Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 72
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 56SPORT Nú gæti verið komið að því. Eftir 53 ára titlalausa vertíð Stjörnumanna hefur liðið aldrei verið jafnsterkt. Alexander Scholz yfirgaf félagið en tveir landar hans voru fengnir í staðinn. Garðbæingar hafa trú á því að liðið geti farið alla leið í ár. Til þess þarf þó stöðugleika en liðið tapaði of mörgum stigum gegn minni spámönnum í fyrra. Stjarnan missti af tveimur dauðafærum á sæti í Evrópukeppni í fyrra en þetta gæti verið tímabilið þar sem boltinn fer í slána og inn. Stjarnan hafnar í 3. sætiSPÁ FRÉTTA- BLAÐSINS 2013 Veigar Páll Gunnarsson ➜ HVAÐ ER LANGT SÍÐAN… … liðið var ekki í efri hluta – 3 ár … Veigar Pálll Gunnarsson spilaði á Íslandi – 10 ár … liðið spilaði í B-deild – 5 ár … liðið átti markakóng deildarinnar – 2 ár … liðið spilaði í C-deild – 8 ár … liðið spilaði heimaleiki á alvöru grasi – 13 ár Logi Ólafsson er 58 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þetta er sjötta félagið sem hann þjálfar í efstu deild en hann þjálfaði síðast Selfoss í fyrra. Á að baki þrettán tímabil sem þjálfari í efstu deild (216 leikir, 103 sigrar, 55 prósent) Martin Rauschenberg (Esbjerg) Michael Præst (FC Fyn) Ólafur Karl Finsen (Selfoss) Robert Sandnes (Selfoss) Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk) Fylgstu með þessum: Michael Præst – 26 ára Dani sem gæti slegið í gegn á miðjunni. ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ ÍSLANDSMEISTARI: Aldrei BIKARMEISTARI: Aldrei Silfurskeiðin hefur beðið lengi eftir heimkomu týnda sonarins og nú er stundin runnin upp. Með uppeldis- bræðurna Veigar Pál og Garðar í fremstu víglínu mæta Stjörnustrákar með nefið upp í loft og fullir sjálfstrausts í leikina í sumar.hefst eftir 3 daga ➜ STJARNAN ➜ ÞJÁLFARINN ➜ NÝJU ANDLITIN ÚRSLIT N1-DEILD KVENNA FRAM - STJARNAN 19-21 (8-13) Fram-kvenna - Mörk (skot): Sunna Jónsdóttir 5 (10/1), Stella Sigurðardóttir 5 (11/1), Elísabet Gunnarsdóttir 4/1 (7/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (5), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1), Marthe Sördal (3), Varin skot: Hildur Gunnarsdóttir 3 (7, 43%), Guðrún Bjartmarz 2/1 (19/4, 11%), Stjarnan-kvenna - Mörk (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7/2 (9/2), Rakel Dögg Bragadóttir 7/1 (12/1), Esther Viktoría Ragnarsdóttir 5 (6), Kristín Clausen 1 (1), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 1 (6/1), Sandra Sif Sigurjónsdóttir (1), Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 16/2 (35/3, 46%), Stjarnan leiðir í einvíginu 2-1. Næsti leikur liðanna fer fram í Mýrinni á föstudag og þá geta Stjörnu- stúlkur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. N1-DEILD KARLA FRAM - HAUKAR 35-30 (12-13) Fram - Mörk (skot): Sigurður Eggertsson 11/1 (14/1), Róbert Aron Hostert 7 (15), Jóhann Gunnar Einarsson 6/2 (13/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Garðar B. Sigurjónsson 2 (3), Ólafur Magn- ússon 2 (3), Sigfús Páll Sigfússon 1 (2), Haraldur Þorvarðarson 1 (3), Jón Arnar Jónsson 1 (3), Varin skot: Magnús Erlendsson 12 (32, 38%), Björn Viðar Björnsson 9 (19/2, 47%), Haukar - Mörk (skot): Árni Steinn Steinþórsson 9 (17), Gylfi Gylfason 6/2 (11/2), Jón Þorbjörn Jóhannsson 4 (4), Freyr Brynjarsson 4 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (10), Sigurbergur