Fréttablaðið - 05.03.2013, Page 12
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðar-
mannaflokks Íslands sætir árásum frá fólki
sem segir hann hafa eyðilagt stjórnarskrár-
málið. Komið í veg fyrir að ný heildstæð
stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosn-
ingar. Það er mikill misskilningur. Það er
ekki á valdi Árna Páls. Stjórnarandstöðunni
er í lófa lagið að drepa málið með málþófi
þessa sjö þingfundadaga sem eftir eru og
jafnvel þótt þingið yrði framlengt. Að ekki
sé minnst á þá staðreynd að margir tugir
mála frá ríkisstjórninni bíða afgreiðslu inni
í þinginu. Málið er því miður fallið á tíma,
þrátt fyrir besta ásetning þeirra sem fara
fyrir því á Alþingi, einlægan vilja og harð-
fylgni þeirra Valgerðar Bjarnadóttur, Álf-
heiðar Ingadóttur og Lúðvíks Geirssonar,
sem ber að þakka.
Árni Páll er að höggva á hnút sem mér var
löngu ljóst að yrði að gera.
Meiri umræðu þörf
Auk þess má benda á, að tillögur Stjórn-
lagaráðs, nú stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis, sem eru um margt merki-
legar og framfarasinnaðar, þarf einfaldlega
að ræða betur. Hugsa þær til enda með
okkar færasta fólki og ná sem víðtækastri
sátt. Mikið er af nýmælum, jafnvel án for-
dæma sem eðlilegt er að lengri og almenn-
ari umræða verði um. Fyrir þessu talaði ég
ítrekað í stjórn og þingflokki Samfylkingar-
innar og hvatti til þess sama og Árni Páll
leggur nú til.
Stjórnarskráin er ekki eins og hvert
annað ríkisstjórnarmeirihlutamál.
Stjórnar skráin er sáttmáli sem við sem
þjóð gerum hvert við annað. Þann sáttmála
á ekki að keyra í gegnum Alþingi með tæp-
asta meirihluta og án góðs tíma til umræðu
og umhugsunar.
Það þarf hugrekki til að taka af skarið í
svona stórum og umdeildum málum. Hug-
rekki til að horfast í augu við að tíminn er
einfaldlega ekki nægur og sáttin ekki nógu
víðtæk. Kjósendur Samfylkingarinnar og
um helmingur þjóðarinnar samkvæmt
nýrri skoðanakönnun, vilja breyta stjórnar-
skránni fyrir kosningar. En kjósendur
hljóta líka að vilja að við vöndum okkur og
freistum þess að ná í þessu grundvallarmáli
sem víðtækastri sátt. Náist sú sátt ekki eru
hvort sem er nær engar líkur á að málið
verði samþykkt á næsta Alþingi eins og
Stjórnarskráin áskilur.
Raunsæi Árna Páls
STJÓRNARSKRÁ
Margrét S.
Björnsdóttir
félagi í Samfylk-
ingunni
➜ Náist sú sátt ekki eru hvort sem
er nær engar líkur á að málið verði
samþykkt á næsta Alþingi eins og
Stjórnarskráin áskilur.
15.
MARS
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í BAKKALÁR-
OG MEISTARANÁM TIL
U
mmæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylk-
ingarinnar, um að stjórnarskrármálið verði ekki
klárað í heild á þeim skamma tíma sem eftir er af
núverandi þingi bera vott um raunsæi. Árni hefur
vikið frá þeirri stefnu sem forveri hans Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði; að keyra málið í gegn
hvað sem það kostaði.
Það er tímabært að horfast
í augu við þann raunveruleika
að það markmið endurskoðunar
stjórnarskrárinnar að skýra
stjórnskipunina og laga ákvæði
stjórnarskrár að raunveruleik-
anum hefur ekki náðst. Þrátt
fyrir að tekið hafi verið tillit til
ýmissa athugasemda við óskýr-
leika stjórnarskrárfrumvarpsins og skort á „álagsprófunum“
ákvæða þess er enn óvissa um hvað hin nýja stjórnskipan sem
þar er lögð til þýðir í raun.
Sömuleiðis liggur fyrir að grundvallarlög landsins á hvorki
að afgreiða í stórfelldum ágreiningi né í einum spretti rétt
fyrir þinglok. Leggi ríkisstjórnin alla áherzlu á að ná málinu
í gegn áður en þinginu lýkur verða mörg önnur mikilvæg mál
útundan. Það blasir við að gefa málinu meiri tíma.
