Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 12
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 „Ef Barnahúsið hefði ekki verið til staðar hefði ekk- ert gerst. Engin meðferð hefði hafist,“ segir tvítugur strákur úr sérfræðihópnum. Hann var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall en sagði frá því ári seinna. „Það var smokkaauglýsing í sjónvarpinu og ég man að ég hélt að ég væri með alnæmi þegar mamma útskýrði fyrir mér hvað smokkur væri. Ég sagði frá út af hræðslu. Svo var ég þar í tvö ár og það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að mamma ýjaði að því við mig að fara í Barnahúsið aftur. Ég fór aftur, þá sautj- án ára, og það er áhrifamesta meðferðin. Þess vegna ítrekaði ég við ráðherrana áðan að Barnahúsið er besti meðferðarvettvangur sem til er á Íslandi, þar er ótrúlegur stuðningur og það fylgir öllum þolendum eftir alla ævi. Þess vegna vorum við að ítreka við þau að það þarf að stækka þetta öryggisnet, starfsemi Barnahússins. Besta meðferðin sem ég hlaut var þarna.“ Hann segir merkilegt að ferlið sé ofboðslega langt, mörg ár, og þegar hann kom aftur inn í Barna- húsið sem unglingur hafi sálfræðingur útskýrt fyrir honum að hann hafi verið svo ungur þegar hann hóf meðferð að það hafi verið erfitt að ná markvissum árangri. „Börn verða fyrir ofbeldi og þetta gerist allt í þrepum, fyrst einhvers konar grunnmeðferð. Þau í Barnahúsi krossleggja fingurna og vona að þau nái að innræta einhver skilaboð svo krakkar leiti þangað aftur. Í mínu tilfelli var mamma mín á tánum og ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fjölskyldan mín er búin að standa við bakið á mér.“ Hann segir alveg ljóst að í framtíðinni muni hann áfram leita til Barnahúss. „Ég veit ekki hvert annað ég á að leita, þetta er svo einfalt. Þau eru með mitt mál, upplýsingar og skýrslur og svo framvegis sem getur hjálpað. Minn sálfræðingur þekkir foreldra mína og svo framvegis. Ég veit að ég er velkominn þar og það skiptir máli. Ég fer þangað og sæki mér meiri hjálp því ég veit að ég þarf á henni að halda.“ Á fundinum kom einnig fram að mikil bið er eftir þjónustu Barnahúss og um fjörutíu börn bíða eftir meðferð. Hann segir að þeir sem fái hjálp endi eins og þau, á sama reit, sem sé mjög jákvætt, og hann vonast til þess að öll börn komist að hjá Barnahúsi. „Þetta er endalaus meðferð og eftir því sem tíminn líður nær maður alltaf meiri árangri og líður betur. Mér líður mjög vel og ég get tjáð mig þokkalega um þetta,“ segir hann. Hann segir að unnið hafi verið með hans mál innan fjölskyldunnar og hann sé því mjög feginn. Honum þótti mjög erfitt að heyra sögur félaga sinna úr sérfræði- hópnum, sem sumir hafa gert mál sín opinber með kærum eða öðru. „Mitt mál er búið að vera bara út af fyrir mig og að heyra það sem þau voru búin að ganga í gegnum fannst mér erfiðast, mér fannst þau hafa gengið í gegnum helvíti. Við höfum öll gert það en þetta var allt of mikið. Það finnst mér hvað sárast. Allt sem tengist þessum opinbera vettvangi, þetta er bara viðbjóður, ég myndi aldrei vilja standa í þessu, bara ekki að ræða það. Það þarf ekki að gefa mér eina einustu krónu og það þarf ekki að refsa neinum. Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi. Það var mjög lærdómsríkt.“ VIÐBJÓÐUR Á OPINBERUM VETTVANGI „Þetta er það sem ég á að gera. Ég upplifði ekki þessa reynslu til einskis heldur til þess að geta lært af því og hjálpað öðrum. Allavega trúi ég því. Það var tilgangur með þessu,“ segir átján ára gömul stúlka sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Hún varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi frænda síns fyrir um tveimur og hálfu ári en það tók hana hálft ár að átta sig á því sem gerðist og segja frá því. En hvernig fannst henni að segja ráðherrum sína sögu? „Mér fannst þetta frábært. Það lætur manni líða eins og þetta skipti máli, sem það gerir. Mér finnst gott að þetta sé orðið svo stórt í umræðunni að það veki svona mikla vitund og eftirtekt. Þetta var merkilegt bæði fyrir okkur og ráðherrana,“ segir hún. Hópurinn er sammála um að þau hafi komið ráðherrunum í opna skjöldu, og sáu það vel á þeim á lokuðum fundi sínum með þeim. „Mér finnst svolítið gott að við höfum komið þeim í opna skjöldu af því að það er það sem þarf. Það þarf að fá þetta svona beint framan í sig til að átta sig á raunveruleikanum. Af því að þetta er stórt, þetta er erfitt og þetta er ljótt en það þýðir ekkert að hundsa það. Þau sjá okkur, fólk sem hefur lent í þessu, og þau sjá alveg hvað við erum vel stödd með framtíðina fyrir okkur af því að við höfum fengið þá hjálp sem þarf. Og það segir manni að fólk sem lendir í kynferðisbroti þarf ekkert að lifa í skugg- anum af því alla sína ævi. Það getur endurheimt líf sitt ef það fær réttu hjálpina.