Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 20
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 „Ef menn vilja einangr- un, þá verða þeir að taka afleiðingum hennar og reyna þá hvorki gagnvart sjálfum sér né öðrum að hræsna með því að þeir séu hinir mestu fram- faramenn. Þeir eru þvert á móti menn afturhalds og úrtölu. Einangrunin, sem nærri hafði drepið þjóðina á löngum, þung- bærum öldum, er þeim runnin svo í merg og bein, að þeir standa uppi sem nátttröll á tímum hinna mestu framfara. Vísindi og tækni nútímans og hagnýting þeirra er bundin þeirri forsendu, að víðtækt sam- starf eigi sér stað. Þess vegna leita jafnvel stórþjóðirnar sam- starfs hver við aðra, jafnt stórar þjóðir sem smáar. Ef stórþjóðun- um er slíkt þörf, þá er smáþjóð- unum það nauðsyn. Auðvitað verður að hafa gát á ........ En eðlilegt er, að almenningur spyrji: Ef aðrir, þeir sem okkur eru líkastir að menningu og efnahag, hafa svo góða reynslu, hví skyldum við þá óttast, að reynsla okkar yrði önnur og lak- ari?“ Þetta sagði Bjarni heitinn Benediktsson forsætisráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins árið 1969 þegar deilt var um aðild Íslands að EFTA. Um það voru skiptar skoðanir og víða tekist á um málið í stjórn- málaflokkum og úti í þjóðfélag- inu. Íslendingar ákváðu að ger- ast aðilar að EFTA, þjóðinni til farsældar, ekki síst vegna þess að þá áttu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur öfluga leið- toga sem þorðu að taka ákvarðanir og vinna þeim brautargengi innan flokka sinna og meðal þjóðarinnar. Þar fóru fremstir þeir Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins. Rökin sem þarna voru færð fram árið 1969 vegna EFTA-aðildar eru enn í fullu gildi vegna afstöðu til ESB. Framangreinda tilvitnun er að finna í riti sem Sjálfstæðir Evrópu menn hafa gefið út. Rit- inu var m.a. dreift á nýafstöðn- um landsfundi sjálfstæðismanna þar sem einangrunarsinnar réðu því miður allt of miklu varðandi ályktanir fundarins í mikilvæg- um málum. Þannig var ályktað að aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið verði hætt án þess að fengin verði niðurstaða. Það ber ekki vott um víðsýni að vilja nú freista þess að stöðva ferlið í staðinn fyrir að fá það á hreint hvernig unnt er að vinna að framgangi hagsmuna Íslands í Evrópusamstarfi. Alltaf hefur legið fyrir að þjóðin muni eiga síðasta orðið með þjóðaratkvæða- greiðslu. Grímulaus forsjárhyggja Ekki er unnt að draga aðra álykt- un af þessu en þá að flokkurinn treysti þjóðinni ekki til að taka þessa mikilvægu ákvörðun. Ef menn trúa því að kjósendur fari sér að voða í þjóðaratkvæða- greiðslu um ESB þá er það ekkert annað en grímulaus forsjárhyggja og hún er Sjálf- stæðisflokknum ekki samboðin og fellur ekki að grunnstefnu hans. En hvers vegna verður þá einangrunarstefna ofan á þegar landsfundur ályktar? Á því kunna að vera ýmsar skýring- ar. Ein er sú að nokkrir fyrrum ráðamenn í flokknum hafa lengi farið mikinn í öfgakenndri and- stöðu sinni við Evrópu sambandið og mælt eindregið gegn samn- ingaviðræðum, hvað þá samn- ingum, og einskis svifist í mál- flutningi sínum. Þeir voru fyrirferðarmiklir á fundinum og höfðu sitt fram ekki síst vegna þess að núverandi forysta flokks- ins er veik og ráðvillt og hefur ekki burði til að leiða stefnu- mótun flokksins inn á farsælar brautir. Fyrir það mun flokkur- inn gjalda í komandi kosningum. Ég hef þá trú á sjálfstæðis- fólki almennt að því líki ekki við eingangrunartilburði og gamla- dags hræðsluáróður. Rétt kjörnir forystu menn flokksins hljóta að sjá þetta en þá virðist skorta kjark og þor til að standa gegn háværum öfgaöflum. Veröld sem var Mikið hefur verið rætt að undan- förnu um formannsskipti í ríkis- stjórnarflokkunum og að með þeim megi vænta uppbyggilegri vinnubragða í kjölfar kynslóða- skipta. Ætli