Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 54
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38 „Ég er nú bara að vinna alla helgina en stefni á að fá mér bjór niðri í bæ eftir vinnu.“ Páll Valdimar Guðmundsson Kolka jójómeistari HELGIN „Ég hugsa nú að mávurinn góði verði bara eftir heima. Ég býst við svo miklu stuði þarna og hann er með svo beitta vængi að það gæti endað illa,“ segir söngkonan Hera Björk Þór- hallsdóttir. Eins og flestum er kunnugt stóð Hera Björk uppi sem sigurvegari í Viña Del Mar-söngva- keppninni í síðustu viku og fékk í verðlaun forláta mávastyttu og rúmar fjórar milljónir íslenskra króna. Hera Björk er nú komin aftur heim á klakann og vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að slá upp heimkomupartíi fyrir hana á Spot í Kópavogi í kvöld. Hera mun sjálf sjá um að skemmta gestum en henni til aðstoð- ar verður Haffi Haff. Að tónleikum loknum þeyta umboðsmenn hennar og vinir, Valli Sport og Örlygur Smári, svo skífum fram eftir kvöldi. „Ég ætla að taka mín bestu lög og að sjálfsögðu verður Because You Can þar á lista,“ segir hún. „Það er aldrei að vita nema ég splæsi í eitt eða tvö erindi á spænsku,“ bætir hún við, en Viña Del Mar-keppnin er með stærri keppnum hins spænskumælandi heims. Hera Björk segist ekki vera búin að ákveða í hverju hún ætli að vera á tónleikunum, en rauði kjóllinn sem hún klæddist á sviðinu í Síle verði þó ekki fyrir valinu. „Hann er kominn í hreins- un greyið, enda alveg búinn að vinna fyrir því að fá smá hvíld,“ segir hún og hlær. - trs Mávurinn skilinn eft ir heima Söngkonan Hera Björk fagnar góðu gengi í Síle með partíi á Spot í kvöld HAFÐI BETUR Hera er hér með keppinauti sínum úr Viña Del Mar-söngvakeppninni, Francisco Leon. Hún hafði betur en hann í keppninni og kom heim með Mávastyttuna en hann fór tómhentur heim. MYND/VALGEIR MAGNÚSSON „Við vildum breyta til og leggja meiri áherslu á viðskiptahliðina, þess vegna kusum við að hafa sýningarnar fyrr um daginn,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Hátíðin fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár og fara allar tískusýning- arnar fram á laugardeginum. Alls taka sjö hönnuðir þátt í RFF í ár og hefst fyrsta sýning- in klukkan 11.30 og sú síðasta klukkan 17 sama dag. „Við litum til erlendu tískuviknanna þegar kom að skipulaginu. Úti byrja fyrstu sýningarnar mjög snemma á morgnana. Tískuiðnaðurinn er mjög ungur hérna heima, RFF er lifandi verkefni og við erum enn að reyna að finna okkar takt.“ Önnur breyting sem á sér stað er sú að í fyrsta sinn gefst gest- um færi á að kaupa miða inn á stakar sýningar eða passa á allar sjö sýningarnar. „Við viljum fá sem flesta á sýningarnar og þess vegna ákváðum við að prófa að selja inn á stakar sýningar. Miða- salan hefur farið ótrúlega vel af stað og það er þegar uppselt á nokkrar sýningar,“ segir Þórey Eva og nefnir sýningu tískumerk- isins Ellu í því samhengi. Í ár er RFF haldin í tengslum við Hönnunarmars og því fá gest- ir hátíðarinnar að upplifa fleira en bara tísku þennan laugar- dag. „Það verður fullt að gerast í Hörpunni á sama tíma, meðal annars húsgagnasýning, vídeó- verk og sýning útskriftarnema úr fatahönnunardeild LHÍ,“ segir Þórey Eva að lokum. - sm RFF haldin með öðru sniði í ár Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, segir hátíðina í stöðugri þróun. MEÐ BREYTTU SNIÐI RFF fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár. Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, segir RFF í stöðugri þróun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta var mjög krefjandi en skemmtilegt verkefni. Vinnan gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig þó að smíðarnar hafi stund- um gengið brösuglega. Við gerð- um þetta á mjög stuttum tíma og það var mikið unnið á kvöldin,“ segir Elías Marel Þorsteinsson, nemandi í hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann, Axel Bender og Ívar Kristinsson hönnuðu og smíðuðu vélmenni sem skýtur frauðkúlum í hvern þann sem klæðist rauðu fyrir áfangann Mecha tronics 1. Elías segir vélmennið fyrst og fremst hannað með það mark- mið að sýna fram á hvernig nýta megi tæknina á ýmsa vegu en þó mætti nota það við eftirlit, svo eitthvað sé nefnt. Á vefsíðunni Youtube má finna kynningar- myndband sem þremenningarn- ir gerðu og er ætlað að kynna vélmennið. Í myndbandinu sést vélmennið, sem strákarnir hafa nefnt Tommy, fylgja Elíasi eftir og skjóta á hann frauðkúlum. „Þetta var alls ekki vont enda er byssan keypt í leikfangaverslun og ekki til þess að meiða,“ segir Elías og hlær. Hópurinn verður viðstaddur Háskóladag HR, sem fer fram í skólanum á morgun. Þar munu þeir kynna Tommy fyrir gestum og gangandi á milli klukkan 12 og 16. „Við verðum í rauðum bolum og hlaupum þarna um eins og vit- leysingar. Svo ætlum við að leyfa fólki að prófa að handstýra vél- menninu og skjóta á okkur og alla hina sem mæta í rauðu,“ segir hann að lokum. - sm Vélmennið Tommy skýtur rauðklætt fólk Elías Marel Þorsteinsson, Axel Bender og Ívar Kristinsson, nemendur við HR, hönnuðu vélmennið Tommy sem þeir sýna á Háskóladegi HR á morgun. HANNA VÉLMENNI Ívar Kristinsson, Axel Bender og Elías Marel Þorsteinsson hönnuðu saman vélmennið Tommy. Þremenn- ingarnir munu leyfa gestum að prófa að stýra vélmenninu í HR á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI „Það er langt síðan tökum lauk þannig að gjöfin kom svolítið á óvart, en mér finnst þetta virð- ingarvert,“ segir Heimir Sverris- son, skúlptúristi og leikmynda- smiður, um þakklætisvott sem leikstjórinn Darren Aronofsky sendi öllum þeim sem komu að gerð kvikmyndarinnar Noah. Pakkinn innihélt Leatherman- fjölnotaverkfæri, en tólinu svipar til svissnesks vasahnífs og á því má finna töng, sög og skæri, svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta er tæki sem allir kvikmyndagerðarmenn verða að eiga,“ útskýrir Heimir. Pakkanum fygldi einnig kort sem á stóð: „Takk fyrir vel unnin störf og þrautseigjuna við gerð Noah“ og var undirritað Darren, Scott, Mary, Ari, Chris og Amy. Heimir starfaði sem skúlptúr- isti við gerð Noah, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. „Skúlptúristi býr til allt sem ekki er fáanlegt annars staðar, við búum til allt frá grjóti og upp í hvað sem er. Leik- myndasmiður býr svo til vopn, bíla eða hús,“ segir hann að lokum. - sm Fékk fj ölnotaverkfæri frá Darren Aronofsky Heimir Sverrisson vann við gerð stórmyndarinnar Noah. Hann fékk óvænta gjöf frá leikstjóranum. ÞAKKLÆTISVOTTUR Heimir Sverrisson var á meðal þeirra sem fengu þakklætisvott frá leik- stjóranum Darren Aronofsky. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heimkomuball Heru Bjarkar á Spot í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.