Fréttablaðið - 19.03.2013, Síða 19
BÍLAR
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
F
áar fréttir fara af Audi en góðar
fréttir. Fyrirtækið rakar til sín
verðlaunum og bílar þeirra seljast
vel í öllum heimshlutum. Enn
fremur var hagnaður Volkswa-
gen á síðasta ári að stórum hluta
upprunninn frá Audi. Höfuð-
stöðvar Audi eru í Ingolstadt, ekki langt
frá München í Bæjaralandi. Blaðamaður
bílablaðs Fréttablaðsins var þar á ferðinni
fyrir stuttu og fékk langa og ítarlega leið-
sögn um verksmiðju Audi í Ingolstadt, sem
og um glæsilegt bílasafn Audi. Í Ingolstadt
eru framleiddir hvorki meira né minna en
2.700 bílar á dag af 35.356 starfsmönnum
í verksmiðju sem er á stærð við Mónakó.
Unnið er allan sólarhringinn, til að að anna
mikilli eftirspurn eftir bílum þeirra, nema
á sunnudögum. Þessi framleiðsluhraði
þýðir að nýr bíll verður til á 30 sekúndna
fresti. Það er kannski ekkert skrítið í ljósi
þess að verksmiðja þessi er næststærsta
bílaverksmiðja Evrópu, á eftir verksmiðju
Volkswagen í höfuðstöðvum þeirra í Wolfs-
burg. Audi er mjög eftirsóttur vinnustaður
og því nýtur fyrirtækið þess að geta valið
góða starfsmenn úr stórum hópi þeirra sem
þar vilja vinna.
Hver bíll tekur 32 tíma í framleiðslu
Það er sannarlega með ólíkindum að koma
inn á svo stóran vinnustað og enn áhuga-
verðara að sjá hvernig þeir vinna á meðal
þeirra ótalmörgu vélmenna sem þar eru.
Vitað var að bílar Audi eru vandaðir mjög
en eftir heimsóknina sannfærðist blaða-
maður um af hverju. Kemur þar margt
til, svo sem vönduð efnisnotkun, ótrúlegt
gæðaeftirlit, rannsóknarstarf og notkun
allra nýjustu tækni. Í Ingolstadt eru fram-
leiddir bílarnir A3, A4, A5, TT og Q5.
Tekur það að jafnaði 32 klukkustundir
frá því að smíði bíls hefst þangað til hann
rúllar fullsmíðaður út úr verksmiðjunni.
Það gefur því augaleið að margir bílar eru í
smíði í einu og þeir mjakast hægt og rólega
eftir færiböndunum og færast milli starfs-
manna sem hver og einn hefur sitt sér-
hæfða hlutverk. Starfsmenn skipta þó oft
um hlutverk til að einhæfni gæti minna.
Frábært starfsumhverfi
Flestir ímynda sér að það að vinna við að
setja saman bíla sé eins og úr Chaplin-
mynd þar sem fólk vinnur eins og vél-
menni, er hætt að hugsa og vinnur ósjálf-
rátt. Svo er ekki. Starfsfólk fer úr einu
í annað og reynir stöðugt að finna út
hvernig gera má hlutina betur og er
umbunað fyrir vel heppnaðar umbæt-
ur. Starfsumhverfi þeirra er eins gott og
hugsast getur og engum þeirra er gert
það að vinna við óheilbrigðar aðstæður.
Bílunum er snúið og lyft eftir því hvernig
hver starfsmaður er í bestri líkamsstöðu
til að sinna hlutverki sínu. Hreinleiki og
snyrtimennska er í hávegum höfð og hægt
að fullyrða að flestar skrifstofur eru mun
skítugri en gólfin þar. Loftræsting virðist
einnig vera með allra besta móti og fannst
aldrei óþægileg lykt af neinum sterkum
efnum. Þó örlítið í þeim sal þar sem bíl-
arnir eru soðnir saman af vélmennum,
þar fannst suðulykt sem margir kannast
við af bílaverkstæðum eða í skipasmíði.
Búast má við að verksmiðjan í Ingolstadt
þróist nokkuð og stækki á næstu árum
því til ársins 2015 er áætlað að fjárfesta í
henni fyrir 1 milljarð evra á ári, eða 126
milljarða! Það rímar kannski ágætlega við
áætlanir Audi að fjölga mjög bílgerðum
sínum á næstu árum til að þóknast kaup-
endum. Á teikniborðinu eru a.m.k. Q2, Q4
og Q6 jepplingar.
Framleiða 2.700 Audi-bíla á dag
Unnið er allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum. Til höfuðstöðvanna í Ingolstadt koma 250 kaupendur
á dag að sækja nýja bíla sína. Audi hyggst fjárfesta í verksmiðjunni fyrir einn milljarð evra á ári til 2015.
visir.is/bilar
Reynsluakstur Ford Fiesta
Leita glæstra fornbíla
Meirihluti yfir hámarkshraða!
Volkswagen fjölgar bílgerðum
Áskorun frá FÍB
LEGUR OG PAKKDÓSIR
VAGNHÖFÐI 7 – SÍMI 5 17 5 000