Sjálfstæðisflokkur- inn að njóta góðs af því að kjósendur kalli eftir nýjum forystu mönnum af kynslóð þeirra sem eru kringum fertugt verður forystan að taka til sín þau völd sem henni hafa verið fengin með lögmætum hætti. Þá getur hún ekki lengur unað við það að standa í skugga þeirra sem tilheyra veröld sem var og seilast enn eftir völdum og áhrif- um sem þeir höfðu í ríkum mæli á árum áður. Sjálfstæðisflokkinn virðist vanta dug til að taka djarfar og farsælar ákvarðanir eins og voru einkennandi fyrir stjórn- málamenn sem þorðu að leiða þjóðina inn í Sameinuðu þjóð- irnar, NATO, EFTA og EES. Þau skref hafa reynst gæfuspor fyrir landsmenn. Til þess að vel takist til í hópum og flokkum þarf forystu- menn með kjark, góða dóm- greind og víðsýni á við Bjarna heitinn Benediktsson forsætis- ráðherra sem vitnað var til hér í upphafi. Það heyrðust úrtölu- raddir á landsfundinum árið 1969 og einangrunarsinnar vildu forðast samstarf við útlendinga – alveg eins og nú er. En þá leiddi forystan flokkinn til réttra ákvarðana og kvað niður útlend- ingahræðslu og minnimáttar- kennd. Sjálfstæðisflokkurinn á því miður ekki slíkum leiðtogum á að skipa nú um stundir. Gildir þá einu hvort átt er við réttkjörna forystumenn eða hina sem ráða flokknum að tjaldabaki. Ef menn vilja einangrun ➜ Ef menn trúa því að kjósendur fari sér að voða í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB þá er það ekkert annað en grímulaus forsjárhyggja og hún er Sjálfstæðisfl okkn- um ekki samboðin og fellur ekki að grunnstefnu hans. EVRÓPUMÁL Helgi Magnússon framkvæmdastjóri Grímulaus Framsókn Framsóknarflokkur lagði til sáttatilögu um auðlindaákvæði á alþingi í dag. Byggir það á auðlindaákvæði auðlindanefndar frá árinu 2000 sem hljómar svo: Náttúruauðlindir og landsrétt- indi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi. M.ö.o. vill framsóknarflokkurinn stjórnarskrávarinn eignarétt einkaaðila á nýtingu auðlinda í þjóðareign. Sem þýðir á manna- máli að færa núverandi kvóta- höfum arðinn af fiskiauðlindinni til eilífðar. http://www.dv.is/blogg Lýður Árnason Lítil saga úr bakaríi Ég kom inn í Bakarameistann í Suðurveri í gærmorgun á leið til vinnu. Þar fékk ég hlýjar móttökur að venju hjá afgreiðslustúlkunum en það sem var nýtt fyrir mér var að allir viðskiptavinir vildu hjálpa og leiðbeina. Dæmi: „Farðu varlega í dag,“; „Ekki fara upp í Árbæ. Ég var að koma þaðan og ég mæli alls ekki með því að þú farir þangað“; „Komum öll heil heim í dag“; kallaði viðskiptavinur yfir bakaríið í kveðjuskyni til allra. Já allt í einu fann maður þessa dásamlegu tilfinningu þegar við stöndum öll saman og erum ein þjóð. http://blog.pressan.is Elín Hirst AF NETINU Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is LITLA HETJAN GUÐRÚN SÆDAL Kevin Costner vildi að mamma yrði stolt af mér Tómas Lemarquis leikur á móti Costner í hasar- mynd eftir handriti Luc Besson. Hann býr í Berlín en er heima í stuttu fríi. Í hvað fara skattarnir okkar? Hvað borgarðu á dag í landbúnað, sjúkrahús eða vegagerð? Fréttablaðið skoðar hvernig stjórnvöld eyða skattpeningunum okkar. Leikkonan sem sigraði London Hera Hilmarsdóttir leikkona komst inn í Leiklistarskólann hér heima en valdi að þiggja ekki plássið. Hún fór til London og lagði allt undir; hafnaði meira að segja samningi við atvinnuleikhús hér heima eftir útskrift og er nú eftirsótt leikkona í London. Nú er hún komin heim til að leika aðalhlutverkið í nýrri íslenskri bíómynd. HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi Guðrún Sædal berst við sjaldgæfan genasjúkdóm sem leggst einungis á stúlkur. Um eins og hálfs árs aldurinn má segja að hafi slokknað á henni. Guðrún litla hefur háð hetjulega baráttu síðan og mamma hennar og pabbi binda vonir við að lækning finnist. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.