Fáir sem nú saka formann Samfylkingarinnar um svik við
málstað þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá virðast átta sig á
að hin gamla stefna forsætisráðherrans er vísasta leiðin til að
ganga endanlega af stjórnarskrármálinu dauðu. Yrði breytt
stjórnarskrá keyrð í gegn á síðustu dögum þingsins, í bullandi
ágreiningi, væru yfirgnæfandi líkur á að næsta Alþingi hafnaði
málinu í heild sinni eftir kosningar. Núverandi stjórnarskrá
kveður á um að tvö þing verði að samþykkja stjórnarskrár-
breytingar og á næsta þingi færi þá ekki fram nein efnisleg
umræða, heldur yrði svar þingsins aðeins já eða nei.
Sú leið sem Árni Páll leggur til og stjórnarandstöðu-
flokkarnir hafa raunar um nokkurt skeið lýst sig reiðubúna að
fara, að semja um afmarkaða þætti málsins, er þannig væn-
legust til að gera einhverjar breytingar á stjórnarskránni.
Formaður Samfylkingarinnar nefndi sérstaklega ákvæði um
þjóðareign á auðlindum og um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem
allir ættu að geta náð saman um. Við það má bæta ákvæði um
framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, sem er orðið brýnt að
setja í stjórnarskrá, enda hafa verið færð að því gild rök að
margvíslegt alþjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt í standist
ekki núverandi ákvæði stjórnarskrár. Loks virðist fylgi við það
í öllum flokkum að breyta ákvæðum um það hvernig eigi að
breyta stjórnarskránni, þannig að það megi gera með auknum
meirihluta, jafnt á þingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík
breyting væri forsenda þess að hægt væri að breyta stjórnar-
skránni frekar á næsta kjörtímabili.
Það er kominn tími til að fleiri stjórnmálamenn viðurkenni
hvernig í raun er í pottinn búið og hefji leitina að sátta-
grundvelli í þessu stóra máli. Versti kosturinn er að ætla að
keyra núverandi frumvarp áfram í gegnum þingið.
Árni Páll horfist í augu við veruleikann:
Leitin að sátt í
stjórnarskrármáli
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Oddvitakrísa
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
standa nú frammi fyrir því að þurfa
að velja sér nýjan oddvita– úr því
að Hanna Birna Kristjánsdóttir er á
leiðinni á þing. Við fyrstu sýn virðist
eðlilegast að oddvitahlutverkið falli í
skaut þeim sem skipaði annað sætið
á lista flokksins í síðustu kosningum.
Sá maður heitir Júlíus Vífill
Ingvarsson. Hermt er að það
sé hins vegar alls ekki ljóst
hvernig fer í þetta sinnið,
enda standi vilji borgar-
fulltrúanna margra til þess
að Gísli Marteinn Baldursson
verði arftaki Hönnu
Birnu, frekar en
Júlíus.
Oft gert áður
Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem
leitað er neðar á listann eftir oddvita.
Davíð Oddsson varð oddviti þegar
Birgir Ísleifur Gunnarsson hætti árið
1980 þótt hann hafi verið í fjórða
sæti og árið 1991 stóð valið lengi
vel á milli Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar, 4. sæti, og Árna Sigfússonar,
6. sæti, áður en Markúsi Erni
Antonssyni var sjanghæjað
í borgarstjórastarfið.
Það mætti jafnvel
kalla þetta hefð hjá
flokknum.
Stór orð
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda,
stjórnlagaráðsmaður og framámaður
í Dögun, var gestur í Silfri Egils á
sunnudag. Honum var mikið niðri
fyrir í umræðunni um stjórnarskrár-
frumvarpið og virtist varla geta á
heilum sér tekið vegna þess í hversu
mikið óefni það mál væri komið.
Hann sagði meðal annars að ógilding
Hæstaréttar á stjórnlagaþings-
kosningunum hefði verið
„hluti af spillingunni“. Þetta
eru stór orð frá löglærðum
manni sem vill láta kjósa
sig á þing. Kannski hann ætti
að skýra betur hvað hann
hefur fyrir sér þegar hann segir
svona. Ef það er þá nokkuð.
stigur@frettabladid.is