Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 18
8. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Sú almenna skoðun ríkir orðið að afnema eigi verð- tryggingu á íbúðalánum, og stjórnmálaflokkar birta stefnur sínar um afnám hennar með mis- munandi hætti. Mikið hefur verið um að verðtryggðu lánin séu töluð niður og sýnt hversu illa þau léku lántakendur í gegnum hrunið. Enn sem komið er hefur ekki komið fram í umræðunni um þetta málefni hvaða fyrirkomulag eða lánsform kæmi í staðinn fyrir verðtryggð lán ef verðtrygging verður afnumin. Ef afnema á verðtryggingu verða stjórnmála- flokkar og aðrir að útskýra hvaða lausn og kostir eru betri. Flestöll lán til íbúðakaupa komu illa niður á lántakendum eftir hrun vegna lækkun- ar á krónunni, háum vöxt- um eða verðbólgu, hvort sem það voru gengislán, óverðtryggð eða verð- tryggð lán. Eru verðtryggð lán slæmur kostur? Mismunandi lánsform hafa mismunandi áhrif á fjármál heimila. Sem dæmi jafna verðtryggð lán greiðslubyrði lántakanda í hverj- um mánuði og færist hluti verð- bóta yfir á höfuðstól. Verðtryggðu jafngreiðslulánin virkuðu eins og „dempari“ á greiðslubyrði lántakenda og jöfnuðu þannig út greiðslur í verðbólguskotinu. Það þýðir að höfuðstóll verðtryggðra lána hækkaði í hverjum mánuði og eigið fé í fasteignum lækkaði að öðru óbreyttu. Það að greiðslu- byrði þessara lána fór ekki upp úr öllu valdi í kjölfar hrunsins kann að hafa verið kostur fyrir suma. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur verið tvöfalt hærri en verðtryggðra í hverjum mán- uði fyrstu árin. Höfuðstóllinn lækkar þar af leiðandi hrað- ar á þeim lánum. Lántakendur fundu greiðslubyrðina hækka strax þegar óverðtryggðir vextir hækkuðu í 21% áður en þeir byrj- uðu að lækka aftur (sjá mynd 1). Þessi lán kunna að hafa komið illa niður á greiðslustöðu þessara lán- taka á þessu tímabili. Stökkbreyttar greiðslur á óverðtryggðum lánum Í umræðunni er iðulega talað um stökkbreyttan höfuðstól verð- tryggðra lána og hversu ósann- gjarnt það sé að höfuðstóll hækki við verðlagsbreytingar. Ef afnema á verðtryggðu lánin eru óverðtryggð lán hinn val- kosturinn. Fyrir hrun var lítið í boði af óverðtryggðum íbúðal- ánum með föstum vöxtum. Eftir hrun byrjuðu bankar að bjóða óverðtryggð lán með föstum vöxtum sem bundnir eru í 3-5 ár og endurskoðaðir að þeim tíma loknum. Greiðslubyrði á þeim lánum getur einnig stökkbreyst þegar vextir eru endurskoðaðir að vaxtatímabili loknu. Ef borin er saman greiðslu- byrði verðtryggðra lána með föstum raunvöxtum og óverð- tryggðra með breytilegum vöxt- um og notaðar eru rauntölur um verðbólgu og vexti frá 2006 sýnir Mynd 2 um greiðsluferla lána hér að ofan sýnir glögglega hversu há greiðslubyrði óverðtryggðu lán- ana var í hverjum mánuði fram á árið 2009 miðað við verðtryggð lán frá Íbúðalánasjóði. Mánaðar- leg greiðslubyrði óverðtryggðra lána stökkbreyttist þegar vext- ir fóru í 15%-21% á tímabilinu 2006-2009. Hér er miðað við 20 milljóna króna jafngreiðslu- lán til 25 ára og mánaðarlegar greiðslur. Frá janúar 2006 til janúar 2013 greiddi sá sem tók óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum 7,4 milljónum króna meira en sá sem tók verðtryggt lán. Höfuð- stóll verðtryggða lánsins er í lok tímabilsins um 8,3 milljónum hærri en á óverðtryggða láninu. