Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 57
| ATVINNA |
Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála,
lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis, hvalveiða o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framan-
greinda málaflokka. Nánari upplýsingar má finna á www.fiskistofa.is.
Fiskistofa óskar að ráða veiðieftirlitsmenn í starfsstöðvar sínar á Akureyri, á Höfn
og í Stykkishólm. Um eina stöðu er að ræða á hverri starfsstöð.
Starf veiðieftirlitsmanns felst í eftirliti til sjós og lands. Eftirlit á sjó felst m.a.
í lengdarmælingum á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirliti með
aflasamsetningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast
veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi
við veiðar og afla um borð. Eftirlitsstörf í landi fela m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun
og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla
og eftirlit með færslu og skilum afladagbóka. Starfið felur einnig í sér skrifstofustörf s.s.
skýrsluvinnu þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í
aflaskráningarkerfi Fiskistofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma.
Leitað er að kraftmiklum einstaklingum sem hafa haldgóða reynslu af störfum í
sjávarútvegi. Góð íslensku- og tölvukunnátta er áskilin. Störfin krefjast þess að
umsækjendur séu sjálfstæðir, faglegir og nákvæmir í vinnubrögðum, séu ákveðnir en
sanngjarnir og háttvísir og búi yfir færni í mannlegum samskiptum. Skipstjórnarréttindi
eru æskileg.
Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um störfin veita Sævar Guðmundsson, deildarstjóri veiðieftirlits í
síma 4782010 og Þórhallur Ottesen deildarstjóri veiðieftirlits í síma 5697932.
Umsóknir er hafa að geyma haldgóðar upplýsingar um menntun, fyrri störf,
meðmælendur og annað sem máli kann að skipta sendist á netfangið ingath@fiskistofa.
is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar „Veiðieftirlitsmaður
Akureyri“, „Veiðieftirlitsmaður Höfn“ eða „Veiðieftirlitsmaður Stykkishólmi“.
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2013.
Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeigandi stéttarfélag. Samkvæmt
jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur hvattar til að sækja um jafnt sem karlar.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglu nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru
samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Veiðieftirlitsmenn óskast á starfsstöðvar Fiskistofu á Akureyri, á Höfn
og í Stykkishólm
Valitor er traust og alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem er stöðugt að skapa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini sína. Gildin okkar, forysta,
frumkvæði, traust og samvinna, knýja samhentan og metnaðarfullan starfshóp áfram í stöðugri viðleitni til að bæta þjónustuna.
Umsóknarfrestur er til og með 10. mars nk. Upplýsingar veitir Kristín Guðmundsdóttir kristin@hagvangur.is eða í síma 520 4700
Starfssvið
// Sala á greiðslulausnum Valitor
// Umsjón með stærri viðskiptavinum
// Samskipti og samningagerð
// Endurgjöf til sölustjóra og þátttaka í skipulagningu á sölu- og
markaðsmálum innan sviðsins
Menntun og hæfniskröfur
// Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
// Farsæl reynsla af sölu er skilyrði
// Hæfni í mannlegum samskiptum
// Frumkvæði og drifkraftur
// Skipulögð og öguð vinnubrögð
BÝR Í ÞÉR ELDMÓÐUR?
Valitor óskar eftir að ráða viðskiptastjóra á Fyrirtækjasviði
LAUGARDAGUR 2. mars 2013 7