Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 38
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 BÓKIN „Ég er hálfnuð með Illsku eftir Eirík Örn Norðdahl en hún er 540 blaðsíður á lengd og ég held að það verði verkefni marsmánaðar að klára hana. Ég er nefnilega með bókina Ósjálfrátt eftir Auði Jóns- dóttir í plastinu á náttborðinu og er spennt að byrja á henni.“ Anna Svava Knútsdóttir, handritshöfundur og skemmtikraftur Náttúrulækninga- félag Reykjavíkur Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 552 8191 Aðalfundur NLFR í Norræna húsinu Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudagskvöldið 20. mars 2013 kl. 20:00. í Norræna húsinu við Sturlugötu 5 í Vatnsmýrinni. Dagskrá Venjuleg aðalfundastörf Sérstakur gestur fundarins Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur HNLFÍ „Næring – Máttur matarins“ Léttar veitingar í boði félagsins Stjórn NLFR ÚTGÁFUBOÐ Skemmtileg tískuhátíð Reykjavík Fashion Festival fór fram í fj órða sinn í Hörpunni á laugardag. Sjö hönnuðir sýndu haust- og vetrarlínur sínar. Vel var staðið að sýningunum en gestir þurft i að bíða lengi á milli sýninga. Álfrún Pálsdóttir og Sara McMahon fara hér yfi r sýningar RFF. Rey Lína Rebekku Jónsdóttur einkenndist af svörtum og kóngabláum litum. Silki og leður voru áberandi í línunni sem var heil- steypt og kvenleg. Lokadressið var stórglæsilegt en var þó ekki sýnt á pallinum eitt og sér heldur var eitt af þremur dressum sem bættust við í lokin þegar Rebekka kom fram og hneigði sig, sem var heldur ein- kennilegt. Fyrirsæturnar báru flott höfuðföt sem gerðu línuna enn frekar að einni flottri heild. Niðurstaða: Kvenleg og flott lína. JÖR by Guðmundur Jörundsson ➜ Guðmundur Jörundsson er líklega bjartasta von íslenskrar fatahönnunar um þessar mundir og var nýrrar línu hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Fullt var út að dyrum og augljóslega mikill áhugi fyrir fyrstu dömulínu hönnuðarins. Guðmundur sýndi dömufatnað í bland við herrafatnað og kölluðust línurnar vel á; sömu liti, munstur og snið mátti finna í þeim báðum. Guðmundur hefur sýnt það og sannað að hann er einstaklega fær í að sníða og hanna fallegan herrafatnað. Á laugardag sannaðist það að hann er engu síðri þegar kemur að dömufatnaði. Síðu vestin í dömulínunni voru sérstaklega skemmtileg og sömuleiðis „cape“ sem var opið að aftan. Niðurstaða: Heildstæðar og einstaklega vel heppnaðar línur. ELLA ELLA sýndi línu í anda tísku sjötta áratugarins. Pils- og kjólfaldar náðu flestir niður fyrir hné eða niður á miðja kálfa og litapallettan einkenndist af ljósbrúnum lita- tónum, ferskjulitum og gráum og svörtum litum. Sniðin voru tímalaus og klæðileg og eiga vafalaust eftir að falla í kramið hjá viðskiptavinum ELLU. Einn jakki og ein peysa voru sýnd án neðri hlutar og var það einkennileg ákvörðun og hefði því betur verið sleppt. Sýningunni lauk svo með pompi og prakt, Unnsteinn úr Retro Stefson söng lagið Glow á meðan fyrirsætur dönsuðu um sviðið undir gríðarlegu konfettíregni. Niðurstaða: Tímalaus hönnun sem mun falla í kramið hjá aðdáendum ELLU. Andersen & Lauth Andersen & Lauth var fyrsta sýningin á RFF. Una Krist- jánsdóttir hannaði línuna og minnti hún um margt á hina glæsilegu Royal Extreme-línu sem hún sendi frá sér fyrir rúmum tveimur árum síðan, litapallettan var svipuð og sömuleiðis hin víðu snið. Nýja línan virtist þó eilítið stefnulaus og á tímum var eins og að um þrjár ólíkar línur væri að ræða. Pallíettur og rómantík voru áberandi sem fyrr í hönnun Andersen & Lauth. Grófum og fínum efnum var óspart blandað saman, í sumum tilfellum gekk það ljómandi vel upp en síður í öðrum tilvikum, eins og þegar prjónaslá var sett yfir fínan, hálfgegnsæjan pallíettukjól. Niðurstaða: Rómantísk lína sem átti góða spretti. Huginn Muninn Merkið Huginn Muninn var nýliðinn á tískuhátíðinni í ár en hingað til hefur merkið verið þekkt fyrir herraskyrtur. það var því nokkur eftirvænting í loftinu fyrir sýninguna þar sem bæði herra- og dömufatn- aður var til sýnis. Herrafatnaðurinn stal hins vegar senunni í þetta sinn. Fallegar skyrtur og buxur í skemmtilegum munstrum sem minntu ögn á tískuhúsið Kenzo. Dömulínan náði því miður ekki að fanga athyglina nógu vel í þetta sinn og ef til vill hefði verið betra að gefa meira rými á sérsýningu seinna meir. Niðurstaða: Huginn Muninn sýndi að merkið er góð viðbót í fataflóru landsins en mætti skerpa betur á kvenmannslínu sinni. Farmers Market Það var góð stemmning á sýningu Farmers Market þar sem hljómsveit spilaði notalega tóna undir sýninguna. Stór foss var við enda tískupallsins sem gaf sýningunni sérstakan blæ. Merkið stóð fyrir sínu þar sem mátti sjá bæði gamlar flíkur í nýjum búningi í bland við nýjar flíkur. Litapallettan var dekkri enda um haust- og vetrar- línu að ræða. Fallegur rúllukragakjóll og munstraður stuttermakjóll stóðu upp úr að þessu sinni og mikið víst að vinsældir Farmers Market halda áfram. Niðurstaða: Sýning þar sem fátt kom á óvart en flott sýning hjá Farmers Market. MUNDI Samstarf Munda við útivistar- merkið 66°N var lokasýningin í Hörpu. Sýningin var stuttmynd með Tómasi Lem- arquis í aðalhlut- verki. Munstrin í fatnaðinum voru ekki frábrugðin hinum hefðbundnu munstrum Munda. Litapalletan var brún, grá og appelsínugul. í lok sýningarinnar komu svo fyrirsæturnar með Tómasi í fararbroddi upp úr sviðinu gangandi á hlaupabrettum. Flottur endir á deginum. Niðurstaða: Flott samstarf Munda og 66°N sem verður vafalítið vinsæl. „Þetta er auðvitað óskastaða að vera í. Ég er mjög spennt fyrir því að byrja hjá Þjóð- leikhúsinu og er viss um að þetta verði mikið ævintýri,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir, leiklistarnemi við Listahá- skóla Íslands. Hún er ein þriggja nemenda sem útskrifast af leikarabraut leiklistar- og dansdeildar LHÍ í vor sem hafa þegar gert samning við annað stóru leikhúsanna. Arnar Dan Kristjánsson og Hildur Berg- lind Arndal gerðu samning við Borgarleik- húsið og munu hefja þar störf í lok sumars. Elma Stefanía hlakkar mikið til að takast á við þau verkefni sem bíða hennar hjá Þjóðleikhúsinu. „Ég er komin með eitt verkefni en ég veit ekki hversu mikið ég má segja um það. Ég leik aðalhlutverkið í sýningu sem sett verður upp í Kassanum í haust. Fyrsti samlestur í því verður núna í lok mars,“ útskýrir hún. Arnar Dan segist einnig spenntur fyrir því að hefja störf hjá Borgarleikhúsinu og segir samninginn mikla viðurkenningu. „Það er alltaf gaman að vita að maður hafi staðið sig vel. Ég er þó sannfærður um að allir í bekknum eigi eftir að verða mikið í sviðsljósinu í framtíðinni því þetta er allt ofboðslega hæfileikaríkt fólk,“ segir Arnar. - sm Þrír með samning fyrir útskrift Elma Stefanía, Arnar Dan og Hildur Berglind, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, eru komin á samning. SPENNANDI TÍMAR FRAM UNDAN Arnar Dan Kristjáns- son og Elma Stefanía Ágústsdóttir eru komin með samning hvort við sitt leikhúsið. Hið sama gildir um Hildi Berglindi Arndal. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.