Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 102
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 Halla Bára Gestsdóttir Gunnar Sverrisson homeanddelicious.com 1. Súkkulaðikaka klædd sælgæti Hér skal velja uppáhaldsuppskriftina sína af brúnum botnum og góðu kremi og ég mæli með djöflatertunni sem hefur birst áður frá okkur hér í blaðinu. Bakið þrjá eða fjóra botna svo kakan nái hæstu hæðum. Smyrjið hana gæðasúkkulaðikremi, klæðið í Kit Kat og Smarties og skreytið fallega. Skraut Kit Kat, magn eftir stærð botna Smarties, magn eftir stærð botna Borðar, fjaðrir, kerti og annað skraut Smyrjið bota með kremi. Hér er flott að hafa kökuna jafn þykka og lengdin er á Kit Katinu. Smyrjið kökuna að utan og að ofan. Raðið Kit Katinu upp á rönd á brúnir kökunnar, hafið tvær lengjur saman. Lokið hringnum og stráið Smartiesi yfir hana svo ekki sjáist í kremið. Skreytið kökuna með borða og öðru glæsilegu. 2. Súkkulaðileyndó Öðruvísi skreyting á köku sem vekur undrun barnanna. Hvítur súkkulaði- hjálmur hvílir á góðum botni og undir hjálminum leynist fjársjóður. Hjálminn þarf að brjóta til að komast að því hvað er undir honum! Hjálmur Olía, Isio eða repjuolía 500 g hvítt súkkulaði, brætt Notið skál sem er tæplega 4 lítra. Smyrjið létt yfir hana með olíu og setjið í frysti í klukkutíma. Takið úr frystinum og smyrjið hvíta súkkulaðið jafnt og þétt ofan í smurða skálina. Reynið að hafa þetta ekki voða þykkt þá er erfitt að brjóta hjálminn. Setjið aftur í frysti í klukku- tíma eða þar til súkkulaðið er orðið hart. Takið úr frystinum, setjið skálina á hvolf og þekið hana að utan með heitu viskastykki. Þá losnar um súkku- laðið og hægt er að renna hjálminum til svo hann losni frá skálinni. Geymið á köldum stað þar til hjálmurinn er settur á kökuna. Botn Sjá uppskrift að marmaramúffum hér á eftir, sleppið kakói Hvítt súkkulaði, skorið í bita Krem Sjá uppskrift að marmaramúffum hér á eftir Rauður matarlitur Sælgæti að vild Þegar deigið hefur verið útbúið í botn- inn er matarliturinn settur saman við, dreypt út í dropa fyrir dropa þar til rétti liturinn næst. Hrærið súkkulaðið rólega út í deigið. Hellið í hringlaga form og bakið við 160 gráður í 25-30 mínútur. Ath. að bökunartími fer eftir stærð formsins sem kakan er í. Alltaf þarf að fylgjast vel með kökunni í ofninum. Gætið að því að baka hana ekki mikið. Hún er betri vel mjúk. Kælið botninn. Setjið botninn á kökudisk. Smyrjið hann með smjörkremi. Leggið sælgæti til á miðju kökunnar, í dágóðan stafla, og setjið hjálminn yfir allt saman. Skreytið kökuna að eigin vali og berið fram. 3. Marmaramúffur með tvenns konar kremi Góður grunnur að múffudeigi sem má lita með matarlit og kakói. Hér er það hvítt, rautt og brúnt hrært saman í marmaramúffu með smjörkremi eða sykurpúðakremi. Nokkrar hugmyndir að skreytingum fylgja. Um að gera að leyfa börnunum sjálfum að sjá um þær. Kökur 125 g mjúkt smjör 165 g flórsykur 1 tsk. vanilludropar 2 egg 185 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 125 ml mjólk ½ msk. kakó Rauður matarlitur Múffuform Hitið ofn í 160 gráður. Hrærið saman smjör, sykur og vanilludropa þar til létt og ljóst. Setjið eggin saman við og hrærið áfram þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið þurrefnum, fyrir utan kakóið, og mjólk í deigið og hrærið vel. Skiptið deiginu í þrjár