Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 8. mars 2013 | SKOÐUN | 17 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Nú er nóg komið er yfir- skrift Kvennastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, UN Women, á alþjóðleg- um baráttudegi kvenna, 8. mars, í ár. Nú er nóg komið af ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum, en ofbeldinu má líkja við heimsfaraldur. Talið er að á heimsvísu verði allt að sjö af hverjum tíu konum einhvern tíma fyrir kyn- bundnu ofbeldi. Um allan heim eru þolendur að rjúfa þögnina og krefjast þess af stjórnvöldum, rétt- arkerfi og almenningi að ofbeldið verði ekki liðið lengur. Víða hrikt- ir í fúnum stoðum gamalla valda- kerfa sem hafa falið ofbeldið og samþykkt það með þögninni. En þótt vandinn sé hrikalegur, sést árangur víða. Kynbundið ofbeldi Á síðustu árum hafa stjórnvöld á Íslandi stigið fjöldamörg skref í baráttunni gegn kynbundnu of beldi . Nauðgunarákvæði hegningarlaga hafa verið hert, fyrningar ákvæði vegna tiltekinna kynferðisbrota gegn börnum felld niður, kaup á vændi gerð refsiverð, nektarstöðum úthýst og úrræði lög- reglu til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum komið á fót. Meðferð- arúrræðið Karlar til ábyrgðar hefur verið eflt. Nú stendur yfir þriggja ára átak um vitundar- vakningu gegn kynferðis legu ofbeldi gegn börnum, en ýmsum verkefnum hefur verið hrint af stað undir merki hennar. Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009 hefur runnið sitt skeið og drög að endurskoðaðri áætlun hafa verið kynnt. Svona mætti áfram telja. Kynbundið launamisrétti Nú er nóg komið gæti allt eins verið þema dagsins vegna baráttunnar gegn kynbundnu launamisrétti. Um leið og ætla má að þolin mæði okkar flestra sé þrotin gagnvart því spyr ég mig hvers vegna ekki gangi hraðar að útrýma því. Í október síðastliðnum sam- þykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætl- un gegn launamun kynjanna með á þriðja tug aðgerða. Margar þeirra eru komnar vel á veg. Stofnaður hefur verið aðgerðahópur stjórn- valda og aðila vinnumarkaðar. Þeim hópi er m.a. ætlað að kynna jafnlaunastaðalinn sem fullgerð- ur var í árslok á síðasta ári og ná sátt um hvernig haga beri könn- unum á kynbundnum launamun þannig að þær vísi betur veginn til raunverulegra umbóta. Sam- kvæmt áætluninni mun fræðsla um launajafnrétti kynjanna verða stórefld. Stjórnvöld eru að taka til í eigin ranni, m.a. með svoköll- uðum jafnlaunaúttektum og átaki til að skilgreina betur hvað telj- ast málefnalegar forsendur fyrir launasetningu í ríkisgeiranum. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki að bregðast þarf við rótgrónu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum, en ná þarf sátt um hvernig standa ber að endurmati á þeim. Kynbundið ofbeldi og launa- misrétti er rótgróinn og þrá látur vandi. En þótt baráttan hafi á stundum virst löng og ströng skul- um við ekki gleyma því að mikill árangur hefur náðst. Við munum halda henni ótrauð áfram. „Þið eruð ekki þjóðin!