Fréttablaðið - 05.03.2013, Síða 1

Fréttablaðið - 05.03.2013, Síða 1
KÖNNUN Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er mjög eða frek- ar andvígur því að áfengiskaupa- aldur verði lækkaður úr tuttugu árum í átján, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ein- ungis rúm 28 prósent segjast mjög eða frekar hlynnt því að áfengis- kaupaaldurinn verði lækkaður og 15,5 prósent eru hlutlaus. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins ályktaði um það að lækka skyldi áfengiskaupaaldur í átján ár, en engu að síður er 51 prósent fylgis- manna flokksins andvígt því sam- kvæmt könnuninni og ekki nema rúm 37 prósent hlynnt því. Fylgisfólk annarra stjórnmála- flokka er enn ólíklegra til að styðja hugmyndina. Minnstur mælist stuðningurinn hjá fylgismönnum Vinstri grænna en næstminnstur hjá stuðningsfólki Bjartrar fram- tíðar. Þeir sem segjast munu kjósa Framsóknarflokkinn eru næst- jákvæðastir á eftir stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Í miðið sitja svo fylgismenn Sam- fylkingarinnar. Þjóðin klofnar í jafnstóra hópa í afstöðunni til þess hvort leyfa skuli sölu áfengis í matvöruverslunum. 45,9 prósent eru því andvíg en 45,2 prósent hlynnt. - bj, sh / sjá síðu 8 FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 12 Á Booztbarnum er gríðarlegt úrval alls kyns heilsudrykkja. „Við bjóðum mikið úrval skyr-, soja- og rísmjólkurdrykkja, ávaxta- og grænmetissafa. Í einum drykk er mikiðmagn af ávöxtum og „Grænir drykkir eru í miklu upp-áhaldi hjá viðskiptavinum okkar. Grænn detox-safi og grænn ofursafi sem meðal annars inniheldur nýpre ðli BAKAÐIR KIRSUBERJATÓMATAR Kirsuberjatómatar eru afar hollir og þá er hægt að mat- reiða á ýmsan hátt. Gott er að hægelda þá í ofni við 150 °C í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Setjið tómatana í eldfasta skál, ásamt pressuðum hvítlauk, smá salti, fersku timíani og olíu. Ljúffengt meðlæti. FLOTTIR DRYKKIR Hægt er að velja um margar tegundir af unð l ÆVINTÝRALEGA GÓÐIRBOOZTBAR KYNNIR Booztbarinn sem er við N1 í Borgartúni 39 heldur upp á tíu ára afmæli á þessu ári. Mikil áhersla er lögð á gæðahráefni í öllum skyr- og heilsudrykkjum og stöðugt boðið upp á nýjungar. 12 ÁRAVELGENGNI Á ÍSLANDI 2 fyrir1 LAGERSALA Ótrúleg tilboð í gangi Ódýrari flíkin fylgir frítt með BÍLARÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2013 Tata Motors, eigandi bæði Jagu-ar- og Land Rover fyrirtækisins hugleiðir nú að flytja hluta fram- leiðslu þessara lúxusbíla til heima- landsins Indlands. Mikil eftirspurn eftir bílum merkjanna í Kína og á Ind- landi hvetur Tata til þessa og að auki myndi fyrirtækið komast hjá háum innflutningstollum á lúxusbílum. Á Indlandi eru nú 75% innflutnings tollar á erlendum lúxusbílum og til stend- ur að hækka þá brátt í 100%. Það væri því gott að geta sneitt hjá slíkum ofur- tollum fyrir söluna þar. Salan í Kína og Indlandi var 22,3% af heildarsölu Jaguar/Land Rover í desember síðast- liðnum. Fyrst Jaguar XF og Land Rover Freelander Fyrstu bílarnir sem horft er til að fram- leiða í Indlandi eru Jaguar XF og Land Rover Freelander og síðan kæmi