Fréttablaðið - 08.03.2013, Síða 49

Fréttablaðið - 08.03.2013, Síða 49
FÖSTUDAGUR 8. mars 2013 | MENNING | 33 Ummæli Kate Middleton, hertoga- ynju af Cambridge, sem hún við- hafði á samkomu í Fiskisögusafni Grimsby hafa vakið upp gríðar- legar vangaveltur um kyn væntan- legs afkomanda hennar og Willi- ams Bretaprins. Þegar Diane Burton, íbúi í Grimsby, færði hertogaynjunni hvítan bangsa að gjöf mun Middle- ton hafa þakkað fyrir sig með þessum orðum: „Takk, ég tek við þessu fyrir d… “ og stoppaði svo í miðri setningu. Þegar annar gest- ur spurði Middleton hvort hún hafi ætlað að ljúka setningunni með „dóttur minni“ svaraði hertogaynj- an: „Við ætlum ekki að segja frá.“ Á Kate von á stúlkubarni? HERTOGAYNJAN Margir velta fyrir sér kyni væntanlegs barns Kate Middleton. Breski leikarinn Robert Pattin- son vill ekki að unnustan og fyrrverandi meðleikkona í Twi- light-myndunum, Kristen Stew- art, heimsæki hann til Ástral- íu þar sem Pattinson dvelur nú við tökur á kvikmyndinni The Rover. Parið hefur verið í eins konar „saman/sundur“-sambandi eftir framhjáhald Stewarts með leik- stjóranum Rupert Sanders síð- asta sumar. Kunnugir segja að Pattinson þurfi á hvíld að halda. Stewart hefur á meðan eytt miklum tíma með móður sinni í Bandaríkj- unum. Vill ekki heimsókn frá Kristen PARIÐ Pattinson þarf á hvíld að halda. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 08. MARS 2013 Fundir 18.00 Aðalfundur ÆSKÞ verður haldinn í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Aðild- arfélög eru hvött til að senda fulltrúa sína en hvert aðildarfélag sem greitt hefur félagsgjöld hefur tvö atkvæði. Virkur þátt- takandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og tekur þátt í starfi eins af aðildarfélögum ÆSKÞ. Boðið verður upp á kvöldverð á fundinum. Sýningar 15.00 Meistaraneminn Katla Rós Völu- dóttir opnar einkasýningu í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar að Laugar- nesvegi 91. Sýningin ber heitið Uppgjör. Hátíðir 20.00 Tónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival heldur áfram á Kexi Hosteli við Skúlagötu. Í kvöld koma þar fram Elín Ey, Árstíðir, Valgeir Guðjónsson og Þjóðlagasveit höfuðborgarsvæðisins. Miðaverð er kr. 3.000 á stök kvöld en kr. 7.999 fyrir þriggja daga passa. Upplestur 18.00 Árni Páll les 27. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í tilefni föstunnar. Umræður 17.00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Andrea Rose Cheatham Kasper og Khola Maryam Hübsch tala fyrir hönd sinna trúarbragða á umræðu- fundi í Norræna húsinu, Sturlugötu 5. Umræðuefnið er Konur í trúarbrögðum, réttur og ábyrgð og verður kristni, gyð- ingdómur og islamstrú til umræðu. Kvikmyndir 20.00 Hitchcock-myndin Rear Window verður sýnd í Bíói Paradís, í tilefni af Hitchcock-hátíð bíósins og Svartra sunnudaga. Tónlist 12.00 Raddbandafélag Reykjavíkur heldur hádegistónleika í Háteigskirkju. Miðaverð er kr. 1.000. 21.00 Hljómsveitin Trust the Lies fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með tónleikum á Ellefunni. Ásamt þeim munu Mercy Buckets og Moldun stíga á svið. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Svokallað Fógetakvöld verður haldið á Café Rosenberg. Halli Reynis, Guðmundur Rúnar og Rúnar Þór eru á meðal þeirra sem þar koma fram. 21.30 Latíntríó Tómasar R. Einarssonar leikur á Heimstónlistarklúbbi Café Haití. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Dream Central Station gefur út sína fyrstu breiðskífu í lok síðasta árs og heldur útgáfutónleika á Volta af því tilefni. Vinahljómsveitir þeirra, Nolo og Oyama, koma einnig fram og DJ Dauði og DJ Pilsner þeyta skífum. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og platan seld á sérstöku tilboðsverði. 22.00 Hljómsveitin Skálmöld heldur tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum. Tónleikarnir eru hluti af Íslandstúr hljómsveitarinnar sem gengur undir yfirskriftinni Myrkur, kuldi, ís og snjór 2013. Miðaverð er kr. 3.000. 22.00 Cuba Libre heldur tónleika á Græna hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.000. 22.00 Ljúflingurinn í Low Roar spilar nýtt efni á efstu hæð Dillons. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Fyrirlestrar 12.00 Peter J. Katzenstein og Ólafur Þ. Harðarson fjalla um skuldakrepp- una í Evrópu, stórveldi og smáríki innan Evrópusambandsins, í fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram í stofu 132 í Öskju HÍ. 13.00 Sigurður Árni myndlistarmaður heldur hádegisfyrirlestur í fyrirlestra- röðinni Vinnustofan í myndlistardeild Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 20.00 Halldór Haraldsson heldur fyrir- lestur í húsi Lífspekifélagsins að Ing- ólfsstræti 22. Fyrirlesturinn fjallar um Swami Vivekananda, sem fæddist fyrir 150 árum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.