Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 56
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40MENNING „Þetta verður nokkurs konar bóka- pakki, fólk opnar kápu sem á stend- ur 1005 og þar innan í eru – laus- ar hver frá annarri – þrjár bækur, þannig að ef þrjár manneskjur eru í heimili geta þær lesið hver sína bókina samtímis,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur og skáld, þegar hún er spurð út í hina nýju tímaritröð 1005 sem kemur út í fyrsta sinn 10. maí. „Það eru vinir og félagar úr bóka- bransanum, nokkrir höfundar og nokkrir bókmenntafræðingar sem koma að þessari útgáfu,“ heldur Sigurbjörg áfram. „Þegar þeir Her- mann Stefánsson, Jón Karl Helga- son og Þröstur Helgason höfðu sam- band við mig voru þeir byrjaðir að leggja línurnar, þeir buðu mér að vera með og ég lagði fram ljóða- handrit sem þeir tóku fagnandi.“  Auk ljóðabálks Sigurbjargar, sem nefnist Bréf frá borg dul búinna storma, eru í pakkanum Hælið, glæpasaga um geðveiki eftir Her- mann Stefánsson og Bautasteinn Borgesar, fræðigátubók eftir Jón Hall Stefánsson. Sigurbjörg segir innihald ljóða hennar hafa fallið ótrúlega vel að efni hinna skáld- anna en það hafi verið spegilslétt tilviljun. „Ljóðin mín tengjast sterklega Argentínu, bók Jóns Halls fjallar um legstein hins argentíska rithöfundar Borgesar og í bók Her- manns er líka minnst á Borges. Þetta var bara í stjörnunum. Bor- ges er sjálfur frægur fyrir að skrifa sögur þar sem allt tengist á dularfullan hátt þannig að þetta á vel við.“ Svona hlutir ger- ast á öld sköpunar- kraftsins og skáld- skaparins, sem nú ku runnin upp ef marka má stefnu yfirlýsingu nýju útgáfunnar. Þar stendur meðal annars að tímaritröðin 1005 sé vett- vangur fyrir metnaðarfull og rót- tæk skrif, háskinn verði lof sunginn og fæð lögð á pólitískan einhug samtímans. Um útlit og umbrot 1005 sér Ragnar Helgi Ólafsson. „Þetta er svolítið sérstök umgjörð hjá Ragn- ari Helga, sem er myndlistarhugur- inn í hópnum. Hann þurfti til dæmis að sérpanta teygjur með gámi frá Ameríku og ég veit ekki hvort þær eru komnar,“ segir Sigurbjörg glað- lega. „Þetta er þannig ekki venju- legt tímarit, heldur kápa með teygju utan um þrjú verk. En það er hins vegar tímarit í þeim skilningi að það á að koma út á hverju ári í þrjú ár og alltaf 10. maí.“ En af hverju bara í þrjú ár? „Ja, Þröstur er sérfræðingur í íslensk- um menningartímaritum og hann segir að hefðin sé sú að líftími nýstárlegra menningartímarita sé stuttur. Þess vegna sé betra að gefa upp stuttan útgáfutíma en láta líta út fyrir að þau gefist upp,“ segir Sigurbjörg til skýringar.  Útgefandi tímaritsins er Kind, en ritstjórn er í höndum allra þeirra sem að ofan eru taldir auk Eiríks Guðmundssonar og Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur. Söfnun áskrifenda stendur yfir. Netfangið er  1005. timaritrod@gmail.com og fésbókar- síðan heitir 1005.Tímaritröð.  Nafn tímaritsins á að vera eilífðargáta, að sögn Sigur- bjargar. „Það má alls ekki gefa upp allar merkingar nafns- ins en ein er sú að ritið kemur alltaf út 10. maí.“ gun@frettabladid.is Háskinn lof- sunginn í nýrri tímaritröð 1005 er tímaritröð sem kemur út 10. maí næstu þrjú ár, fyrst nú árið 2013. Í hverri útgáfu eru þrjú heft i í einni kápu eft ir jafnmarga höfunda. Sigurbjörg Þrastardóttir er meðal þeirra skálda sem ríða á vaðið. 1005 Kemur út 10 maí næstkomandi. SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR Hún segir innihald ljóða sinna hafa fallið ótrúlega vel að efni hinna skáldanna en það hafi verið spegilslétt tilviljun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Miðaverð er 3.900 kr. Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Í DAG! #laddilengirlifid „Laddi e r engum líkur ...Hann er þjóða rgersem i.“ Pressan .is „Stórko stleg sý ning!“ - Heimir Karlsso n, Bylgja n „Spreng hlægile g sýning fyrir all an aldur !“ - Sirrý, R ás 2 EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS www.saft.is KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ SKOÐA EFNI Á NETINU MEÐ GAGNRÝNUM HÆTTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.