lík- lega að Range Rover Evoque. Jagu- ar/Land Rover ætla einnig að reisa verksmiðju í Kína í samstarfi við kín- verska bílaframleiðand Ch framleiðendunum þýsku, BMW, Benz og Audi, auk Volkswagen í framleiðslu bíla í Indlandi, en búist er við því að markaðurinn fyrir lúxusbíla þar muni sexfaldast til ársins 2020. Miklar fjárfestingar og hætt við neikvæðu fjárstreymi Framleiðsla Jaguar og Land Rover í Bretlandi er keyrð í botni til að hafa við eftirspurninni um allan heim og viðbótarframleiðsla á Indlandi og Kína mun líklega ekki verða til þess að störf tapist þar, svo mikil er eftir- spurnin um allan heim. Starfsmenn Jaguar/Land Rover í Bretlandi eru 24.000 talsins. Fyrirtækið er einnig að íhuga verksmiðju í Sádi-Arabíu, en framleiðslan í henni á að hefjast árið 2017. Svo miklar eru fjárfestingar Jagu- ar/Land Rover í nýjum samsetningar- verksmiðjum að hætt er við neikvæðu fjárstrey i hjá fyrirtækinu í ár þrátt fyrir gríðarlega góða sölu og hefur fyrir tækið tilkynnt um þá líklegu stað- reynd. Land Rover ætlar að frumsýna Framleiðsla að hluta til Indlands Nýr bíll Kia í Genf Þennan nýja bíl kynnir Kia á bílasýningunni í Genf í dag. Ekki er frá því að hann líkist bæði Mini og Citroën DS3, enda settur til höfuðs þeim. Verður 201 hestöfl og með DSG-skiptingu. 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 5. mars 2013 54. tölublað 13. árgangur Ákærður fyrir landráð Efri deild tékkneska þingsins hefur samþykkt að forseti landsins, Vaclav Klaus, verði ákærður fyrir landráð. Ástæða ákærunnar er að Klaus veitti sex þúsund föngum sakaruppgjöf í byrjun ársins. 6 Tók upp rósakál Arnar Tómasson gæddi sér á nýuppteknu rósakáli um helgina. Kálið hafði lifað frá því síðasta sumar. 2 Styttist í slys Formaður Rafiðn- aðarsambandsins segir rafkerfið á Vallarsvæðinu á Miðnesheiði stór- hættulegt og gagnrýnir seinagang við framkvæmdir þar. 10 SPORT Knattspyrnukonan Katrín Jónsdóttir fer á sitt níunda Algarve- mót frá upphafi. 26 www.vertuáverði.is www.kaupumgull.is Græddu á gulli Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 Kringlunni 3. hæð mán. þri. mið. frá kl. 11.00 til 18.00 MENNING Jóhannes Haukur Jóhannes son leikstýrir nýjum heimildar þáttum um Ladda. 30 SKOÐUN Erlendir kröfuhafar mega ekki ráða ferðinni, skrifar Heiðar Már Guðjónsson. 16 MENNING „Þetta var í annað sinn sem við héldum hraðstefnumót og þau virðast ætla að verða mjög vinsæl,“ segir Gerður Huld Arin- bjarnardóttir, sem rekur fyrir- tækið Sam- bandsmiðlun. Fyrirtækið aðstoðar ein- staklinga í makaleit og skipuleggur uppá komur á borð við hrað- stefnumót, hóp- stefnumót og fyrirlestra. Stefnumótin fara fram á þann hátt að pörin fá fimm mínútur til þess að kynn- ast áður en bjöllu er hringt og hefst þá næsta stefnumót. „Fólk merkir síðan við á blað hvort það hafi áhuga á að hitta einstakling- inn aftur og skilar blöðunum svo til okkar. Ef sömu tveir einstak- lingar hafa merkt hvor við annan komum við þeim í samband,“ útskýrir Gerður Huld. - sm / sjá síðu 30 Hraðstefnumót vinsæl: Áttatíu reyndu að komast að Bolungarvík -8° NA 17 Akureyri -8° NA 10 Egilsstaðir -6° A 8 Kirkjubæjarkl. -6° NA 