Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 8
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÁM Í DANMÖRKU EÐA SVÍÞJÓÐ Námskynning verður í Sunnusal á Hótel Sögu laugardaginn 9. mars frá kl. 12–16. Eftirfarandi háskólar munu kynna: - Syddansk Universitet, www.sdu.dk - Högskolan í Skövde, www.his.se - Luleå Tekniska Universitet, www.ltu.se Ennfremur munu eftirfarandi danskir háskólar, sem eru með lengri og styttri nám á háskólastigi kynna sína skóla: - Erhvervsakademi Kolding, www.eakolding.dk - Erhvervsakademi Lillebælt, www.eal.dk - Erhvervsakademi Sydvest, www.easv.dk - Københavns Erhvervsakademi, www.kea.dk - University College Sjælland, www.ucsj.dk - VIA University College, www.via.dk Margir skólanna kenna á ensku. University College Sjælland mun kynna alþjóðlegt kennaranám á ensku, sem er nýjung hjá þeim, sjá nánar á www.ucsj.dk/ite Save the Children á Íslandi ATVINNULÍF Stóru flutningafyrir- tækin tvö, Samskip og Eimskip, hafa á innan við tveimur vikum kynnt nýjar strandsiglingaleið- ir með tengingu við Bretland og megin land Evrópu. Stjórnvöld boða á sama tíma útboð ríkis- styrktra strand- siglinga. For- stjóri Eimskips telur útboðið óþarft enda hafi markaðurinn leyst málið og hugmyndir rík- isins um strand- siglingar til- heyri fortíðinni. Eimskip kynntu á miðvikudag breytingar á siglingakerfi félags- ins, sem hafa verið í undirbún- ingi allt síðasta ár. Hluti þess er ný vikuleg strandsiglingaleið sem tengir Ísland við Færeyjar, Bret- land og meginland Evrópu. Skip félagsins munu koma vikulega við í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Samskip urðu fyrri til og kynntu nýja hringleið í flutningum þegar vika lifði af febrúarmánuði. Flutn- ingaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til sömu hafna á lands- byggðinni og þaðan til Bretlands og Evrópu með viðkomu í Fær- eyjum. Bæði félögin útiloka ekki að viðkomustöðum verði fjölgað í framtíðinni. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, segir ekki um strandsigl- ingar að ræða eins og tíðkuðust á árum áður. Til sé komin teng- ing við erlendar hafnir sem geri siglingarnar mögulegar. „Ég spyr mig hvort sé þörf á því að ríkið sé að vasast í því að bjóða út strand- siglingar. Tvö félög ætla að sinna þessu. Það er ekkert pláss fyrir meira og oft gott þegar markað- urinn tekur þetta hlutverk að sér. Við vonum að það sé að gerast þannig að ríkið þurfi ekki að nið- urgreiða flutninga út á land. Þetta sé eðlilegur hlutur í okkar við- skiptum,“ segir Gylfi, sem segir að fari útboðið fram muni Eimskip taka þátt í því. Hann telur að sú tegund strandsiglinga sem ríkið boði að boðin verði út tilheyri for- tíðinni. Hringkeyrsla innanlands, eins og ríkið áætli, sé gengin sér til húðar. Spurður hvort markaðurinn beri tvö stór félög í siglingum segir Gylfi að það hefði aldrei gengið ef aðeins væri um að ræða að fara hringinn í kringum landið. Hins vegar sé um allt annan hlut að ræða þegar hringurinn nái til hafna erlendis, og þetta tvennt í raun ósamanburðarhæft. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam- skipa, segir mjög líklegt að félagið taki þátt í útboði en á sama tíma sé það dapurleg tilhugsun að hugað sé að niðurgreiddum siglingum á þessum markaði. svavar@frettabladid.is Útboð ríkisstyrktra strandsiglinga óþarfi Forstjóri Eimskips telur ástæðulaust að ríkið bjóði út ríkisstyrktar strandsiglingar. Markaðurinn hafi þegar leyst málið og hugmyndafræði ríkisins tilheyri fortíðinni. Ný hugsun í siglingum myndar svigrúm fyrir tvö fyrirtæki í strandsiglingum. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti á dögunum tillögu Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra um að hefja útboð fyrir strandsiglingar. Um til- raunaverkefni er að ræða til sex ára þar sem siglt yrði vikulega á allt að sjö hafnir og er gert ráð fyrir að fastbinda fjórar hafnir sérstaklega í útboðinu; Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri og Reyðarfjörð, eða þær sömu og Samskip og Eimskip einbeita sér að. Fleiri hafnir kæmu til greina sem fastir við- komustaðir, en aðrar hafnir eftir atvikum samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum. Ríkið býður út siglingar fyrir kosningar SUNDAHÖFN Á hálfum mánuði hafa Eimskip, Samskip og ríkið kynnt áætlanir er varða strandsiglingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GYLFI SIGFÚSSON REYKJAVÍK Allt útlit er fyrir að gler- veggurinn á húsi Menntaskólans í Reykjavík fái að standa, en um hann hafa staðið nokkrar deilur. Veggurinn var byggður síðasta sumar, en húsið hafði þá látið verulega á sjá. Eftir að hann reis gerðu nágrann- ar hins vegar athugasemdir við að speglun af húsunum í glerveggnum gerði það að verkum að friðhelgi einkalífs þeirra yrði fyrir „óþolandi inngripi“. Byggingarleyfi fyrir framkvæmd- unum var fellt úr gildi í september með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var að grenndaráhrifin væru slík að yfirvöldum hefði borið að grenndar- kynna framkvæmdirnar. Málið var því sett í ferli á ný og bárust umsagnir frá íbúum og skipu- lagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Sjö íbúar sem búa gegnt veggnum sendu inn mótmæli í umsagnarferlinu en eigendur tveggja fasteigna lýstu yfir ánægju með niðurstöðuna. Í sameiginlegri umsögn skipulags- fulltrúa og byggingarfulltrúa kemur fram að vissulega sé speglun í veggn- um og athugað hafi verið hvernig draga megi úr henni. Ýmsar hug- myndir hafi verið reifaðar en engin þeirra sé talin ásættanleg eða raun- hæf. Umsóknin um leyfi var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjavíkur í síðustu viku, þar sem engar athugasemdir voru gerð- ar. Henni var vísað til fullnaðaraf- greiðslu byggingarfulltrúa og verður líklega afgreidd endanlega á fundi næstkomandi þriðjudag. - þj Deilurnar um glerklæðningu á Þingholtsstræti 18 í Reykjavík: Speglaveggurinn líklega áfram SPEGILMYND Íbúar gegnt glerklæðningunni á Þingholtsstræti voru ósáttir við speglun sem af henni varð. Málið var tekið fyrir á ný en veggurinn fær líklega að halda sér. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ég spyr mig hvort sé þörf á því að ríkið sé að vasast í að bjóða út strand- siglingar. Tvö félög ætla að sinna þessu. Það er ekkert pláss fyrir meira. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.