“ á Ingi- björg Sólrún að hafa sagt á borgarafundi í Háskólabíói. Með upphrópunarmerki og öllu. Satt að segja væri ég til í að prenta þennan frasa á boli. Því auðvitað er mjög hugað að segja þetta við æstan múg. Hugað og satt. Það er bara eitt vandamál. Ingibjörg Sólrún sagði þetta aldrei. Sé myndband af fundinum skoðað má sjá að ummælin voru: „Ég skil það líka hjá ýmsum sem sitja hér í salnum að þeir vilji okkur [ríkisstjórnina] burt. En ég er ekki viss um að þeir sem eru hér í salnum geti endilega talað fyrir þjóðina, þið séuð endilega þess umkomnir að tala fyrir þjóð- ina“. Það var líka hugað og líka satt þótt það passi verr á boli. Auðvitað púuðu fundarmenn og urðu alveg snar. Fannst þeir víst geta talað fyrir þjóðina. Hvernig gat einhver haldið öðru fram? Einhverjum þótti Ingibjörg Sól- rún hafa borið vont skynbragð á aðstæður. Ósammála. Mér fannst þetta glæstasta stund þessarar ágætu stjórnmálakonu. Fámennur meirihluti þjóðarinnar Á þessum fundi sátu ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar andspænis brjál- aðri þjóðinni. Svo komu mótmæli. Svo meiri mótmæli. Svo kveikti þjóðin í jólatrjám og braut rúður í Alþingishúsinu. Svo mótmælti þjóðin enn meira. Loks, eftir að þjóðin hafði fengið sig endan- lega fullsadda af þessari tveggja flokka stjórn, fór stjórnin frá og það var boðað til kosninga. Í þeim kosningum fengu Sjálf- stæðisflokkurinn og Samfylking- in samtals 53,5% atkvæða og 36 þingmenn. Eftir allt sem á undan hafði gengið hélt hrunstjórnin því meirihluta sínum. Kjósendur höt- uðu þessa stjórnmálamenn ekki meira en svo. Vonda planið Það var gott hjá Valgerði Bjarna- dóttur að senda stjórnarskrár- drögin sem nú er rætt um til Feneyjanefndar. En í ljósi þess hve efnismiklar athugasemdir Feneyjanefndarinnar voru og hve miklar breytingar hefur þurft að gera á frumvarpinu í kjölfarið er ljóst að málið verður ekki sam- þykkt á þeim stutta tíma sem eftir er. Það væri óskynsamlegt og fæli í sér vont fordæmi. Enda er ekki meirihluti fyrir því að gera það, sama hvað mönnum finnst. Planið sem „fulltrúar þjóðar- innar“ virtust tala fyrir fólst í því að takmarka mjög ræðutíma í umræðu um stjórnarskrána og keyra hana í gegn á fullri hörku. Hugsum þetta aðeins. Heildar- tillögurnar í sinni nýjustu mynd komu fram á mánudag. Á að skapa það fordæmi að allt í lagi sé að stöðva umræður stjórnar- skrárbreytingar efir 1-2 daga og keyra þær í gegn? Í alvörunni, vilja menn það? Sjá menn fyrir sér að hollt væri fyrir næstu ríkis stjórnir að búið væri að skapa það fordæmi? Talið fyrir ykkur sjálf Frambjóðendum Dögunar og Lýð- ræðisvaktarinnar veitti ekki af smá raunveruleikatékki. Saman- lagt mælast þessi framboð með um 2% fylgi í skoðanakönnunum þrátt fyrir að þingmenn og fram- bjóðendur þessara framboða hafi varla farið huldu höfði. Það virðist einfaldlega ekki áhugi meðal kjós- enda til að fá þetta fólk til starfa. Auðvitað eiga kosningarnar eftir að leiða hið raunverulega fylgi þess í ljós en samt bendir fátt til að þetta fólk sé í einhverjum beinni tengslum við þjóðina en aðrir stjórnmálamenn. Ingibjörg Sólrún benti á hið augljósa. Að hver og einn getur bara talað fyrir sjálfan sig. Það dugar mörgum hins vegar ekki. Hreyfing sem kenndi sig við 99 prósentin var eitt dæmi um það. Þorvaldur Gylfason, Gísli Tryggvason og Þór Saari nota þjóðina í annarri hverri setningu og finnst það valdarán að alþingis- menn skyldu fylgja eigin sannfær- ingu en ekki því sem þjóðinni (þ.e. þeim sjálfum) finnst. Þykir mönnum þá, fyrst um „valdarán“ er að ræða, réttlætan- legt að brjóta aftur rúður í þing- húsinu, kveikja í fleiri jólatrjám og sitja um heimili þingmanna til að hindra það „valdarán“? Mun nær er að segja að þeir sem hvetji til slíks hvetji til valdaráns. En svona er þetta. Það er eins og sumir stjórnmálamenn vilji ekki sækja umboð sitt í kjör kassana heldur leiti að því á stéttinni fyrir framan þinghúsið. Því þar hljóti þjóðina að vera að finna, að þeirra mati. Samt ekki þjóðin Það er eins og sumir stjórnmálamenn vilji ekki sækja umboð sitt í kjörkassana heldur leiti að því á stéttinni fyrir framan þinghúsið. Því þar hljóti þjóðina að vera að finna, að þeirra mati. Nú er nóg komið ! JAFNRÉTTI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Samtök atvinnulífsins ákváðu að leggja Blóð- bankanum lið með vakn- ingarátaki um mikilvægi þess að gefa blóð og geta fengið að skreppa frá vinnu til þess. Auglýsingar átaksins ganga út á að höfða til atvinnurekenda með því að birta myndir af for- stjórum að gefa blóð með textanum „Brettum upp ermar – gefum blóð“. Með þessu eru þeir ekki síst að leggja okkur lið með því að höfða til atvinnurekenda í því tilliti að blóðgjafar þurfa frí til þess að geta gefið blóð. Blóðgjafar nýta oft hádegishlé sitt til að koma að gefa blóð og draga þannig úr fjarveru frá vinnu. Þess vegna er oft mikið álag í hádeginu og biðtími blóðgjafa verður óviðunandi langur. Það er hins vegar ekki viðunandi fyrir blóðgjafa að þurfa að bíða lengi eftir því að komast að og í raun tapa allir á því. Einstak- lingurinn er mun lengur frá vinnu en hann annars þyrfti að vera og blóðgjöfin verður stress en ekki afslöppun eins og hún á að vera. Bókaðir tímar í blóðgjöf Til þess að reyna að mæta þessu og ná betra jafnvægi í biðtíma, innkomu blóðgjafa, lagerhaldi og mönnun höfum við hjá Blóð- bankanum ákveðið að taka upp bókanir blóðgjafa í miklu meira mæli. Til að byrja með mun blóð- gjafinn geta valið um hvort hann bókar sig í blóðgjöf, en blóð- gjafar sem eiga bókaðan tíma munu ganga fyrir öðrum. Stefna okkar er hins vegar sú að fara að mestu leyti yfir í að bóka tíma. Í nágrannalöndum okkar hafa blóðgjafar bókað sér tíma í blóð- gjöf til nokkurra ára. Með nýju tölvukerfi getum við haldið utan um bókanir og sent blóðgjöfum áminningu daginn áður en hann á að mæta. Með þessu móti mun blóð- gjafi geta gert ráð fyrir því að þurfa ekki að bíða lengi eftir viðtali og blóðgjöfinni sjálfri sem tekur um 10 mínútur og svo er auðvitað nauðsynlegt að gefa sér aðeins tíma á kaffi stofunni okkar eftir blóðgjöfina og fá sér eitthvað gott að borða, lesa blöð- in, hlusta á útvarpið og spjalla við aðra blóðgjafa. Þannig á heimsóknin til okkar ekki að þurfa að taka meira en 30-40 mínútur og allt á að geta verið afslappað og þægilegt. Bókaðu tíma með því að senda okkur póst á www.blodbankinn. is eða hringdu í okkur í síma 543-5500. Blóðgjafar þurfa frí frá vinnu til að gefa BLÓÐGJÖF Jórunn Frímannsdóttir deildarstjóri blóðsöfnunar EINLEIKIN GAMANSEMI EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG Miðaverð er 3.900 kr. Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. 5. APRÍL Í HÖRPU SIGGA SIGURJÓNS N ÁNAR Á SENA.IS/L AD DI TRYGGÐUÞÉR MIÐA! MIÐASALAN ER OPIN! 30% AFSLÁTT UR AF LA DDA ➜ Þess vegna er oft mikið álag í hádeginu og biðtími blóðgjafa verður óviðunandi langur. Það er hins vegar ekki viðunandi fyrir blóðgjafa að þurfa að bíða lengi eftir því að komast að og í raun tapa allir á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.