Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 50
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins SPORT FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason hefur skipað sér í sérstöðu meðal leikmanna hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, en Heerenveen-liðið treystir mikið á íslenska landsliðsframherjann, sem er nú annar markahæsti maður deildarinnar með 19 mörk í 23 leikjum. Marco van Basten, þjálfari hollenska liðsins, getur þakkað Alfreð fyrir að liðið hefur fjarlægst fallbaráttuna í undanförnum leikjum. Alfreð hefur skorað 19 af 36 mörkum SC Heerenveen í deildinni á þessu tímabili, sem gerir 53 prósent marka liðsins. Hann er eini leikmaður deildarinnar sem hefur skorað meira en helming marka síns liðs og Alfreð er jafnframt búinn að eiga þátt í 61 prósenti markanna, annaðhvort með því að skora eða leggja upp fyrir félaga sína í liðinu. Alfreð skoraði enn fremur fjögur af sex bikarmörkum Heerenveen- liðsins á þessu tímabili og er því alls með 23 af 42 mörkum Heerenveen í deild og bikar á tímabilinu, sem gera 55 prósent markanna. Sá sem kemst næst Alfreð er Jozy Altidore hjá AZ Alkmaar, en hann hefur skorað 17 af 35 mörkum AZ í deildinni, sem gera 48,6 prósent marka liðsins. Wilfried Bony, markahæsti leikmaður deildarinnar, er síðan í þriðja sætinu, en hann hefur skorað 46 prósent marka Vitesse-liðsins, eða 23 af 50. Mikilvægi marka Alfreðs í undan- förnum tveimur leikjum Heeren- veen er óumdeilanlegt, en sigur- mörk hans í tveimur leikjum í röð hafa séð til þess að Heerenveen hækkaði sig um heil fimm sæti með þessum tveimur sigurleikjum, frá 14. sæti upp í það níunda. Það er reyndar langt upp í áttunda sæti (6 stig), sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í umspili fyrir Evrópudeildina. Alfreð hefur nú aðeins mistek- ist að skora í tveimur af síðustu ellefu leikjum sínum í hollensku deildinni og í öðrum þeirra spil- aði hann aðeins fyrri hálfleikinn eftir að liðið missti mann af velli fyrir hlé. Heerenveen fær topplið PSV í heimsókn um helgina og þar verður róðurinn þungur enda tapaði Heerenveen fyrri leiknum 1-5. Alfreð er búinn að skora í fjórum heimaleikjum í röð og alls í 8 af 10 heimaleikjum tímabilsins. hann er því alltaf líklegur á Abe Lenstra vellinum í Heerenveen. - óój Sá eini með yfi r helming marka síns liðs Alfreð Finnbogason hefur skorað 19 af 36 mörkum Heerenveen í hollensku deildinni á þessu tímabili. MARK Á 100 MÍNÚTNA FRESTI Alfreð Finnbogason hefur skorað 19 mörk í 22 deildarleikjum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Hlutfall marka eftir mánuðum Ágúst/sept. Alfreð með 3 mörk af 6, 50% Október 5 af 9, 56% Nóvember 2 af 4, 50% Desember 4 af 8, 50% Janúar/febrúar 3 af 7, 43% Mars 2 af 2, 100% Haukar duttu út á móti ÍR (8 liða úrslit) FH datt út á móti Akureyri (8 liða úrslit) Fram datt út á móti Stjörnunni (32 liða úrslit) ÍR mætir Selfossi í undanúrslitunum í kvöld Akureyri mætir Stjörnunni í undanúrslitunum í kvöld HK datt út á móti FH (16 liða úrslit) Afturelding datt út á móti Akureyri (16 liða úrslit) Valur datt út á móti Selfossi (16 liða úrslit) Örlög N1 deildar-liðanna í bikarnum í ár ÚRSLIT DOMINOS-DEILD KARLA Keflavík - Þór Þorlákshöfn 106-100 (53-50) Keflavík: Michael Craion 29/15 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 27, Darrel Keith Lewis 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Billy Baptist 16/8 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Arnar Freyr Jónsson 5, Snorri Hrafnkelsson 4. Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 30/8 stoðsendingar, David Bernard Jackson 26/13 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 16/3 varin skot, Darrell Flake 14/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 0/7 fráköst. Tindastóll - Njarðvík 98-103 (51-46, 82-82) Tindastóll: Drew Gibson 25/16 stoðsendingar, George Valentine 22/16 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 11/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Hreinn Gunnar Birgisson 7/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgis- son 6, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Njarðvík: Nigel Moore 32/11 fráköst/6 stolnir, Elvar Már Friðriksson 22/6 fráköst/5 stoðsending- ar, Ágúst Orrason 13, Marcus Van 12/13 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 2. KR - Stjarnan 75-87 (39-54) KR: Brynjar Þór Björnsson 18/5 fráköst/6 stoðsendingar, Martin Hermannsson 13, Brandon Richardson 13/5 fráköst/8 stoðsendingar, Kristófer Acox 10/10 fráköst, Helgi Már Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Darshawn McClellan 5/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 3. Stjarnan: Jarrid Frye 32/12 fráköst, Justin Shouse 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 17/8 fráköst, Brian Mills 8/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Kjartan Atli Kjartansson 3/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 2. Skallagrímur - Snæfell 78-85 (39-34) Skallagrímur: Carlos Medlock 31/8 fráköst/9 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 21, Sigmar Egilsson 7, Davíð Ásgeirsson 6, Trausti Eiríksson 5/6 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 3, Orri Jónsson 3/5 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 2/9 fráköst. Snæfell: Ryan Amaroso 27/15 fráköst, Jay Threatt 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 17/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvalds- son 9/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Stefán Karel Torfason 1, Ólafur Torfason 0/5 fráköst. KFÍ - Grindavík frestað STAÐAN Í DEILDINNI: Grindavík 19 15 4 1849-1650 30 Snæfell 20 15 5 1930-1738 30 Þór Þorl. 20 14 6 1852-1715 28 Stjarnan 20 13 7 1886-1766 26 Keflavík 20 13 7 1840-1762 26 Njarðvík 20 11 9 1803-1721 22 KR 20 10 10 1718-1726 20 Skallagrímur 20 7 13 1610-1751 14 Tindastóll 20 6 14 1618-1729 12 ÍR 19 5 14 1590-1729 10 KFÍ 19 5 14 1682-1879 10 Fjölnir 19 4 15 1582-1794 8 EVRÓPUDEILDIN Í FÓTBOLTA 16-LIÐA ÚRSLIT, FYRRI LEIKIR Tottenham - Internazionale 3-0 1-0 Gareth Bale (6.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (18.), 3-0 Jan Vertonghen (53.). Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham og spilaði fyrstu 70. mínútur. Hann átti frábæran leik, lagði upp fyrsta mark liðsins fyrir Gareth Bale og skoraði svo sjálfur stuttu síðar er hann fylgdi eftir skot Jermain Defoe sem var varið. Steaua Búkarest - Chelsea 1-0 0-1 Raul Rusescu, víti (34.). Anzhi - Newcastle United 0-0 Viktoria Plzen - Fenerbahce 0-1 Stuttgart - Lazio 0-2 Benfica - Bordeaux 1-0 Levante - Rubin Kazan 0-0 Basel - Zenit 2-0 HANDBOLTI Bikarúrslitahelgi HSÍ hefst í dag þegar undanúrslit karla fara fram í Laugardalshöll- inni. Í fyrsta skipti fara undanúr- slit og úrslit fram sömu helgina og allir leikir í Laugardalshöllinni. Úrslitaleikir yngri flokka fara líka fram þessa helgi. Það eru karlarnir sem ríða á vaðið í dag og undanúrslit kvenna fara svo fram á morgun. Úrslita- leikirnir verða svo spilaðir á sunnudag. Tvö 1. deildarlið eru í undan- úrslitum í karlakeppninni, sem kemur nokkuð á óvart. Fréttablað- ið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálf- ara 1. deildarliðs Gróttu, til þess að spá í spilin fyrir leiki dagsins. „Ég held að þetta verði ansi strembið fyrir 1. deildarliðin. Þó svo að 1. deild sé alltaf að styrkj- ast er enn stigsmunur á gæðunum þar og í efstu deild. Ég held að ÍR og Akureyri fari nokkuð þægilega í gegnum þetta,“ sagði Ágúst en hvað þarf að gerast til að 1. deild- arliðin komi á óvart? „Þau þurfa að eiga algjöran toppleik. Það þarf líka að vera vanmat hjá úrvalsdeildarliðun- um en ég sé það ekki gerast þegar svona langt er liðið á keppnina. Ég hefði haft gaman af því að fá 1. deildarlið í úrslitin en ég sé það ekki gerast,“ sagði Ágúst, en