTOS/GETTY Peningar eru af skornum skammti hjá mörgum þessa dagana. Því er ekki amalegt að nýta sér þá ókeypis skemmtun sem er í boði enda síst síðri en sú dýra. Ferð á bókasafnið er skemmtileg. Þar má setjast niður og lesa sam- an bækur. Um helgar eru oft í boði ýmis námskeið fyrir börn. Hinir fullorðnu geta gluggað í bækur á meðan eða tekið þátt. Það að lesa saman, spila spil, föndra, fara í fjöruferð og fleira eru þær stundir sem skeyta engu um upphæðir og byggja eingöngu á samveru. Leikhúsferðir eru skemmtilegar en kosta skildinginn. Þannig kostar 15 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu. Sama fjölskylda borgar 22 þúsund krón- ur á Mary Poppins í Borgarleikhúsinu. Þeir sem ekki eiga slíkar fjárhæðir geta gert ýmislegt annað og ódýrara. Sundferð og íspinni að henni lokinni fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostar á bilinu 1.500-2.000 krónur, eftir aldri barna. Miði í bíó á fjölskyldutilboði kostar 590 krónur á mann. Bátsferð út í Viðey kostar á bilinu tvö til þrjú þúsund krónur. Eitt er víst að upphæðin sem borguð er fyrir afþreyingu endur- speglar ekki gæði tímans sem er varið saman. HVAÐ KOSTAR AFÞREYING? Lítill vandi er að finna dýra afþreyingu til að eyða tímanum í. Verð er þó ekki ávallt ávísun á góðar stundir og ódýr afþreying oft vænni kostur. GAMAN SAMAN Samverustundir fjölskyldunnar eru dýrmætar. NORDICPHOTOS/GETTY HAFNARFIRÐI Laugardagskvöld 2. mars Byrjar kl. 23.00 Frítt inn • Bjór á tilboði • Mætið snemma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.