Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 90

Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 90
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 58 „Ég vil heldur barninginn í nátt- úrunni“ nefnist erindi Hrafnhildar Schram listfræðings á málþingi sem haldið verður í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg á morgun. Hrafnhildur kveðst vitna þar í viðtal við listakon- una. „Júlíana bjó í Danmörku en var frá Vestmannaeyjum og fór þangað oft þegar hún kom til landsins. Það má segja að hún hafi samsamað sig Vestmannaeyjum og umhverfinu þar á mjög persónulegan hátt. Myndaflokk- ur hennar þaðan fjallar um meira en þann ytri veruleika sem augað grein- ir, hann fjallar líka um hugarástand listamannsins. Hún segir einmitt í áðurnefndu viðtali að það séu ekki bara klettar og fjöll sem hún leitist við að sýna heldur líka barningur hafsins, hin eilífa hreyfing og lífið sjálft sem í því speglist. Hún sýndi barninginn í náttúrunni, kannski vegna þess að hún þurfti sjálf að heyja baráttu. En hún átti flottan feril.“ Í fréttatilkynningu frá Listasafni Íslands kemur fram að Júlíana hélt í nám til Kaupmannahafnar árið 1909 en áður hafði hún sótt myndlistarnám til Þórarins B. Þorlákssonar listmál- ara. Eftir undirbúningsnám var hún í fimm ár í Konunglega danska listahá- skólanum og útskrifaðist þaðan árið 1917. Hún hélt sína fyrstu einkasýn- ingu árið 1918 í Kaupmannahöfn og tók virkan þátt í sýningum þar ytra næstu árin. Yfirleitt tók hún þátt í einni eða tveimur samsýningum listamanna árlega bæði hér heima og ytra, það sem eftir var ævinnar, sam- tals rúmlega hundrað samsýningum og ellefu sérsýningum á Íslandi og í Danmörku. Samhliða málverkinu fékkst Júlíana við vefnað. Hún notaði jafnan íslenska ull sem hún hafði litað með íslenskum jurtalitum. Myndteppin voru abstrakt, byggð á samspili lita og forma á tví- víðum fleti en málverkin vísuðu til hlutveruleikans þar sem viðfangs- efnið var landslag, uppstillingar og mannamyndir. Myndvefnaðinn sýndi Júlíana samhliða málverkunum og hlaut margvíslega viðurkenningu fyrir hann. Málþingið er haldið að frumkvæði erfingja listakonunnar og er sam- starfsverkefni þeirra og Listasafns Íslands. Hún átti fl ottan feril Málþing um Júlíönu Sveinsdóttur listmálara (1889-1966) verður haldið á morgun, sunnu- daginn 3. mars, milli klukkan 14 og 16 í Listasafni Íslands undir yfi rskrift inni Bakland og brautargengi. Það er öllum opið endurgjaldslaust. UPPSTILLING Verk eftir Júlíönu Sveinsdóttur. HRAFNHILDUR SCHRAM „Júlíana þurfti sjálf að heyja baráttu,“ segir hún. Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var vígð þennan dag árið 1957 eftir að hafa verið sjö ár í byggingu. Hún stendur við Barónsstíg, en önnur álman af tveimur teygir sig niður með Egilsgötu. Húsið teiknuðu arkitektarnir Einar Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson og þykir sérstakt hús út frá sjónarhóli byggingarlistar. Einnig á hún merka sögu þar sem hún var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Upphaflega voru þrjár deildir í álmunni sem veit að Barónsstíg. Í einni þeirra var haft eftirlit með börnum, önnur deild hafði eftirlit með barnshafandi konum og ein deild var fyrir kynsjúkdómalækni. Í álmunni sem veit að Egilsgötu voru berklavarnir og þar var einnig röntgen-rann- sóknarstofa. Á neðstu hæð aðalbyggingarinnar var slysavarð- stofa. Á tveimur efstu hæðunum var heilsuvernd og einnig pláss fyrir 50 til 60 sjúkrarúm. ÞETTA GERÐIST 2. MARS 1957 Heilsuverndarstöðin var vígð Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir dagskrá og kynn- ingu á Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í tilefni af því að í ár eru 120 ár frá fæðingu hans. Ýmsir koma að dagskránni en þar verður sjónum beint að ýmsu sem einkenndi lífshlaup Ásmundar. Dag- skráin er í umsjón Þorgríms Gests- sonar rithöfundar í samstarfi við Ásmundarsafn. Á morgun klukkan 14 flytur Þorgrímur Gestsson fyrirlestur sem hann nefnir „Hver var þessi Ásmund- ur?