Fréttablaðið - 19.03.2013, Side 14
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Kæri Jón.
Við hjónin skrifum þér vegna þess að þú
hefur látið þig varða um mannréttindi. Þú
hefur gerst málsvari hópa sem eiga sér
ýmist marga eða fáa málsvara og viljað
beita áhrifum þínum til þess að láta gott
af þér leiða. Við viljum vekja athygli þína
á brýnu mannréttindamáli og kalla eftir
liðsinni þínu. Við vitum að um þig getur
munað.
Haft er eftir Kofi Annan, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að
„hvarvetna sem við forðum einni sál frá
lífi í fátækt verjum við mannréttindi. Hve-
nær sem okkur mistekst þetta bregðumst
við mannréttindum“. Sameinuðu þjóðirnar
hafa vakið athygli á því að fátækt er einn
alvarlegasti mannréttindavandi samtím-
ans. Áhrif fátæktar á konur eru sérstakt
umhugsunarefni, eins og biskup Íslands
kynntist í ferð sinni til Afríku á dögunum.
Við höfum séð það hér á Íslandi, fyrir
og eftir hrun, hvernig bilið milli ríkra og
fátækra eykst. Hvernig völdum er beitt
þannig að þau sem eiga lítið eignast minna
og þau sem eiga mikið eignast meira. Þetta
gengur ekki lengur. Átaks er þörf og það
þarf að leiða til hugarfarsbreytingar.
Við viljum hvetja til samvinnu stofnana
sem hafa látið sig varða þessi mál. Þar
nefnum við sérstaklega trúfélögin. Þjóð-
kirkjan sýnir von í verki í þjónustu
Hjálpar starfs kirkjunnar og presta um
allt land. Hjálparstarfið hefur verið lykil-
stofnun í neyðarhjálp og uppbyggingu eftir
hrun. Samhjálp og Hjálpræðis herinn sinna
líka fólki í neyð og gera það vel. Nýlega
lýsti svo nýkjörni páfinn Frans því yfir
að hann vildi gera rómversk-kaþólsku
kirkjuna að fátækri kirkju sem starfar
fyrir fátæka. Þar með hefur sett hann bar-
áttuna gegn fátækt í heiminum á dagskrá.
Við þurfum að taka höndum saman til að
vinna bug á aðkallandi vanda. Við skulum
byrja heima og þar geta borgin okkar og
trúfélögin gegnt lykilhlutverki. Ertu með?
Fátækt og mannréttindi
– opið bréf
SAMFÉLAG
Árni Svanur
Daníelsson
prestur
Kristín Þórunn
Tómasdóttir
prestur
➜Við höfum séð það hér á Ís-
landi, fyrir og eftir hrun, hvernig
bilið milli ríkra og fátækra eykst.
Hvernig völdum er beitt þannig að
þau sem eiga lítið eignast minna og
þau sem eiga mikið eignast meira.
Þetta gengur ekki lengur.
Ársfundur
Landsaðgangs
að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum
verður haldinn föstudaginn 22. mars kl. 15.00
Fundurinn verður í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands -
Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu við Arngrímsgötu í Reykjavík.
Nánari upplýsingar á www.hvar.is
1 Ungir kjósendur sem kjósa í fyrsta sinn eru nærri 20 þús-und. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 kemur fram að ef unga fólkið fengi að ráða næði
flokkur pírata fimm frambjóðendum á þing. Þegar heildarfjöldi
kjósenda er skoðaður á enginn frambjóðandi Pírata möguleika
á þingsæti. Þetta hljóta að teljast stórtíðindi og sjaldgæft að svo
mikið beri á milli yngri kjósenda og þeirra eldri.
2 Þetta sama unga fólk setur flest skuldavandann í fyrsta sæti í þessari sömu
könnun samkvæmt frétt í
blaðinu í dag. Eldri kjósendur,
eða heildarfjöldinn, eru sam-
mála því eins og kemur fram í
fyrrnefndri frétt sem er á síðu
4 í blaðinu í dag. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart
þar sem skuldir okkar hafa margfaldast og eru nú meira en tvö
hundruð prósent af ráðstöfunartekjum okkar.