13 Reykjavík -6° NA 14 VONSKUVEÐUR Í dag verða víða norðaustan 10-23 m/s, hvassast NV- og V-lands. Snjókoma víða norðan til en úrkomulítið syðra. Frost 0-10 stig. 4 BLÓÐGJÖF Átakinu Brettum upp ermar– gefum blóð var ýtt úr vör í gær. Það er Blóðbankinn, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, sem stendur fyrir átakinu. Samstarfinu er ætlað að fjölga blóðgjöfum sem koma reglubundið í Blóðbankann. Bankinn þarf að fá um 2.000 nýja blóðgjafa á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum, sem er um 9.000 manns sem gefa blóð um 14.000 sinnum á ári. Við upphaf átaksins kom Blóðbankabíllinn í gær að höfuðstöðvum Marels, þar sem starfsmenn gáfu blóð í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 56,3% eru andvíg því að lækka áfengis- kaupaaldur. 28,2% eru hlynnt því að lækka áfengis- kaupaaldur. Minnihluti vill að 18 ára geti keypt áfengi Meirihluti landsmanna er á móti því að áfengiskaupaaldur verði lækkaður í 18 ár. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru ósammála landsfundarályktun flokksins. STJÓRNMÁL Þingflokkur Hreyfingarinnar mun að óbreyttu leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkis stjórninni á miðvikudag. Ástæðan er stjórnarskrármálið, sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði um helgina að væri útilokað að klára í núverandi mynd fyrir þinglok. Hann hefur talað fyrir því að valdir þættir frumvarpsins, til dæmis um auðlindamál og þjóðaratkvæðagreiðslur, verði klofnir út og kláraðir fyrir þinglok. Öðru verði frestað til næsta þings. „Málið er tilbúið í heild sinni, algerlega klárað og til sem heildstætt plagg. Allt annað er bara undan- sláttur og bara della að láta sér detta það í hug að búta málið niður. Það er algjör óþarfi,“ sagði Þór Saari, Hreyfingunni, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Forystumenn stjórnmálaflokkanna munu funda um málið í dag og freista þess að ná lendingu. Þór hefur sagt að verði niðurstaðan sú að fresta ein- hverjum hlutum frumvarpsins verði vantrausts- tillaga lögð fram á miðvikudag. Hann lagði slíka til- lögu fram 22. febrúar en dró hana til baka, meðal annars vegna formgalla. - sh / sjá síðu 4 Hreyfingin leggur fram vantraust á ríkisstjórnina ef stjórnarskrármál frestast: Önnur vantrauststillaga á leiðinni VIÐSKIPTI Fleiri konur fylla nú hóp ríkustu einstaklinga heims en nokkru sinni fyrr. Af þeim 1.426 einstaklingum sem er að finna á lista Forbes-tímaritsins eru 138 konur, en þær voru 104 í fyrra sem var met. Ríkasta kona heims er Liliane Bettencourt, hinn aldni erfingi að 30 prósenta hlut í snyrtivörurisanum L‘Oreal. Hún er í níunda sæti listans, en eignir hennar eru metnar á 30 milljarða Bandaríkjadala. Eins og síðustu fjögur skipti er Mexíkóinn Carlos Slim, eigandi fjarskiptafyrirtækisins America Movil, í efsta sæti listans, en eignir hans eru metnar á 73 milljarða dala. Bill Gates, stofn- andi tölvurisans Microsoft, er í öðru sæti með eignir metnar á 67 milljarða dala. - shá 138 konur af 1.426 ríkustu: Konum fjölgar í hópi þeirra ríku GERÐUR HULD ARINBJARNAR- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.