“ þar sem hann skoðar feril lista- mannsins og leitast við að draga upp mynd af honum og verkum hans. Dagskráin mun halda áfram fram í júní og verða fluttir ýmsir áhuga- verðir fyrirlestrar um Ásmund og verk hans. Á sunnu- daginn kemur mun til dæmis Pétur Ármannsson arkitekt fjalla um þau hús við Freyjugötu og Sigtún sem Ásmundur reisti að mestu með eigin höndum og bera hagleik og dugnaði hans vitni. Hver var hann þessi Ásmundur? Dagskrá í tilefni af 120 ára fæðingarafmæli Ásmundar Sveinssonar á vegum Listasafns Íslands býður upp á fróðleik um líf og verk myndhöggvarans. ÞORGRÍMUR GESTS- SON Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR JAKOB HELGASON fyrrv. verkstjóri, Kelduhvammi 22, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 27. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Ólafía Erlingsdóttir Haukur Eiríksson Brynja Björk Kristjánsdóttir Helgi Eiríksson Berglind Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR GUÐMUNDSSON frá Djúpavogi, áður til heimilis að Hjallabrekku 15, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk, 22. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. mars kl. 13.00. Guðný Erna Sigurjónsdóttir Ragnheiður S. Hjartardóttir Þorgeir Helgason Sigurjón Hjartarson Kristín Sigurðardóttir Guðbjörg Lilja Hjartardóttir Þórður Þórkelsson Bylgja Hjartardóttir Hans J. Gunnarsson Kristín Hjartardóttir Sigbjörn Þór Óskarsson Guðmundur Hjartarson Júlíana Hansdóttir Aspelund Bjarni Þór Hjartarson Aðalheiður Una Narfadóttir Hjörtur Arnar Hjartarson Lenka Zimmermannová barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA H. HANSEN Brunnstíg 3, Hafnarfirði, lést á líknardeildinni í Kópavogi föstudaginn 22. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 7. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Minningarsjóð líknardeildarinnar í Kópavogi njóta þess, kt. 170235 4369, banki 545 - 14 - 404240. Sigurgunnar H. Óskarsson Pétur H. Sigurgunnarsson Soffía Hjördís Guðjónsdóttir Gíslína G. Sigurgunnarsdóttir Magdalena Ósk Sigurgunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR RÓSA JÓSEPSDÓTTIR Fjarðarhorni, Hrútafirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 28. febrúar. Sigurður Geirsson Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir Þorbjörg Helga Sigurðardóttir Helgi Pétur Magnússon Elísabeth Inga Ingimarsdóttir Andrés Smári Magnússon Rebekka María Jóhannesdóttir Kristján Magnússon Þórdís Sif Sigurðardóttir Gunnlaugur I. Gretarsson Jósep Magnússon Ragnheiður Eyþórsdóttir Þorvaldur Geir Sigurðsson Stefanía Anna Þórðardóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON framreiðslumaður, Stórhjalla 29, lést á Borgarspítalanum 25. febrúar. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 7. mars klukkan 13. Guðborg Kristín Olgeirsdóttir Brynjólfur Sigurðsson Jóhanna Selma Sigurðardóttir og afabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR ARNÓRSDÓTTIR píanókennari, andaðist laugardaginn 23. febrúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. mars kl. 15. Það væri í anda Unnar að Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum, og Barnaspítali Hringsins fengju að njóta minningar hennar. Leifur Bárðarson Vilborg Ingólfsdóttir Finnur Bárðarson Iréne Jensen Margrét María Leifsdóttir Guðmundur Pálsson Diljá Helga, Máni, María og Snorri Inga María Leifsdóttir Kristbjörn Helgason Júlía Helga, Jakob Leifur og óskírður Kristbjarnarson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.