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt þegar greitt er minna inn á verð- tryggða lánið í hverjum mánuði. Þeir sem tóku óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum á þessu tímabili tóku á sig „skellinn“ strax í verðbólguskotinu með hærri greiðslum í hverjum mán- uði. Höfuðstóll þeirra lána lækk- aði jafnt og þétt eins og Mynd 3 að ofan sýnir en hækkaði á verð- tryggða láninu. Höfuðstóll verð- tryggða lánsins er 8,3 milljónum króna hærri í janúar 2013, ekki vegna þess að verðtryggðu lánin séu „slæm“ lán, heldur var greitt minna í hverjum mánuði. Ef ákvörðun er tekin um að leiðrétta fortíðarvanda hjá íbúðalántakendum sem tóku verðtryggð lán má segja að verið sé að greiða niður „vexti“ þeirra sem borguðu minna af lánum sínum þar sem hluti verðbóta fluttist yfir á höfuðstól, en ekki greiðslur þeirra fáu sem tóku óverðtryggð lán og greiddu allt verðbólgu skotið strax í formi vaxta. Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum vaxtakjörum Til að bera saman kjör á óverð- tryggðum og verðtryggðum lánum er horft til vaxta og verð- bólgu á hverjum tíma. Sam- anburður á lánunum sýnir að verðtryggð lán komu betur út í gegnum hrunið ef skoðaðar eru vaxtatölur og vísitölubreytingar frá árinu 2006. Súlurnar á mynd 4 um árlega vexti íbúðalána sýna heildarvexti verðtryggðra lána að teknu tilliti til raunvaxta og verðbóta í hverj- um mánuði. Blái hluti súlnanna er verðbætur og sá rauði raunvext- ir Íbúðalánasjóðs. Brúna línan sýnir heildarvexti á óverðtryggð- um lánum til samanburðar. Mynd 5 sýnir þróun höfuðstóls þriggja lána miðað við 20 milljón- ir króna frá janúar 2006. Vaxta- kjörin á hverjum tíma segja hvort lánsformið hafi verið dýrara séð frá sjónarhóli lántakanda. Reikn- að á ársgrundvelli yfir tímabilið 2006-2013 eru árlegir heildar- vextir óverðtryggðu lánanna á bilinu 13,3-14,8% en 12,1% á verðtryggðum lánum. Munurinn í krónum er 3,6 milljónir króna, verðtryggðum í hag, sé miðað við forsendu um 2,0% álag á lægstu óverðtryggða vexti banka og sparisjóða en 8,4 milljónir króna sé miðað við 3,5% álag. Lánsformið er ekki vandamálið Vandamálið sem við glímum við er háir raunvextir og há og sveiflukennd verðbólga á Íslandi. Vandamálið er ekki lánsformið, hvort lán eru verðtryggð, óverð- tryggð, jafngreiðslulán eða lán með jafnar afborganir. Íbúða- lántakendur á Íslandi greiða 2-3 sinnum hærri vexti að jafnaði af íbúðalánum sínum en gengur og gerist í nágrannalöndunum og búa við sveiflukennt og áhættu- samt fjármálaumhverfi. Það er vandamálið og því þarf að breyta. Umræðan almennt og stefnu- mál flokka og stjórnvalda ætti að snúast um a) leiðir til að lækka vexti og koma skikki á efnahags- stjórn (ríkis- og peningamála- stjórnun) þannig að raunvextir og verðbólga lækki og b) að fjölga lánsformum (ekki fækka) á íbúða- lánamarkaði sem jafna betur áhættu aðila í þessum lánsvið- skiptum til langs tíma. Ef valkostum íbúðalána fjölg- ar mun vægi verðtryggðra lána sjálfkrafa minnka í framtíðinni. Sú þróun er þegar hafin. Verð- tryggð lán eiga að vera valkostur fyrir lántakendur því verðtryggð lán eru ekki eins slæmur kostur og menn vilja vera láta. Þau hafa ákveðna kosti fyrir suma hvað greiðslubyrði varðar og þar að auki geta þau verið ódýrari kost- ur vaxtalega í gegnum erfiða tíma. Ef afnema á verðtryggingu á íbúðalánum þurfa þeir sem vilja fara þá leið að svara því hvaða betri kostir eigi að koma í stað- inn fyrir verðtryggð lán. Engin lán eru góð lán fyrir íbúðalántak- endur á meðan fjármagnskostn- aður íbúðalána er svona hár og verðbólgusveiflur miklar. ➜ Þróun höfuðstóls lána 30 25 20 15 10 5 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 M ill jó ni r ■ Óverðtryggt jafngreiðslulán - breytilegir vextir ■ Verðtryggt jafngreiðslulán - Íbúðalánasjóðs ➜ Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum % 23 19 15 11 7 3 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 ■ Breytilegir óverð- tryggðir. Lægstu vextir banka og sparisjóða ■ Fastir raunvextir íbúðalána ➜ Greiðsluferlar lána 400 300 200 100 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 ■ Verðtryggt jafn- greiðslulán - Íbúðalánasjóðs ■ Óverðtryggt jafn- greiðslulán - breyti- legir vextir 65 55 45 35 25 15 5 -5 -15 % ➜ Árlegir vextir á íbúðalánum 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 ■ Verðbætur ■ Raunvextir ■ Óverðtryggðir vextir Afnám verðtryggingar – og hvað svo? VERÐTRYGGING Agnar Jón Ágústsson Viðskipta- og hagfræðingur ➜ Þróun höfuðstóls Starfsendurhæfing Hvar stöndum við? Hvert stefnum við? Ráðstefna um starfsendurhæfingu í tilefni af 25 ára starfsafmæli Hringsjár, náms- og starfsendurhæfingar Haldin á Grand hóteli þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 13:00–16:30 13:00 Ávarp. Halldór Sævar Guðbergsson formaður stjórnar Hringsjár 13:10 Setning ráðstefnunnar. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra 13:20 Hvað er starfsendurhæfing? Halldór S. Guðmundsson, félagsráðgjafi, lektor við HÍ 13:40 Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing. Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður 13:55 Hlutverk, samtök um vinnu- og verkþjálfun. Kristján Valdimarsson, formaður 14:10 Starfsendurhæfingarstöðvar. Ingvar Þóroddsson,endurhæfingarlæknir 14:25–14:45 Kaffihlé – boðið er upp á kaffi og meðlæti 14:45 Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins 14:55 Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 15:05 Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands 15:15 Sigurður Albert Ármannsson, sérfræðingur Landssamtökum lífeyrissjóða 15:25 Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs 15:35 Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun 15:45–16:30 Pallborðsumræður - þátttakendur: Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar VIRK Erla B. Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar Gerður Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá Samvinnu, starfsendurhæfingu Suðurnesja Guðrún Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu Ingibjörg Ólafsdóttir, MS í mannauðsstjórnun, fyrrum nemandi og ritari Hringsjár Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, stéttarfélags Ráðstefnustjóri: Jón Steinar Jónsson læknir Tónmöskvi, táknmáls- og rittúlkun í boði Mögulegt er að fylgjast með ráðstefnunni í fjarfundi hjá Símey Akureyri, Þekkingarneti Austurlands, Egilsstöðum og Fræðslumiðstöð Vestfjarða Ísafirði. Þátttakendur þurfa að skrá á www.hringsja.is eða síma 510-9380 í síðasta lagi föstudaginn 8. mars. Aðgangur ókeypis en vinsamlegast skráið þátttöku á www.hringsja.is eða síma 510-9380 Skýring: Miðað er við greiðslubyrði af 20 mkr jafn- greiðsluláni í hvoru tilviki fyrir sig sem greitt er af mánaðarlega og tekið í janúar 2006 til 25 ára. Við útreikning á greiðslu- byrði óverðtryggðra lána eru notaðir lægstu óverðtryggðir vextir banka og sparisjóða sem Seðlabanki Íslands birtir ásamt 2% álagi. Við útreikning á heildarvöxtum verð- tryggðra lána eru raunvextir frá Íbúðalána- sjóði notaðir og verðbótum bætt við í hverjum mánuði til að fi nna fi nna greiðslur skv. lánaútreikni Íbúðalánasjóðs. Í útreikningi hér voru notaðir lægstu óverðtryggðir vextir banka og sparisjóða sem Seðlabanki Íslands birtir ásamt 2% álagi. Við útreikning á heildarvöxtum verðtryggðra lána eru raunvextir frá Íbúðalánasjóði notaðir og verðbótum bætt við til að finna heildarvexti í hverjum mánuði. 65 55 45 35 25 15 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 M ill jó ni r ■ Óverðtryggð lán (3,5% álag) ■ Verðtryggð lán (2,0% álag) ■ Verðtryggt lán (með föstum raunvöxtum ➜ Samanburður á lánunum sýnir að verðtryggð lán komu betur út í gegnum hrunið þúsund Mynd 1 Mynd 2 Mynd 3 Mynd 4 Mynd 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.