Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. maí 2013 | FRÉTTIR | 11 Viðræður Íslands við Evrópusambandið snúast um lífskjör og framtíð okkar allra *Könnun Capacent sem gerð var dagana 7.–15. mars. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 61% klára viðræðurnar en 39% slíta þeim. Spurt var: „Hvort vilt þú klára aðildarviðræður við ESB eða slíta þeim?“. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja 61% þjóðarinnar klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið.* Við skorum á stjórnmálamenn að virða vilja meirihluta þjóðarinnar við myndun nýrrar ríkisstjórnar Íslands. FRÁ ÓSLÓ Lögreglan í Ósló segist búast við stórauknum fjölda betlara í landinu í sumar. NOREGUR Lögregla gerir ráð fyrir því að mikil fjölgun verði í hópi erlendra betlara á götum Noregs í sumar. „Við sjáum skýr merki og erum með skýrslur þess efnis að í ár munum við sjá langtum fleiri betlara í Ósló en nokkru sinni fyrr,“ segir Hans Sverre Sjøvold lögreglustjóri í samtali við VG og bætir við að betli fylgi oftast lög- brot eins og götusvindl og vasa- þjófnaðir. Betl er þó ekki bannað með lögum. Lögregla áætlar að í fyrra hafi um 2.000 betlarar verið í Ósló. Nær allir þeirra voru erlendir borgarar, flestir frá Rúmeníu. - þj Lögreglan í Noregi: Von á fjölgun í betlarastéttinni SAMFÉLAGSMÁL Samningur milli Rauða krossins á Íslandi og innan- ríkisráðuneytisins um aðstoð og þjónustu Rauða krossins við hælis- leitendur á Íslandi hefur verið und- irritaður. Hælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. Þannig óskuðu 76 ein- staklingar eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115, sem er 66% aukning milli ára. Það sem af er þessu ári hefur borist 81 umsókn um hæli. Á sama tíma hefur málsmeðferð orðið umsvifameiri og flóknari og stjórnvöld hafa ekki náð að tryggja viðunandi málshraða umsókna. - shá Samið vegna hælisleitenda: Tryggja hraðari úrlausn mála ÖRYGGISMÁL Nýr þjónustu- samningur um rekstur Slysa- varnaskóla sjómanna liggur fyrir. Samningurinn gildir fyrir árið 2013 og til ársins 2018. Sam- kvæmt honum greiðir innanríkis- ráðuneytið rúmar 60 milljónir í ár en fjárhæðin mun taka almennum verðlagshækkunum í samræmi við forsendur fjárlaga fyrir samningstímann. Markmið skólans er að auka öryggi sjómanna með fræðslu um slysavarnir á sjó og skal skólastarfið uppfylla alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna. Innanríkisráðuneytið, Lands- björg og Siglingastofnun standa að samningnum. - shá Samningur til ársins 2018: Slysavarnaskóla tryggt starfsfé SJÁVARÚTVEGUR „Það er víst engu logið um að þetta hafsvæði suður af Færeyjum er sannkallað veðra- víti og það er mikið um frátafir á veiðum vegna þess. Í gær [á mánu- dag] urðum við að halda sjó í hálf- an sólarhring í norðanbrælu og haugasjó og það var ekki fyrr en í morgun að það var hægt að kasta aftur. Og það lítur ekki út fyrir mikinn frið því að næsta lægð er á leiðinni og nú er spáð sunnan- brælu,“ segir Stefán Geir Jónsson, afleysingaskipstjóri á Lundey NS, í viðtali á heimasíðu HB Granda, en var þá að veiðum um 70 mílur suður af Færeyjum. Að sögn Stefáns Geirs er Lundey nú í síðasta hreina kolmunnaveiði- túr ársins. Faxi RE, annað skip HB Granda, er á leiðinni á miðin og á eftir eina veiðiferð og hið sama má segja um Ingunni AK. Reiknað er með að kolmunnaafli fyrirtækisins á vertíðinni verði um 21.000 tonn. Eftirstöðvar kvótans verða nýttar fyrir meðafla á síld- og makrílveiðum í sumar. - shá Skip á kolmunnaveiðum við Færeyjar í linnulitlum brælum og leiðindum: Á kolmunnaveiðum í veðravíti FAXI RE Skip HB Granda eru að ljúka kolmunnaveiðum. MYND/HBGRANDI SELTJARNARNES Gervigrasvöllur Seltirninga hefur nú fengið gagn- gera upplyftingu, en nýlega var hann tekinn í gegn og fylltur með 42 tonnum af gúmmíi. Með því að þétta hann svona duglega með efninu eru meiri líkur á að grasið sjálft haldist heilt til lengri tíma, að því er segir í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. Völlurinn hefur verið í stöðugri notkun frá því að hann var tekinn í notkun árið 2005 og því mikil- vægt að honum sé vel við haldið. Endurbætur á Gróttuvelli: Fylltu völlinn af gúmmíi TÆKNI Sjóræningjasíðan The Pirate Bay er ekki lengur skráð á íslenskt lén. Greint var frá því í síðustu viku að síðan hefði verið skráð hér á landi en hún var skráð á annan stofnanda síðunnar, Sví- ann Fredrik Neij. Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, gagn- rýndi þetta harðlega og sagði aug- ljóst að síðan, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, væri kolólögleg. Skráaskiptasíða flytur: Sjóræningjasíða flutt frá Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.