Fréttablaðið - 05.03.2013, Side 28

Fréttablaðið - 05.03.2013, Side 28
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR 101 hlutur sem þú ættir að gera áður en þú verður LÁRÉTT 2. margskonar, 6. ógrynni, 8. pfn., 9. hlemmur, 11. skóli, 12. hroki, 14. drabb, 16. drykkur, 17. eru, 18. maka, 20. skst., 21. blað. LÓÐRÉTT 1. líkami, 3. sjúkdómur, 4. fax, 5. kvk nafn, 7. formann, 10. frostskemmd, 13. skraf, 15. urgur, 16. skrá, 19. tví- hljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. ýmsu, 6. of, 8. sín, 9. lok, 11. ma, 12. dramb, 14. slark, 16. te, 17. séu, 18. ata, 20. fr, 21. lauf. LÓÐRÉTT: 1. hold, 3. ms, 4. símbréf, 5. una, 7. forseta, 10. kal, 13. mas, 15. kurr, 16. tal, 19. au. Elsku amma! Má ég fá smá vanilludropa hjá þér? Auðvitað geturðu það Tóbías! En þú þarft að finna þá sjálfur því ég sé svo illa! Eigðu góðan dag frú! G- strengs Gulli 5. Leggðu sígilt ljóð á minnið. Ég þekkti einu sinni fatlafól... Þeir sáu þetta í teiknimynd og langaði að prófa. Ég má gera fyrst af því að ég átti afmæli fyrir fjórum dögum! Ég fæ að velja sjónvarpsstöð af því að ég átti afmæli fyrir fimm dögum! Ég fæ stærri kökusneið af því að ég átti afmæli fyrir sex dögum! Er það bara ég eða er þetta orðið dálítið þreytt? Hún á afm æli hún ég ... hún á afm æli í dag... Fáðu þér áskrift 512 5100 stod2.is EINVÍGI RISANNA Æsispennandi átakaleikur á Old Trafford. Sjáðu hvor risanna fellur úr leik í leiftrandi háskerpu. MAN. UTD. REAL MADRID Í KVÖLD KL. 19:30 Af hverju sitja Hans og Gréta uppi á þaki? Þau eru að bíða þess að mamma og pabbi komi upp um skorsteininn. Þessi brandari, og aðrir af sama toga, voru vin- sælir í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Mitt í hörmungunum léttu gyðingar sér sitt ömurlega líf með gríni. Kannski er það þannig að þegar aðstæður eru jafn skelfilegar og raun bar vitni þar er ekkert eftir nema húmorinn. MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um grín síðustu daga. Maður í Hollywood hneyksl- aði fólk um heimsbyggð alla með bröndur- um sem hann, og annað fólk í Hollywood, samdi um enn annað fólk í Hollywood. Deilt hefur verið um hvort hann hafi mátt segja umrædda brandara, hvort þeir hafi verið þrungnir kvenfyrirlitn- ingu og fleiri fyrirlitlegum kenndum, eða hvort undir niðri hafi legið ádeila á þær kenndir. VIÐ erum ansi dugleg að segja öðru fólki hvað það eigi að segja. Það má ekki segja facerape, ekki grínast með alvar- lega hluti sem gætu styggt annað fólk eða vakið upp minningar af slæmri reynslu. „Ég þarfnast femínista af því að… nauðgun þykir enn þá gaman mál“ segir á límmiða sem dreift er nú um mundir. En er það svo? Þykir nauðgun gamanmál, þó svo einhverjir segi enn brandara þar sem nauðgun kemur fyrir? Þykir þeim sem segja brandara þar sem barnaníð kemur fyrir – og þeir eru fleiri en þið haldið – barnaníð vera gamanmál? NÚ er ég ekki að líkja reynslu þeirra sem segja nauðgunarbrandara við fórnarlömb í útrýmingarbúðum. Grín er hins vegar oft og tíðum lausn við hryllilegum aðstæðum. Svo eru þeir sem telja að það megi einfaldlega hlæja að öllu – og meina ekkert illt með því. Á dögunum var haldið unglingaball. Fyrir það fengu krakkarnir langan lista um hverju mætti ekki klæðast. Pils skyldu vera svona og svona síð og skyrtur ekki of flegnar. Með því á að berjast gegn klámvæðingunni. En er það leiðin? Boð og bönn? Er það ekki hluti af því að þroskast sem manneskja að fá að máta sig í klæðaburði? Og ef við bönnum ákveðna sídd af pilsum, er þá búið að opna dyrnar fyrir frekari boðum og bönnum? Ein- hver hefði talið að skynsamlegri leið væri í gegnum uppeldi og fræðslu foreldra, en síðan væri það einstaklinganna að finna sig. AF hverju er ég að tengja þetta tvennt saman? Æ, ég veit það ekki. Kannski af því að ég svaf lítið í nótt, en kannski af því að mér finnst eins og við séum orðin ansi gjörn á að segja öðru fólki hvernig það á að hegða sér. Rangt orð þýðir röng hugsun, sem þýðir úthrópun. EN hvað veit ég? Ekki neitt, enda veit ég ekki betur en aðrir. Af því við vitum best

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.