Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 62
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 Enska pönksveitin Savages gefur út sína fyrstu plötu, Silence Your- self, á vegum Matador í næstu viku og samkvæmt erlendum tón- listarsíðum er eftirvæntingin eftir henni mikil. Þessi kraftmikla sveit var stofnuð í London árið 2011 og er skipuð fjórum konum, bassa- leikaranum Ayse Hassan, gítar- leikaranum Gemmu Thompson, trommaranum Faye Milton og söngkonunni Jehnny Beth. Fyrstu tónleikar Savages voru á síðasta ári þegar sveitin hitaði upp fyrir British Sea Power í Brighton. Eftir að myndband frá tónleikum sem voru haldnir í London fór eins og eldur í sinu um netið fór bandið að vekja verulega athygli. Tónlistinni var lýst sem síðpönki; einhvers konar blöndu af hljóm- sveitunum The Birthday Party, Killing Joke, Mission of Burma og The Slits. Í árlegri könnun BBC var Savages tilnefnd sem ein af þeim hljómsveitum sem fólk ætti að fylgjast með árið 2013. Í viðtali við bandarísku vef- síðuna Pitchfork segir Thomp- son nafnið Savages vera undir áhrifum frá bókum sem hún las í æsku eins og Lord of the Flies og The Catcher in the Rye. „Á ein- hverju tímabili heldur maður að allir viti hvað er í gangi og hvern- ig hlutirnir eiga að vera. Síðan áttarðu þig á því að allir eru að þykjast. Ég man þegar ég sat í lest og áttaði mig á því að ef heims- endir yrði þá myndum við byrja að haga okkur aftur eins og dýr. Í myrkri sýn minni sá ég fólk rífa hvert annað í sig,“ sagði hún. Í sama viðtali sagðist söng- konan Beth hafa lagt upp með að semja ágeng og ofbeldisfull lög í stað ástar laga. Hún hlustaði mikið á Black Sabbath og heillaðist af því hversu sterk lögin voru. Einn- ig las hún ljóð um síðari heims- styrjöldina frá sjónarhóli Eng- lendinga sem bjuggu í Frakklandi og fékk innblástur þaðan. Silence Yourself var tekin upp á aðeins þremur vikum í London og er einungis 38 mínútna löng. Platan byrjar óvenjulega, með tali úr kvikmyndinni Opening Night frá árinu 1977 eftir John Cassavetes: „The world used to be silent / Now it has too many voi- ces.“ Í dómi á vefsíðu tímaritsins Clash fær platan 9 af 10 mögu- legum í einkunn. Þar segir að hljómsveitinni hafi tekist að fanga kraftinn frá tónleikum sínum og færa yfir á plötuna. Silence Yourself sé nútímalegt og reitt meistara stykki. freyr@frettabladid.is Frumstæður kraft ur Fyrsta plata pönksveitarinnar Savages, Silence Yourself, kemur út í næstu viku. JEHNNY BETH Söngkona Savages á tónleikum. Fyrsta plata hljómsveitarinnar er á leiðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Jimi Tenor og Hjálmar - Dub of Doom Eurovision Song Contest - We Are One Savages - Silence Yourself Í spilaranum Savages segist í yfirlýsingu á vefsíðu sinni vera þreytt á öllu áreiti nútímans. Hljómsveitin hvetur fólk einfaldlega til að halda kjafti og hlusta, enda heitir upphafslag plötunnar Shut Up. Hún mælir með því að fólk leiti innra með sér að hinum frumstæða krafti sem sé svo mikilvægur. Á tónleikum sveitarinnar er mælt með því að engir farsímar séu á lofti. Í staðinn eigi tónleikagestir að einbeita sér að því að njóta tónlistarinnar og upplifunarinnar í heild sinni. Þreytt á áreiti nútímans Tónlistarveitan Spotify virðist hafa hitt vel í mark hérlendis, eins og hún hefur reyndar gert úti um víða veröld. Það kemur ekki á óvart enda er þetta notendavæn síða sem veitir manni auðveldan aðgang í tölvum og símum að tónlist víðs vegar að úr heiminum. Þó svo að bæði Bítlana og Led Zeppelin vanti enn þarna inn er um nóg bitastætt að velja. Meira að segja Metallica, sem lengi hefur litið slíkar veitur hornauga, er með efnið sitt þarna. Íslensk tónlist er að sjálfsögðu einnig hluti af síðunni. Með tónlistar- veitum eins og Spotify, þar sem hægt er að streyma tónlist í gegnum netið, annaðhvort ókeypis eða gegn frekar vægu gjaldi, hlýtur að draga stórlega úr til- hneigingu tónlistar- áhugamanna til að hala ólöglega niður efni af skráa- skiptasíðum. Lengi hefur verið leitað leiða til að sporna við þeirri þróun og vel hannaðar tónlistarveitur eins og Spotify hljóta að beina fólki í áttina frá ólöglega niðurhalinu. Það er annars eitthvað heillandi við að geta valið nánast hvaða tónlist sem manni dettur í hug og spilað hana í símanum sínum eða tölvunni hvar og hvenær sem er án þess að þurfa að hala efninu niður á undan. Manni líður eiginlega eins og krakka í leikfangabúð þar sem ótakmarkað magn af æðislegum leikföngum er í boði. Já, þessi tækni nú til dags er svo sannarlega ótrúleg. Spotify gegn ólöglegu niðurhali TÓNNINN GEFINN Freyr Bjarnason Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 25.4.2013 ➜ 1.5.2013 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Retro Stefson She Said 2 Daft Punk / Pharrell Get Lucky 3 Valdimar Beðið eftir skömminni 4 Pink / Nate Ruess Just Give Me a Reason 5 Justin Timberlake Mirrors 6 Christina Aguilera / Pitbull Feel This Moment 7 Bruno Mars When I Was Your Man 8 Phillip Phillips Gone, Gone, Gone 9 Sigur Rós Brennisteinn 10 Christina Agui./Blake Shelton Just a Fool Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 Ýmsir Tíminn flýgur áfram 3 Retro Stefson Retro Stefson 4 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 5 John Grant Pale Green Ghosts 6 Valdimar Um stund 7 David Bowie The Next Day 8 Raggi Bjarna Dúettar 9 Hjaltalín Enter 4 10 Moses Hightower Önnur Mósebók Innifalið er: Flug, flugvallarskattar, flutningur á golfsetti, gisting á Barcelo Costa Ballena**** með hálfu fæði. Ótakmarkað golf í 7 daga + komudag, golfkerrur og æfingaboltar. Ferðtilhögun: Flogið út í beinu flugi frá Keflavík til Jerez (ca. 25 mín akstur til Costa Ballena) að morgni 9. maí. Heimflug frá Sevilla með Easy Jet kl. 10:25 þann 17. maí með millilendingu í London Gatwick. Þaðan er svo flogið kl. 14.35 með Wow air til Íslands með lendingu kl. 16:35. Hotel Barcelo Costa Ballena **** Kr. 165.000 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í herbergi með hálfu fæði í 8 nætur. Verð m.v. gistingu í einbýli kr. 185.000 Frá kr. 165.000 með hálfu fæði á mjög góðu 4 stjörnu hóteli Síðust u sæti n í vor Golfferð til Costa Ballena á Spáni 9. maí í 8 nætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.