Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 Vöxtur og væntingar í ferðaþjónustu Kynntur verður nýr framtakssjóður á vegum Landsbréfa en sjóðnum er ætlað að styðja við ný og spennandi verkefni í ferðaþjónustu. Þá verður kynnt ný greining Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar og þjóðhagslegu mikilvægi hennar, auk þess sem allað verður um nokkra vaxtarbrodda í ferðaþjónustu. Fyrirlesarar eru: » Árni Þór Þorbjörnsson, Fyrirtækjasviði Landsbankans » Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins » Davíð Björnsson, Fyrirtækjasviði, mannvirkjagerð og ferðaþj. » Eva María Þórarinsdóttir Lange, frumkvöðull hjá Pink Iceland » Fannar Ólafsson, framkvæmdastjóri Íshesta » Gústaf Steingrímsson, Hagfræðideild Landsbankans » Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum » Melissa Andretta, markaðsstjóri Icelandair í Ameríku » Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Landsbréfa » Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar Allir velkomnir. Við bjóðum til opins fundar í Hörpu, fimmtudaginn 14. mars. Skráning á landsbankinn.is. VIÐSKIPTI Hagnaður Vodafone (Fjarskipta hf.) á síðasta ári, fyrir fjármagnstekjur, afskriftir og skatta, nam 2.768 milljónum króna á síðasta ári og hækkaði um 352 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tekjurnar árið 2012 námu 13.345 milljónum króna og hækkuðu um þrjú prósent frá fyrra ári. Mestar tekjur voru af farsímaþjónustu, 5.763 milljónir, en mestur vöxtur var í tekjum af sjón- varpi og gagnaflutningum. Heildareignir Fjarskipta í árslok námu 16.278 m.kr. og höfðu hækkað um 514 milljónir frá upp- hafi 2012. Eigið fé nam 6.782 milljónum um síðustu áramót og var eiginfjárhlutfallið tæp 42 prósent. Fjarskipti hf. var skráð á hlutabréfamarkað í desember. Hluthafar í árslok voru 548, en stærstu eigendurnir voru Framtakssjóður Íslands með rúmlega nítján prósenta hlut og Lífeyrissjóður verzlunarmanna með rúm tólf prósent. Heildareignir Fjarskipta nema um 16 milljörðum: Vodafone hagnaðist um tæpa 3 milljarða 352 milljónir króna er hagnaðar- aukning Voda- fone á milli rekstrarára. LANDBÚNAÐUR Matvælastofnun telur líkur á því að smitandi barka- bólga hafi verið upprætt með slátr- un allra þeirra gripa sem reyndust smitaðir á Egilsstaðabúinu á Völl- um síðastliðið haust. Smitandi barkabólga greindist í gripum á búinu við reglubundna leit Matvælastofnunar að smit- andi sjúkdómum í íslenska kúa- stofninum. Við nánari rannsókn og endurteknar sýnatökur úr öllum nautgripum reyndust 34 kýr hafa smitast á Egilsstöðum. Einn- ig fundust vísbendingar um smit í einni kú sem fæddist á Egilsstöð- um og hafði verið flutt að Fljóts- bakka á Héraði. Í kjölfarið var gerð rannsókn á öllum mjólkurframleiðslubú- um í landinu og á nautgripum í nautabúinu í Hrísey og nautum og nautasæði í Nautastöðinni á Hesti. Ekki fundust neinar vísbendingar um sjúkdóminn annars staðar en í kúm frá Egilsstöðum og Fljóts- bakka. Næst verða tekin blóðsýni eftir fimm mánuði á Egilsstöðum og Fljótsbakka. Ef ekki mælast mót- efni gegn smitandi barkabólgu í sýnum má gera ráð fyrir að sýk- ingunni hafi verið útrýmt úr íslenska nautgripastofninum, að því er segir í tilkynningu. - shá Öllum gripum slátrað á Egilsstaðabúinu á Völlum: Barkabólgu hefur líklega verið útrýmt MALASÍA, AP Rúmlega þrjátíu manns létu lífið í skotbardaga milli öryggissveita í Malasíu og liðs- manna soldáns frá Filippseyjum, sem gerir tilkall til landsvæðis á eyjunni Borneó. Soldáninn Jamalul Kiram sendi 200 manna lið til Filippseyja í síð- asta mánuði og lagði undir sig heilt þorp. Mikið pólitískt uppnám varð í kjölfarið, bæði í Malasíu og á Filippseyjum. Soldáninn segist eiga erfðatil- kall til Sulu-héraðs á sunnanverð- um Filippseyjum og gerir einnig tilkall til Sabah-héraðs á eyjunni Borneó, en það hérað tilheyrir Malasíu. Mikilvægar náttúruauð- lindir eru í Sabah-héraði. Stjórnarherinn í Malasíu brást við á þriðjudag með loftárásum, en svo virðist sem flestir Filipps- eyingarnir, sem fylgja Kiram, hafi sloppið óskaddaðir frá þeim. Í gær réðust svo sveitir lögreglu og hers á liðsmenn soldánsins og lauk þeim hildarleik með því að 31 Filippseyingur lá í valnum. Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, hefur hafnað vopnahlés- tilboði frá soldáninum: „Þeir verða að leggja niður vopn, og það eins fljótt og hægt er,“ sagði Razak. - gb Filippseyskur soldán í stríð við stjórnarherinn: Skotbardagi kostaði tugi lífið í Malasíu JAMALUL KIRAM Sendi 200 manna lið frá Filippseyjum í síðasta mánuði og lagði undir sig heilt þorp. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐ Barkabólga er landlægur vágestur víða um lönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.