hann stýrði Gróttu alla leið í úrslit á sínum tíma þegar liðið var í 1. deild. Er það í eina skiptið sem 1. deildarlið hefur komist í úrslit. Ef spá þjálfarans gengur eftir verða það ÍR og Akureyri sem spila á sunnudaginn. Hvernig leggst sá leikur í hann? „Ég held að það verði hörku- leikur. Akureyri er með ungt og efnilegt lið í bland við reynslu- meiri menn eins og Bjarna og Heimi sem þjálfa líka liðið. ÍR er með gríðarlega sterkt varnarlið og mikil stemning í kringum félagið. Það er líka stemning í kringum Akureyringa og ég held að þetta verði flottur úrslitaleikur,“ segir Ágúst en hvort liðið vinnur leik- inn? „Ég hallast að sigri ÍR-inga en það verður ekki auðvelt. Varnar- leikur ÍR-inga mun gera gæfu- muninn.“ Það er almenn jákvæðni í handboltahreyfingunni með þetta nýja fyrirkomulag á úrslitahelginni. Ágúst er á meðal þeirra jákvæðu. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er gaman að prófa þetta. Svona fyrir komulag hefur heppnast mjög vel erlendis. Það er flott umgjörð í kringum keppnina og nú snýst þetta um hvernig félögin standa að sínum málum og hversu margt fólk mætir á svæðið. Þetta er flott framtak og til fyrirmyndar hvernig er staðið að þessu.“ henry@frettabladid.is Erfi tt fyrir neðrideildarliðin 1. deildarliðin Selfoss og Stjarnan verða bæði í eldlínunni þegar undanúrslit Símabikars karla fara fram í dag. Þau fá að reyna sig gegn úrvalsdeildarliðunum ÍR og Akureyri. Ágúst Jóhannsson, þjálfari 1. deildarliðs Gróttu, gerir ekki ráð fyrir því að neðrideildarliðin komi á óvart og fari alla leið í úrslitaleikinn í ár. HVER HREPPIR BIKARINN? Fyrirliðar liðanna fjögurra sem berjast um bikarinn takast hér á. Hreinn Þór Hauksson frá Akureyri, Hörður Bjarnarson frá Selfossi, Víglundur Jarl Þórsson frá Stjörnunni og Björgvin Þór Hólmgeirsson frá ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Þýska B-deildarliðið Emsdetten hefur gefið mikið eftir í síðustu leikjum eftir frábært gengi framan af tímabili. Emsdetten hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum en er þrátt fyrir það enn á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á næstu lið. Fyrst kom tap fyrir botnliði Ferndorf um helgina og svo steinlá liðið fyrir Eintracht Hildesheim á miðvikudagskvöldið, 31-23. Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson spila báðir með liðinu. „Þetta byrjaði reyndar fyrir þremur leikjum, en þá vorum við bara heppnir að vinna því við vorum sex mörkum undir þegar rúmar tíu mín- útur voru eftir,“ sagði Ólafur Bjarki við Fréttablaðið í gær. Hann sagði engar sérstakar skýringar á þessum viðsnúningi – ekki meiðsli lykilmanna eða neitt slíkt. „Það væri fínt að geta falið sig á bak við það en það er ekki svo. Vörnin hefur verið okkar helsti styrkleiki en hefur verið að gefa eftir. Þá hefur markvarslan dottið niður og þau 5-10 hraðaupphlaupsmörk sem við erum með að öllu jöfnu hafa ekki verið að skila sér,“ segir Ólafur Bjarki enn fremur. „Við erum sjálfir hálfgáttaðir á þessu. Það þýðir samt ekkert annað en að reyna að finna vandamálið og laga það. Von- andi náum við að koma okkur á réttu brautina sem allra fyrst.“ - esá Sjálfi r hálfgáttaðir á viðsnúningnum KÖRFUBOLTI Fjölnir tekur á móti ÍR í nágranna- slag í Grafarvoginum í kvöld, en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttu Domino‘s-deildar karla í körfubolta. Fjölnir situr í neðsta sæti deildarinnar og hefur tapað tíu leikjum í röð en verður bara að vinna til að eiga mögu- leika á að bjarga sér. ÍR komst upp úr fallsæti með sigri á KFÍ í síðustu umferð og getur unnið tvo leiki í röð í fyrsta sinn á tímabilinu. Jón Sverrisson tryggði Fjölni 88-86 sigur í fyrri leik liðanna í desember með körfu rétt áður en flautan gall en það var síðasti sigur- leikur Grafarvogsliðsins í vetur. Það stefnir því í mikinn spennuleik. - óój Leikur upp á líf og dauða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.