Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 46
2. MAÍ 2013 FIMMTUDAGUR6 „Við Sigrún Ragna höfum fylgst að frá átján ára aldri, vorum saman bæði í fram- halds- og háskóla. Hún hefur alltaf verið markviss, vissi strax átján ára að hún vildi verða endurskoðandi, og ég öfundaði hana af því að vita alltaf hvað hún vildi. Sigrún Ragna gerir allt vel sem hún gerir og hún gerir það einnig með jákvæðni, sem er einn af hennar stærstu kostum. Ég treysti Sigrúnu Rögnu vel fyrir rekstri VÍS; allt sem hún gerir, gerir hún af fagmennsku og yfirvegun.“ Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Já „Ég kynntist Sigrúnu fyrst þegar fyrirtæki okkar runnu saman árið 1998 undir merkjum Deloitte. Sigrún kom með ferskan blæ inn í meðeigendahópinn og nýjar hugmyndir. Hún var síðar kjörin stjórnarformaður og það var ávallt gott að eiga hana að í því hlutverki. Fyrir félag eins og Deloitte skiptir samhentur meðeigendahópur miklu máli og þar komu kostir Sigrúnar vel í ljós, bæði í leik og starfi. Ég hef fylgst stoltur með framgangi hennar í viðskiptalífinu.“ Þorvarður Gunnarsson framkvæmdastjóri Deloitte „Sigrún var lykilmanneskja við uppbyggingu Íslandsbanka eftir hrun sem fjármálastjóri bankans. Hún var klettur í erfiðum ákvarðanatökum, föst fyrir en um leið yfirveguð og vingjarnleg. Ég lít ekki aðeins á Sigrúnu sem fyrrverandi samstarfskonu heldur sem góða vinkonu. Við náðum þannig sambandi að ég vissi alltaf hvernig Sigrúnu leið þó að hún beri ekki tilfinn- ingar sínar á torg. Það er dýrmætt að finna í samstarfsmanni sínum eiginleika góðs vinar.“ Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka SVIPMYND Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kaup- höllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnar formaður félagsins og hafði um ára- bil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sér- þekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í út- boði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélag- ið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldar lið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil úti- vistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosa- lega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjöl- skyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sig- rún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskipta- fræðingi og eiga þau saman tvo drengi. Fyrsta konan í fimmtán ár til að stýra skráðu fyrirtæki Sigrún Ragna Ólafsdóttir var ráðin forstjóri VÍS í ágúst árið 2011. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu um skráningu í Kauphöllina, ferilinn og áhugamál utan skrifstofunnar. SIGRÚN RAGNA ÓLAFSDÓTTIR Sigrún Ragna, sem er upphaflega frá Stykkishólmi, varð margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta með KR í kringum 1980. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Blóðbankinn stækkaði pakkann og bætti við sig vörudreifingu Póstsins „Þegar kælitöskur með blóðpokum þurfa að berast á milli heilbrigðisstofnana má ekkert klikka. Þess vegna stólum við á Póstinn.“ Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar www.postur.is Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins í síma 580 1090 eða í fyrirtaekjalausnir@postur.is. Þú getur líka skoðað þær lausnir sem í boði eru á postur.is. Við viljum gera meira fyrir viðskiptavini okkar og aðstoða þá við að bjóða viðskiptavinum sínum réttar lausnir og hagræða í rekstri – það köllum við að stækka pakkann. UMSÖGNIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.