skálar; ein er með venjulegu og ljósu deigi, ein fær nokkra dropa af rauðum matarlit út í sitt og ein fær kakó í sitt. Hrærið drop- ana vel saman við deigið með skeið eða litlum sósuþeytara. Hrærið kakóið sömuleiðis vel saman við deigið. Setjið kúfaða teskeið af hverju deigi fyrir sig í hvert form. Hrærið varlega og mjög lítið saman með litlum gaffli, svo komi marmaramunstur í múff- urnar. Bakið í 20-25 mínútur en fylgist vel með bökuninni. Smjörkrem 250 g mjúkt smjör 320 g flórsykur 2 msk. rjómi eða nýmjólk 1 tsk. vanilludropar Matarlitur Hrærið smjörið til í 5 mínútur áður en sykur, vanilla og rjómi fer saman við. Hrærið þar til kremið er mjúkt og kekkjalaust. Setjið nokkra dropa af matarlit saman við, setjið einn dropa í einu þar til rétti liturinn fæst. Sykurpúðakrem 150 g sykurpúðar 1 tsk. vatn Setjið púðana og vatnið í skál sem má fara inn í örbylgjuofn. Stillið á 20 sek. Takið úr ofninum og hrærið saman svo úr verði krem. Best er að vera fljótur að smyrja kremið á kökurnar því þegar það kólnar stífnar það mjög mikið. Þá er gott að skreyta þær strax að vild. Þetta krem er einnig sniðugt að nota á milli smákaka og gera úr samlokukökur. Skreytið að vild en af myndunum má fá hugmyndir að ýkt miklu skrauti! 4. Ítölsk brauðterta Brauðterta í þessum anda finnst víða á Ítalíu þegar kemur að s.k. „aperi- tivo“, smáréttum sem Ítalir sækja í á börum og veitingahúsum og fá sér drykk með fyrir mat. Hægt er að bera tertuna heila fram eða skera hana í teninga, stinga tannstöngli í gegn og hafa sem snittur. Brauðtertubrauð, 4 sneiðar Létt-majónes, sýrður rjómi eða rjómaostur Túnfiskur, látið renna vel af honum Salat, klettasalat Hráskinka Tómatar Mozzarellaostur Basilíka Smyrjið brauðið með létt-majónesi, sýrðum rjóma eða rjómaosti. Ekki spara smurninguna. Setjið tún- fisk á fyrstu hæðina. Leggið aðra hæðina yfir. Leggið hráskinku á hana og klettasalat. Þriðju hæðina yfir. Tómata, mosarella og basilíku á hana og fjórðu hæðina yfir. Smyrjið tertuna að utan og skreytið fallega. Afmælisveisla fyrir börnin Hér eru skemmtilegar og aðeins öðruvísi hugmyndir í barnaafmæli. Hefðbundið sætmeti borið fram á spennandi hátt svo afmælisborðið verði áhugavert og fái börnin til að setjast, njóta og gapa af undrun. Að sjálfsögðu þarf eitthvað að vera með fyrir fullorðna og þar er einstök, ítölsk brauðterta á ferðinni. 1 2 3 4 Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4.-11. ágúst 2013. Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna sig og selja vörur og þjónustu meðan á mótinu stendur. Þetta er í fyrsta sinn sem heimsmeistaramótið er haldið í stórborg. Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins um heim allan. Nítján þjóðir hafa keppnisrétt á mótinu og má búast við allt að 20.000 gestum þá sjö daga sem það stendur yfir. Gert er ráð fyrir stóru sölu- og sýningarsvæði þar sem fyrirtæki, tengd hesta- mennsku eða úr öðrum greinum, geta kynnt og boðið vörur sína og þjónustu til sölu. Íslandsstofa hefur tekið frá 300 fm. sölutjald á sýningarsvæðinu. Ef þú hefur áhuga á að taka frá sölubás til að kynna eða selja vöru eða þjónustu, hafðu þá samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is, Aðalstein H. Sverrisson, adalsteinn@islandsstofa.is eða hringdu í síma 511 4000 fyrir 15. mars nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.