3 Umhverfismál, eða verndun umhverfisins, er næstum jafn mikilvægt mál og skuldavandinn í augum ungra kjósenda. Reyndar eru þeir eldri sammála og það verður að teljast
merkilegt í ljósi þess að þegar á kjörstað er komið kjósum við
Íslendingar ekki endilega með umhverfinu. Kannski er þetta
skoðun sem viljum flagga en erum ekki tilbúin beinlínis í að
vernda umhverfið með buddunni og látum það sjaldnast njóta
vafans.
4 Verðtryggingin er okkur öllum ofarlega í huga og lenti í þriðja sæti hjá unga fólkinu af málefnum sem borin voru undir það. Allir flokkar vilja afnema verðtrygginguna þótt
Samfylkingin boði það í tengslum við upptöku á nýjum gjald-
miðli. Einhvern tíma hefði þetta talist með öllu óraunsætt kosn-
ingaloforð en í dag er almenningur kominn með nóg. Nú viljum
við vexti eins og fólk í útlöndum. Sama hvað það kostar.
5 Helmingur ungra kjósenda telur að það skipti mjög miklu máli að klára viðræður við Evrópusambandið. Unga fólkið er spenntara fyrir þessu en allir kjósendur samtals sam-
kvæmt könnuninni. Það var lagt af stað í þessa vegferð en lítinn
áhuga er að finna utan Samfylkingar á að klára viðræðurnar.
Þess vegna skorar þetta mál ekki eins hátt og önnur meðal ungs
fólks. Það telur umhverfismál og skuldamál brýnni.
6 Stjórnarskráin rekur lestina hjá ungu fólki af þeim mál-efnum sem spurt var um í könnuninni. Stjórnarskráin skorar ívið hærra hjá öllum kjósendum í heild. Á þingi er
lítil samstaða um málið og allt í einu fengum við öll leið á nýrri
stjórnarskrá. Vissulega eru vikulegir útifundir og ákveðinn
hópur í samfélaginu sem er mjög heitur. Stjórnarskráin er
aðalmál Lýðræðisvaktarinnar, nýs framboðs sem mælist varla
í könnunum.
Tæplega 20 þúsund nýir kjósendur:
Sjóræningjar stela
stjórnarskránni
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Umdeild fundarstjórn
Þingmenn héldu störfum sínum
áfram í dag, en samkvæmt starfs-
áætlun átti að fresta þingi fyrir helgi.
Þeim varð tíðrætt um fundarstjórn
forseta, en tóku reyndar margir fram
að forseti væri kunnur að góðri
fundarstjórn og því að stýra þinginu
vel. Engu að síður gerðist það hvorki
meira né minna en 59 sinnum að
þingmenn komu í pontu að tjá sig
um fundarstjórnina. Það verður
að teljast nokkuð umdeild
fundarstjórn það, enda þurftu
þingmenn að taka
sér matarhlé
áður en
þeir hófu
aftur störf, um
fundarstjórn.
Þorgerður þráspyr
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur,
þingmanni Sjálfstæðisflokksins, er
koma bandarískra lögreglumanna
hingað til lands og afskipti ráðherra
af þeim hugleikin. Hún hefur nú,
á rúmum mánuði, þrisvar sinnum
spurt ráðherra út í málið í óundir-
búnum fyrirspurnartíma. Svörin eru
alltaf þau sömu; ekkert óeðlilegt átti
sér stað að mati ráðherranna. Nú er
að sjá hvort tími er í enn eina
fyrirspurn um málið áður en
þinghaldi verður frestað.
Kaldhæðnin blívur
Á meðal þess sem rætt var um á
þingi í gær var hvort stjórnarand-
staðan beitti málþófi. Formaður
Framsóknarflokksins bar af sér slíkan
áburð og Össur Skarphéðinsson tók
undir það: „Forseti. Ég verð bara að
taka undir með háttvirtum þing-
manni Sigmundi Davíð Gunnlaugs-
syni. Það er ekki nokkrum manni
sem kemur til hugar að hann eða
stjórnarandstaðan hafi staðið í
nokkru málþófi hér síðustu mánuði.
Allra síst hefur þjóðinni komið það
til hugar, svo það sé nú sagt.“
kolbeinn@frettabladid.is