Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 16
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR ÞINGVELLIR | 16 ÞJÓÐGARÐAR „Álagið á Þingvelli, vatnið og þinghelgina er gríðarlega vaxandi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður, sem boðar aðgerðir til að vernda gróður á Þingvöllum. Óhemjumikill vöxtur hefur verið í heim- sóknum ferðamanna á Þingvöll. Umferð um Mosfellsheiði jókst um áttatíu prósent fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við í fyrra. Ólafur segir að á Hakinu sé mann- fjöldinn þessa dagana eins og á sumar- degi. „Svörðurinn er mjög opinn og auðsæran- legur núna, sérstaklega vegna þess að landið er svo bert og óvarið vegna snjó- leysis og þess að það er ekki frost við yfir- borð jarðar,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bílstjórinn og leiðsögumaðurinn Hörður Jónasson segir ástandið einfaldlega slá- andi. Hann nefnir Flosagjá sem dæmi. „Hér hefði mátt bjarga gróðri fyrir löngu með smá girðingu eða böndum. Það er algjör óþarfi að leyfa fólki að fara þarna að, myndatökustaður er bestur af brúnni,“ segir Hörður, sem kveður ferða- mennskuna kalla á betri stíga og stýringar á ferðafólki. „Ég skil ekki hvers vegna gjár brúnin er ekki stúkuð af. Þangað þarf enginn að fara auk þess sem það er hættulegt. Afleiðing arnar eru mold, drulla og gróðurskemmdir. Hver vill koma og skoða mold og drullu? Það tekur lyng og mosa hálfa öld að jafna sig ef það þá yfir höfuð gengur,“ segir Hörður og ítrekar mikil- vægi þess að gripið sé í taumana. „Þetta er allt saman rétt,“ segir Ólafur Örn um athugasemdir Harðar. „Þetta er skuggahliðin á átakinu Íslandi allt árið; þessi gríðarlegi fjöldi ferðamanna sem kemur og gengur um landið eins og á sumar degi. Þarna hefur lengi vantað aðbúnað; umferðarstýringu, palla, brautir og girðingar sem halda utan um þetta.“ Að sögn Ólafs verða á næstunni settar 50 til 60 milljónir króna í ýmsar úrbætur, meðal annars í palla við Öxarárfoss og við Drekkingarhyl, auk þess sem settir verði upp kaðlar og girðingar, til dæmis í Almannagjá þar sem forvitnir gestir arki gjarnan út fyrir malarstíginn. Lagfæra á Kirkjugarðsstíg, sem Ólafur segir alveg skelfilegt svað sem flestir sniðgangi á kostnað gróðursins í kring. „Þegar umferðin er eins og að sumar- lagi og svörðurinn alls staðar opinn og allt veðst út á nokkrum skósólum þá verður þetta alveg eitt flakandi sár og svað,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is Þetta er skugga- hliðin á átakinu Íslandi allt árið; þessi gríðarlegi fjöldi ferða- manna sem kemur og gengur um landið eins og á sumardegi. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150434 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt útgefandalýs- ingu og grunnlýsingu dagsett 24. apríl 2013 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Útgefandalýsinguna og grunn- lýsinguna ásamt gögnum sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 3. maí 2013 er 675.000.000 kr. heildarnafnverð flokksins er þá 2.675.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. apríl og 15. október ár hvert, í fyrsta sinn 15. apríl 2012 og í síðasta sinn 15. apríl 2034. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150434 og ISIN númer IS0000020691. Reykjavík, 2. maí 2013. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Fórnarlamb átaks í ferðaþjónustu Gríðarlegur fjöldi ferðamanna á Þingvöllum það sem af er ári er farinn að hafa áhrif á þjóðgarðinn. Skuggahliðar átaksins Ísland allt árið, segir þjóðgarðsvörður. Verja á allt að 60 milljónum króna til að byggja stíga, palla og girðingar til að vernda gróður frá því að vera traðkaður niður. ÞINGVELLIR Komið hefur verið upp merkingum hér og hvar en það hefur ekki dugað til, enda gestir á svæðinu margfalt fleiri á þessum árstíma en hægt er að taka á móti með góðu móti. ALMANNAGJÁ Það er vitað mál að fjöldi gesta á Þingvöllum er ekki í neinu samhengi við möguleikana til að taka á móti þeim. KIRKJUGARÐSSTÍGUR Gestir á Þingvöllum forðast stígana, sem eru svað eitt. FLOSAGJÁ Ástandinu við þessa náttúruperlu er lýst sem sérstaklega slæmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.