Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og annað frábært. Heimili, hönnun, tíska og hugmyndir. Snæfríður Ingadóttir. Heilsa, matur og hamingja. Yfirheyrslan og helgarmaturinn. 2 • LÍFIÐ 8. MARS 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært Grænt te er ekki bara grænt te, Matcha grænt te er kröftugur orkugjafi sem eykur brennslu. Ef þú ert ekki að drekka Matcha grænt te frá Solaray þá ert þú að missa af stórkostlegum drykk til heilsubóta á allan máta. Þetta einstaka græna te tekur allri annarri súperfæðu fram, það örvar efnaskipt- in, dregur úr streitu, bætir ónæmiskerfið og lækkar kólesteról í blóðinu. Kostir Matcha græna tesins: 1. Hjálpar gegn frumuskemmdum vegna andoxandi eiginleika. 2. Hjálpar gegn bólgum, oxun og öldrun líkamans. 3. Hjálpar gegn hjartasjúkdómum með lækkun á slæmu kólesteróli. 4. Örvar fitubrennslu, aukin brennsla ef drukkið meðan á æfingu stendur. 5. Blaðgræna (e. chlorophyll) er talin geta haft hreinsandi áhrif á líkamann og losað hann við þungmálma og eiturefni sem geta skaðað lífsgæði. 6. Eykur einbeitingu og og skerpir hugsun án streitunnar sem fylgir oft kaffidrykkju. 7. Fullt af trefjum, sem kemur í veg fyrir harðlífi og jafnar blóðsykurinn. 8. Frábær orkugjafi þegar þreytan fer að sækja á mann seinnipart dags, tilvalið í staðinn fyrir kaffi til að hressa sig við. Telaufin vaxa í skugga og eru rík af blaðgrænu, laufin eru handtínd, þurrkuð og möluð í fínt duft. Matcha grænt te má alls ekki setja í sjóð- andi vatn, þá bragðast það eins og gras. Gott er að sjóða vatnið og láta bíða í 5 mínútur áður en því er hellt yfir teið. Hrærið/þeytið kröftuglega í blöndunni áður en drukkið er. Einn bolli af Matcha grænu tei inniheld- ur jafnmikið af andoxunarefnum eins og 10 bollar af venjulegu grænu tei. Gæði og hreinleiki eru einkunnar- orð Solaray. Fæst í heilsuvöruverslunum. Sjá nánar á visir.is/lifid AUGLÝSING: HEILSA EHF KYNNIR VANTAR ÞIG ORKU? Solaray Matcha grænt te er svarið Góðgerðardagur MK 9. mars 2013 Fram koma: Hreimur Þóranna Antonía Heiða Ólafs Alexía Rut Teitur Schiöth Alhliða Pípulagnir. Sf Stál-tech. ehf 1000 kr. fyrir fullorðna 500 kr. fyrir 12 ára og yn gri Sigga Beinteins og María komi frá Söngvaborg. „Við erum ellefu hönnuðir og svo myndlistarfólk að auki sem sýnum saman í Artíma. Þetta verður án efa mjög fjölbreytt sýning og gestir fá að upplifa bæði tískuteikningar frá nokkr- um hönnuðanna og svo hvernig listamenn túlka föt hinna hönn- uðanna á listrænan hátt. Ég gaf Bjargeyju [Ólafsdóttur] alveg frjálsar hendur því ég vissi að hún kæmi með ljóðrænan blæ sem mundi passa við mína hönn- un,“ segir fatahönnuðurinn Dúsa Ólafsdóttir. Hún er í fríðum hópi hönnuða og listamanna sem sýna tískuteikningar í Artíma gallerí- inu þann 13. mars næstkomandi. Sýningin er haldin af Fatahönn- unarfélagi Íslands í tengslum við HönnunarMars. Hver hönnuður sýnir eina til tvær teikningar á sýning- unni. Dúsa vann sínar teikning- ar í samstarfi við listakonuna Bjargeyju Ólafsdóttur, en þær stöllur eiga það sameiginlegt að hafa báðar stundað nám í nokkr- um löndum; Bjargey í fjórum og Dúsa í þremur. „Tilgangur sýn- ingarinnar er fyrst og fremst sá að sýna hvernig hægt er að kynna tísku á listrænan hátt í stað þess að sýna heilu fatalínurnar,“ segir Dúsa og bætir við: „Kannski hættum við öll í tískubransanum og förum að halda myndlistar- sýningar í staðinn.“ Aðrir hönnuðir sem taka þátt í sýningunni eru Eygló Lárusdótt- ir, Hildur Yeoman, Guðmundur Jörundsson, Kron by Kronkron, Mundi Vondi, Rebekka Jónsdóttir, Sólveig og Edda Guðmundsdætur, Steinunn Sigurðardóttir, Harpa Einarsdóttir og Ýr Þrastardóttir. Engar flíkur verða á sýningunni, sem er stýrt af Heiðu Jónsdótt- ur með liðsinni Ragnheiðar Axel. „Ef ég þekki þær rétt þá verður þessi sýning algjör skyldumæt- ing fyrir alla þá sem hafa áhuga á tísku, hönnun og listum,“ segir Dúsa. Sýningin fer fram í Artíma gallerí við Skúlagötu 28 og stend- ur til 25. mars. - sm TÍSKA „KANNSKI HÆTTUM VIÐ Í TÍSKUBRANSANUM“ Fatahönnuðir og listamenn taka höndum saman og setja upp sýningu í Artíma galleríi í tengslum við HönnunarMars. Ný sýn á fatahönnun að sögn Dúsu Ólafsdóttur, hönnuðar. Dúsa Ólafsdóttir er í hópi þeirra fjöl- mörgu fatahönnuða og listamanna er taka þátt í sýningunni. Hún fékk lista- konuna Bjargeyju Ólafsdóttur til að túlka sína hönnun í teikningum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sælkerasamloku- og djús- staðurinn Lemon var opnaður formlega í gær en staðurinn hefur verið með ýmiss konar kynn- ingar á matnum sínum und- anfarið. Meðal þeirra sem hafa litið við og gætt sér á hollustunni eru Bubbi Morthens, leikararnir María Birta og Ólafur Darri Ólafsson, Hallgrímur Helgason, Kolla í Bítinu, Logi Bergmann, Svanhildur Hólm og svo mætti lengi telja...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.