Fréttablaðið - 08.03.2013, Síða 11

Fréttablaðið - 08.03.2013, Síða 11
FÖSTUDAGUR 8. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 Vöxtur og væntingar í ferðaþjónustu Kynntur verður nýr framtakssjóður á vegum Landsbréfa en sjóðnum er ætlað að styðja við ný og spennandi verkefni í ferðaþjónustu. Þá verður kynnt ný greining Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu ferðaþjónustunnar og þjóðhagslegu mikilvægi hennar, auk þess sem allað verður um nokkra vaxtarbrodda í ferðaþjónustu. Fyrirlesarar eru: » Árni Þór Þorbjörnsson, Fyrirtækjasviði Landsbankans » Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins » Davíð Björnsson, Fyrirtækjasviði, mannvirkjagerð og ferðaþj. » Eva María Þórarinsdóttir Lange, frumkvöðull hjá Pink Iceland » Fannar Ólafsson, framkvæmdastjóri Íshesta » Gústaf Steingrímsson, Hagfræðideild Landsbankans » Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum » Melissa Andretta, markaðsstjóri Icelandair í Ameríku » Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Landsbréfa » Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar Allir velkomnir. Við bjóðum til opins fundar í Hörpu, fimmtudaginn 14. mars. Skráning á landsbankinn.is. VIÐSKIPTI Hagnaður Vodafone (Fjarskipta hf.) á síðasta ári, fyrir fjármagnstekjur, afskriftir og skatta, nam 2.768 milljónum króna á síðasta ári og hækkaði um 352 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tekjurnar árið 2012 námu 13.345 milljónum króna og hækkuðu um þrjú prósent frá fyrra ári. Mestar tekjur voru af farsímaþjónustu, 5.763 milljónir, en mestur vöxtur var í tekjum af sjón- varpi og gagnaflutningum. Heildareignir Fjarskipta í árslok námu 16.278 m.kr. og höfðu hækkað um 514 milljónir frá upp- hafi 2012. Eigið fé nam 6.782 milljónum um síðustu áramót og var eiginfjárhlutfallið tæp 42 prósent. Fjarskipti hf. var skráð á hlutabréfamarkað í desember. Hluthafar í árslok voru 548, en stærstu eigendurnir voru Framtakssjóður Íslands með rúmlega nítján prósenta hlut og Lífeyrissjóður verzlunarmanna með rúm tólf prósent. Heildareignir Fjarskipta nema um 16 milljörðum: Vodafone hagnaðist um tæpa 3 milljarða 352 milljónir króna er hagnaðar- aukning Voda- fone á milli rekstrarára. LANDBÚNAÐUR Matvælastofnun telur líkur á því að smitandi barka- bólga hafi verið upprætt með slátr- un allra þeirra gripa sem reyndust smitaðir á Egilsstaðabúinu á Völl- um síðastliðið haust. Smitandi barkabólga greindist í gripum á búinu við reglubundna leit Matvælastofnunar að smit- andi sjúkdómum í íslenska kúa- stofninum. Við nánari rannsókn og endurteknar sýnatökur úr öllum nautgripum reyndust 34 kýr hafa smitast á Egilsstöðum. Einn- ig fundust vísbendingar um smit í einni kú sem fæddist á Egilsstöð- um og hafði verið flutt að Fljóts- bakka á Héraði. Í kjölfarið var gerð rannsókn á öllum mjólkurframleiðslubú- um í landinu og á nautgripum í nautabúinu í Hrísey og nautum og nautasæði í Nautastöðinni á Hesti. Ekki fundust neinar vísbendingar um sjúkdóminn annars staðar en í kúm frá Egilsstöðum og Fljóts- bakka. Næst verða tekin blóðsýni eftir fimm mánuði á Egilsstöðum og Fljótsbakka. Ef ekki mælast mót- efni gegn smitandi barkabólgu í sýnum má gera ráð fyrir að sýk- ingunni hafi verið útrýmt úr íslenska nautgripastofninum, að því er segir í tilkynningu. - shá Öllum gripum slátrað á Egilsstaðabúinu á Völlum: Barkabólgu hefur líklega verið útrýmt MALASÍA, AP Rúmlega þrjátíu manns létu lífið í skotbardaga milli öryggissveita í Malasíu og liðs- manna soldáns frá Filippseyjum, sem gerir tilkall til landsvæðis á eyjunni Borneó. Soldáninn Jamalul Kiram sendi 200 manna lið til Filippseyja í síð- asta mánuði og lagði undir sig heilt þorp. Mikið pólitískt uppnám varð í kjölfarið, bæði í Malasíu og á Filippseyjum. Soldáninn segist eiga erfðatil- kall til Sulu-héraðs á sunnanverð- um Filippseyjum og gerir einnig tilkall til Sabah-héraðs á eyjunni Borneó, en það hérað tilheyrir Malasíu. Mikilvægar náttúruauð- lindir eru í Sabah-héraði. Stjórnarherinn í Malasíu brást við á þriðjudag með loftárásum, en svo virðist sem flestir Filipps- eyingarnir, sem fylgja Kiram, hafi sloppið óskaddaðir frá þeim. Í gær réðust svo sveitir lögreglu og hers á liðsmenn soldánsins og lauk þeim hildarleik með því að 31 Filippseyingur lá í valnum. Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, hefur hafnað vopnahlés- tilboði frá soldáninum: „Þeir verða að leggja niður vopn, og það eins fljótt og hægt er,“ sagði Razak. - gb Filippseyskur soldán í stríð við stjórnarherinn: Skotbardagi kostaði tugi lífið í Malasíu JAMALUL KIRAM Sendi 200 manna lið frá Filippseyjum í síðasta mánuði og lagði undir sig heilt þorp. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐ Barkabólga er landlægur vágestur víða um lönd.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.