Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 08.03.2013, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 8. mars 2013 | MENNING | 33 Ummæli Kate Middleton, hertoga- ynju af Cambridge, sem hún við- hafði á samkomu í Fiskisögusafni Grimsby hafa vakið upp gríðar- legar vangaveltur um kyn væntan- legs afkomanda hennar og Willi- ams Bretaprins. Þegar Diane Burton, íbúi í Grimsby, færði hertogaynjunni hvítan bangsa að gjöf mun Middle- ton hafa þakkað fyrir sig með þessum orðum: „Takk, ég tek við þessu fyrir d… “ og stoppaði svo í miðri setningu. Þegar annar gest- ur spurði Middleton hvort hún hafi ætlað að ljúka setningunni með „dóttur minni“ svaraði hertogaynj- an: „Við ætlum ekki að segja frá.“ Á Kate von á stúlkubarni? HERTOGAYNJAN Margir velta fyrir sér kyni væntanlegs barns Kate Middleton. Breski leikarinn Robert Pattin- son vill ekki að unnustan og fyrrverandi meðleikkona í Twi- light-myndunum, Kristen Stew- art, heimsæki hann til Ástral- íu þar sem Pattinson dvelur nú við tökur á kvikmyndinni The Rover. Parið hefur verið í eins konar „saman/sundur“-sambandi eftir framhjáhald Stewarts með leik- stjóranum Rupert Sanders síð- asta sumar. Kunnugir segja að Pattinson þurfi á hvíld að halda. Stewart hefur á meðan eytt miklum tíma með móður sinni í Bandaríkj- unum. Vill ekki heimsókn frá Kristen PARIÐ Pattinson þarf á hvíld að halda. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 08. MARS 2013 Fundir 18.00 Aðalfundur ÆSKÞ verður haldinn í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Aðild- arfélög eru hvött til að senda fulltrúa sína en hvert aðildarfélag sem greitt hefur félagsgjöld hefur tvö atkvæði. Virkur þátt- takandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og tekur þátt í starfi eins af aðildarfélögum ÆSKÞ. Boðið verður upp á kvöldverð á fundinum. Sýningar 15.00 Meistaraneminn Katla Rós Völu- dóttir opnar einkasýningu í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar að Laugar- nesvegi 91. Sýningin ber heitið Uppgjör. Hátíðir 20.00 Tónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival heldur áfram á Kexi Hosteli við Skúlagötu. Í kvöld koma þar fram Elín Ey, Árstíðir, Valgeir Guðjónsson og Þjóðlagasveit höfuðborgarsvæðisins. Miðaverð er kr. 3.000 á stök kvöld en kr. 7.999 fyrir þriggja daga passa. Upplestur 18.00 Árni Páll les 27. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í tilefni föstunnar. Umræður 17.00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Andrea Rose Cheatham Kasper og Khola Maryam Hübsch tala fyrir hönd sinna trúarbragða á umræðu- fundi í Norræna húsinu, Sturlugötu 5. Umræðuefnið er Konur í trúarbrögðum, réttur og ábyrgð og verður kristni, gyð- ingdómur og islamstrú til umræðu. Kvikmyndir 20.00 Hitchcock-myndin Rear Window verður sýnd í Bíói Paradís, í tilefni af Hitchcock-hátíð bíósins og Svartra sunnudaga. Tónlist 12.00 Raddbandafélag Reykjavíkur heldur hádegistónleika í Háteigskirkju. Miðaverð er kr. 1.000. 21.00 Hljómsveitin Trust the Lies fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með tónleikum á Ellefunni. Ásamt þeim munu Mercy Buckets og Moldun stíga á svið. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Svokallað Fógetakvöld verður haldið á Café Rosenberg. Halli Reynis, Guðmundur Rúnar og Rúnar Þór eru á meðal þeirra sem þar koma fram. 21.30 Latíntríó Tómasar R. Einarssonar leikur á Heimstónlistarklúbbi Café Haití. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Dream Central Station gefur út sína fyrstu breiðskífu í lok síðasta árs og heldur útgáfutónleika á Volta af því tilefni. Vinahljómsveitir þeirra, Nolo og Oyama, koma einnig fram og DJ Dauði og DJ Pilsner þeyta skífum. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og platan seld á sérstöku tilboðsverði. 22.00 Hljómsveitin Skálmöld heldur tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum. Tónleikarnir eru hluti af Íslandstúr hljómsveitarinnar sem gengur undir yfirskriftinni Myrkur, kuldi, ís og snjór 2013. Miðaverð er kr. 3.000. 22.00 Cuba Libre heldur tónleika á Græna hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.000. 22.00 Ljúflingurinn í Low Roar spilar nýtt efni á efstu hæð Dillons. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Fyrirlestrar 12.00 Peter J. Katzenstein og Ólafur Þ. Harðarson fjalla um skuldakrepp- una í Evrópu, stórveldi og smáríki innan Evrópusambandsins, í fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram í stofu 132 í Öskju HÍ. 13.00 Sigurður Árni myndlistarmaður heldur hádegisfyrirlestur í fyrirlestra- röðinni Vinnustofan í myndlistardeild Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 20.00 Halldór Haraldsson heldur fyrir- lestur í húsi Lífspekifélagsins að Ing- ólfsstræti 22. Fyrirlesturinn fjallar um Swami Vivekananda, sem fæddist fyrir 150 árum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.