Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 10
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Tökum á skulda- og greiðsluvanda heimilanna Í þágu heimilanna › Verðtrygging á húsnæðis- og neytendalánum verði ekki almenn regla › Auðveldum afborganir af húsnæðis- lánum með skattaafslætti › Fellum niður skatt þegar greitt er inn á höfuðstól húsnæðislána í stað þess að greiða í séreignarsjóð › Leyfum skuldsettum íbúðareigendum að hefja nýtt líf án gjaldþrots › Afnemum stimpilgjöld Markvissar og raunhæfar aðgerðir í þágu heimilanna sem má koma í framkvæmd án tafar. VIÐSKIPTI Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 120 milljónum króna á árinu 2012. Það er 111 milljón- um krónum minna en árið áður. Að sögn Ara Kristins Jónssonar, rektors HR, gera áætlanir ráð fyrir að afkoma skólans verði jákvæð í ár. Hann segir enn frem- ur að ekki verði gengið frekar á eigið fé hans. HR tapaði samtals 753 milljón- um króna frá ársbyrjun 2010 til loka árs 2012 og því ljóst að rekst- ur skólans hefur verið þungur á síðustu árum. Framlög ríkis- ins ti l skól- ans voru tæpir tveir milljarðar króna árið 2011 og Ari Krist- inn segir að þau hafi verið lítið eitt hærri í fyrra. Þau hafa minnkað mikið á undanförnum árum og á árinu 2012 einu saman voru þau meira en hálfum milljarði króna lægri að raungildi en á árinu 2008. Alls hefur uppsafnaður niðurskurður hins opinbera á framlögum til HR verið yfir milljarði króna á síðustu fjórum árum. Skólinn innheimti þó rúman millj- arð króna í skólagjöld á síðasta ári og náði í 564 milljónir króna í annað sjálfsaflafé. Ari Kristinn segir að tekjur skólans hafi líklega verið um fjórum prósentum hærri í fyrra en á árinu 2011. Rekstar- kostnaður skólans hafi hins vegar lækkað mikið á undanförnum árum og það útskýri viðsnúning í Tap HR í fyrra um 120 milljónir króna Háskólinn í Reykjavík hefur tapað um 750 milljónum króna á þremur árum. Rektor skólans segir að jafnvægi muni nást í rekstri hans á þessu ári. Mikill niðurskurður vinni á móti lækkandi framlögum ríkis og hærri húsnæðiskostnaði. ARI KRISTINN JÓNSSON Afkoma HR á síðustu árum 2010 401,1 milljónar króna tap 2011 231,5 milljóna króna tap 2012 120 milljóna króna tap 2013 0 króna tap samkvæmt rekstraráætlun rekstri hans. „Við höfum fækkað starfsfólki, fækkað námsbrautum og fjölgað nemendum í ákveðnum greinum. Það hefur skilað sér í auknum tekjum.“ HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Hratt geng- ur hins vegar á það fé og um síð- ustu áramót var það um 270 millj- ónir króna. Ari Kristinn segir að ekki verði gengið frekar á það eigið fé. Rekstraráætlun fyrir árið 2013 geri ráð fyrir að HR verði réttu megin við í lok þess og þar sem áætlanir síðustu ára hafi verið að standast sé líklegt að sú nýjasta geri það líka. Hár húsnæðiskostnaður hefur verið HR erfiður á undanförnum árum. Ný skólabygging var tekin í gagnið í byrjun árs 2010. Hún var byggð af Eignarhaldsfélag- inu Fasteign og leiga fyrir afnot af henni tengd við evru. HR fékk tímabundna lækkun á húsnæðis- kostnaði en hann var samt sem áður stór hluti af rekstrarkostn- aði skólans. Á árinu 2011 nam húsnæðis kostnaður til að mynda 770 milljónum króna. Fjárhagslegri endurskipulagningu Eignarhaldsfélagins Fasteignar lauk í byrjun þessa árs. Við það fluttist eignarhald á húsnæði HR yfir til Íslandsbanka. Ari Kristinn segir að húsnæðiskostnaður skól- BANDARÍKIN Norðurkóreski her- foringinn Kang Pyo Yong sagði landsmönnum sínum í gær að hernum væri ekkert að vanbún- aði að skjóta langdrægu flug- skeyti með kjarnorkusprengju á Bandaríkin. „Þegar við sprengjum, þá verður Washington-borg, þessu vígi illskunnar, sökkt ofan í eld- haf,“ sagði Kang stuttu áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til að ræða viðbrögð við kjarnorkutilraunum Norður- Kóreu. Öryggisráðið samþykkti ein- róma að herða refsiaðgerðir gegn landinu. Fulltrúi Kínverja greiddi atkvæði með þessu, en Kína hefur lengi verið helsta vinaríki Norður-Kóreu á alþjóðavettvangi. Ekki er talið að Norður-Kórea hafi yfir nægilega fullkomnum búnaði að ráða til að geta stað- ið við hótanirnar. Á hinn bóginn þykir fullvíst að Norður-Kóreu- menn ráði við að smíða nokkrar einfaldar kjarnorkusprengjur, sem gætu valdið verulegu tjóni í nágrannaríkjunum. - gb Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir hertar refsiaðgerðir: N-Kórea hótar kjarnorkuárás NORÐURKÓRESKIR HERMENN Ekki er talið að Norður-Kórea ráði yfir nægilega fullkomnum búnaði til að standa við hótanirnar. NORDICPHOTOS/AFP ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, var í gær dæmdur í árs fangelsi vegna þess að dagblað í eigu hans birti eftirrit af hleruðu símtali. Paolo Berlusconi, bróðir Silvios, hlaut lengri fangelsisdóm í sama máli, tvö ár og þrjá mánuði, en hann er útgefandi dagblaðs- ins Il Giornale í Mílanó. Ekki er þó reiknað með að þeim verði stungið í fangelsi á næstunni, því dómnum verður áfrýjað og bíða þarf niðurstöðu áfrýjunardómstóls. Dómurinn kemur heldur ekki í veg fyrir að Berlusconi geti tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi, verði það niður- staðan úr erfiðum stjórnarmyndunartilraun- um nýkjörins þings. Nokkuð algengt er að ítalskir fjölmiðlar birti hleruð símtöl þrátt fyrir að það sé ólög- legt og hætta sé á málsókn. Símhlerunin sem þeir Berlusconi-bræður hlutu dóm fyrir tengist tilraunum ítalska fjármálafyrirtækisins Unipol til að taka yfir bankann Banca Nazionale del Lavoro árið 2005. Seðlabanki Ítalíu kom í veg fyrir yfirtökuna en stuttu síðar neyddist Antonio Fazo seðlabankastjóri til að segja af sér í tengslum við þetta mál. - gb Silvio Berlusconi dæmdur í árs fangelsi fyrir að birta hlerað samtal: Dómurinn útilokar ekki stjórnarþátttöku SILVIO BERLUSCONI Forsætisráðherrann fyrrverandi hefur áfrýjað dómnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 SVÍÞJÓÐ Sænskir 15 ára ung- lingar eru stilltari en jafnaldrar þeirra voru á tíunda áratug síð- ustu aldar. Könnun sænskra vísinda- manna frá árinu 2011 sýnir að færri skrópa, stela og beita ofbeldi heldur en áður. Færri 15 ára unglingar drekka áfengi. Árið 1995 höfðu tveir þriðju hlutar unglinganna drukkið sig fulla að minnsta kosti einu sinni en árið 2011 var fjöldinn 43 prósent. - ibs Sænskir piltar verða stilltari: Færri skrópa, stela og drekka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.