“ Henni finnst algjörlega vanta viðurkenningu á vandamálinu í samfélaginu. „Viðurkenningu á ofbeldinu sem á sér stað. Ég fékk til dæmis ekki viðurkenningu frá neinum nema minni nánustu fjöl- skyldu. Það var sem sagt frændi minn sem misnotaði mig. Það var rosalega erfitt fyrir fjölskylduna, klauf hana svolítið í tvennt, en flestir stóðu algjörlega við bakið á mér. En af því að við vorum í sama vinahópi líka, og hann var fyrri til að segja sínar fjölmörgu upplognu útgáfur af því sem gerðist, þá trúði mér enginn. Þeir sem ég taldi vini mína viðurkenndu kynferðisbrotið engan veginn og ég var útskúfuð algjörlega úr vinahópnum. Það var gríðarlega erfitt.“ Hún segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en með hjálp sálfræðings í Barnahúsi hvers vegna frændinn dreifði um hana sögum. „Ég skildi bara ekkert hvers vegna hann lagði sig svona fram við að dreifa um mig lygum, fyrr en sálfræðingurinn minn útskýrði fyrir mér að hann var að fela spor sín og vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Hann var að koma í veg fyrir að mér yrði trúað þegar ég loksins áttaði mig á því hvað hafði gerst og þyrði að segja frá því. Það leið alveg upp undir hálft ár, bæði vegna þess að ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta var glæpur, þetta var bara eitthvað skammarlegt og ógeðslegt sem ég vildi ekki einu sinni viðurkenna fyrir sjálfri mér, hvað þá öðrum.“ Hún segist hafa verið miður sín frá því að hún varð fyrir ofbeldinu og þangað til hún áttaði sig á það hvað gerðist. „Það skánaði nú svo sem ekkert við það að átta mig og segja frá. Það var ofsalega erfitt að gera sér grein fyrir og samþykkja að frændi minn og vinur væri svona innrættur. En svo fór ég að fá hjálp og það var bara ofboðslega fljótt að fara upp á við. Maður veit alveg að þetta er ekki manni sjálfum að kenna. En það er eitt að vita og annað að skilja.“ Hún segir mömmu sína alltaf hafa sagt henni að til væri fólk sem gerði svona hluti. „En ég velti því aldrei neitt nánar fyrir mér. Ég vissi svo sem að ofbeldi væri aldrei þolandanum að kenna. En einhvern veginn fannst mér það ekki eiga við mig, sem er alveg týpísk viðbrögð hjá þolanda kynferðisofbeldis, því sjálfsáfellingin er svo gríðarleg. Þegar manneskja lendir í kynferðisbroti þá er allt tekið frá henni, öll völd hrifsuð burt og mörkin virt að vettugi. Ég skrifaði einhvern tímann niður hjá mér: Nauðgarar eru eins og vitsugur, úr Harry Potter, þeir sjúga alla gleðina úr þér, nærast á henni og þér finnst eins og þú munir aldrei verða glaður aftur. Á þær er notaður verndargaldur, Expecto patronum, sem er í þessari líkingu Barnahús, og kennir manni að hjálpa sér sjálfur.“ Hún sló strax til þegar henni bauðst að taka þátt í verkefninu. „Þetta er það besta sem ég hef gert í lífi mínu. Ég er átján ára og er búin að afreka þetta mikið. Ég er búin að, ég leyfi mér að taka svona stórt til orða, breyta heiminum aðeins. Til hins betra. Það eru ekki allir átján ára sem geta sagt það og ég er rosalega stolt af því og ég er óendanlega stolt af krökkunum sem ég er að vinna með.“ STÓRT, ERFITT OG LJÓTT EN ÞÝÐIR EKKERT AÐ HUNDSA ÞAÐ            „Búin að breyta heiminum aðeins“ Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi kynnti í gær skýrslu um ofbeldi gegn börnum og tillögur að úrbótum. Sex ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi mynduðu sérfræðihóp barna og skiluðu eigin tillögum. Þau sögðu fjórum ráðherrum sögu sína í gær og tvö þeirra ræddu við Fréttablaðið að því loknu. thorunn@frettabladid.is ➜ Þetta var bara eitthvað skammar- legt og ógeðslegt, sem ég vildi ekki einu sinni viðurkenna fyrir sjálfri mér. ➜ Ef Barnahúsið hefði ekki verið til staðar hefði ekkert gerst. Engin með- ferð hefði hafist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.