Sveinsson 3 (6), Elías Már Halldórsson (1), Adam Haukur Baumruk (1), Sveinn Þorgeirsson (2), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12 (39/2, 31%), Giedrius Morkunas 3 (11/1, 27%), Leikurinn var tvíframlengdur. Fram leiðir í einvíginu 2-0. Næsti leikur liðanna fer fram að Ásvöllum á laugardag. MEISTARAKEPPNI KSÍ KVENNA ÞÓR/KA - STJARNAN 0-0 Þór/KA vann 4-1 eftir vítaspyrnukeppni. MEISTARADEILD EVRÓPU Barcelona - Bayern München 0-3 Bayern vann samanlagt 7-0 og mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley 25. maí. KÖRFUBOLTI Teitur Örlygsson var að klára sitt fjórða tímabil hjá Stjörnunni og fimmta tíma- bilið verður hans síðasta í Garða- bænum. Að sinni að minnsta kosti. „Ég er tilbúinn í eitt ár í viðbót. Það verður líka mitt síðasta ár hjá félaginu. Það er gott að vera búinn að taka ákvörðun og hún var ekk- ert erfið þannig séð. Það er gott að geta núna horft fram á veginn,“ sagði Teitur, en hann hefur gert Stjörnuna tvisvar sinnum að bik- armeistara. Íslandsmeistaratitilinn hefur þó ekki komið í hús en Stjarnan var ansi nálægt því að vinna hann um síðustu helgi. Þá tapaði Stjarnan naumlega gegn Grindavík í odda- leik um Íslandsmeistaratitilinn. „Stjarnan vildi halda mér og það var gott að finna þann stuðn- ing. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur og ég vil því taka eitt ár í viðbót,“ sagði Teitur, en það er ástæða fyrir því að hann tekur aðeins eitt ár í viðbót. Eins og að hætta að drekka „Það verða væntanlega kynslóða- skipti hjá félaginu eftir þann vetur og ég vil að einhver annar stýri þeirri uppbyggingu. Ég nenni ekki að fara aftur í gegnum það og sagði það við fjölskylduna. Þetta er bara eins og þegar menn ætla að hætta að drekka. Þetta er bara búið þennan ákveðna dag. Ég held að það sé auðveldara að gera þetta svona.“ Það er mikil reynsla í Stjörnu- liðinu og næsti vetur verð- ur líklega lokaáhlaup ein- hverra leikmanna liðsins á Íslandsmeistara titilinn. Kemp- urnar í liðinu yngjast ekki frekar en aðrir. Teitur er bjartsýnn á að halda flestum, ef ekki öllum, hjá liðinu. „Ég veit ekki til þess að neinn sé að fara. Mér skilst að helmingur- inn sé enn með samning og stjórnin þarf að klára þessi mál. Ég veit ekki hvort Jarrid Frye verður áfram Kaninn okkar á næsta ári en ég er persónulega mjög hrifinn af honum,“ sagði Teitur, en aðeins verður hægt að spila með einn Kana næsta vetur. Stjarnan er með tvo sterka og reynslumikla menn í Justin Shouse og Jovan Zdravevski. Verða þeir áfram? „Við sjáum hvað þeir geta gert en það er vonandi. Þeir hugsa báðir virkilega vel um sig og þá er aldurinn oft afstæður. Ef þeir gerðu það ekki væri ekki sama staða upp á borði. Menn eru farn- ir að geta teygt ferilinn með því að hugsa vel um sig. Það á við í öllum íþróttum í dag.“ Sá stóri er ekki enn kominn í Garðabæinn undir stjórn Teits og liðið hlýtur að stefna á Íslands- meistaratitilinn næsta vetur. „Við viljum í það minnsta vera í toppbaráttunni og það á eftir að koma í ljós hvernig liðið verður og hvað við getum gert. En það er alveg ljóst að við viljum berjast á toppnum. Þannig hefur metnaður- inn verið hjá okkur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. henry@frettabladid.is Svanasöngur Teits Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eft ir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun. EITT ÁR Í VIÐBÓT Teiti hefur liðið vel í Garðabænum og hann ætlar að njóta síðasta ársins hjá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Eftir sjö mánaða undir- búningstímabil hefst keppni í Pepsi-deild kvenna á þriðjudag- inn. Þór/KA á titil að verja. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Íslandsmeistara Þórs/KA, fer ekki í neinar grafgötur með markmið komandi tímabils. Þór/KA lagði Stjörnuna í leik Íslands- og bikarmeistara síðustu leiktíðar norðan heiða í gær. Ekk- ert var skorað í venjulegum leik- tíma en hinn 18 ára markvörður Helena Jónsdóttir tryggði norðan- konum titilinn með því að verja tvær spyrnur Stjörnukvenna í vítaspyrnukeppninni. „Við setjum okkur þau markmið að halda titlinum fyrir norðan. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara í eitthvað annað, við erum að stefna hátt og við getum ekki stefnt neðar en í fyrra. Við erum búin að leggja mikið á okkur í vetur til að ná þessu markmiði og við ætlum að standa við það.“ Jóhann Kristinn sá stelpurnar sínar skila fyrsta titlinum í hús í gær þegar Stjarnan var lögð að velli í vítaspyrnukeppni í árleg- um leik Íslands- og bikarmeist- aranna. Markvörðurinn Helena Jóns dóttir, sem verður nítján ára í næstu viku, var hetja Þórs/KA en hún varði tvö af fjórum vítum Stjörnukvenna. Helena stóð í markinu í fjar- veru hinnar bandarísku Kaitlyn Savage sem meiddist í frumraun sinni með Akureyrarliðinu á dög- unum. Óttast er að Savage sé með slitin krossbönd. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu Helenu í gær reiknar Jóhann með því að fá nýjan mark- vörð til liðsins. „Við erum með stóran og öflug- an meistaraflokk sem 2. flokk og ætlum að vera í toppbaráttunni á báðum stöðum. Hins vegar höfum við bara einn markvörð (Helenu) eins og er. Þótt hún sé frábær þá er það ekki á hana leggjandi. Ef við fáum inn markmann með henni þá erum við líklegast mjög vel sett,“ segir Jóhann. Hann reikn- ar með því að sömu lið raði sér í efstu fimm sætin í deildinni í ár og í fyrra. „Stjarnan var í bílstjórasætinu í leiknum í dag og liðið er mjög lík- legt til afreka eins og Breiðablik og við. Svo er ÍBV með nánast nýtt lið og ef Valur finnur flugið aftur þá getur allt gerst.“ - ktd, bhs Ætla að halda meistaratitlinum fyrir norðan Þór/KA er meistari meistaranna eft ir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. MEISTARAR Þór/KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fyrra. MYND/AUÐUNN FÓTBOLTI Það verða Bayern München og Borussia Dortmund sem mætast í úrslitaleik Meistara deildar Evrópu í knatt- spyrnu á Wembley á Englandi þann 25. maí næstkomandi. Þetta varð ljóst þegar Bayern vann 3-0 sigur á Barcelona í síðari undan- úrslitaleik liðanna á Spáni í gær. 4-0 sigur þeirra þýsku í fyrri leiknum setti Barcelona í erfiða stöðu sem reyndist ómöguleg þegar til kastanna kom. Þetta verður í fyrsta skipti í sögu keppninnar sem tvö þýsk lið leiða saman hesta sína í úrslita- leiknum. Borussia Dortmund sló Real Madrid úr keppni á þriðju- dag þrátt fyrir 2-0 tap í síðari leiknum á Spáni. Dortmund og Bayern mætast einmitt í þýsku deildinni á laugardag en þar hafa Bæjarar löngu tryggt sér titilinn. Þetta verður í fjórða skiptið sem tvö lið frá sama landi mæt- ast í úrslitaleiknum. -ktd ➜ Úrslitaleikir liða frá sama landi Spænsk lið árið 2000 Real Madrid - Valencia 3-0 Ítölsk lið árið 2003 AC Milan - Juventus 0-0 AC Milan vann í vítakeppni Ensk lið árið 2008 Man. United - Chelsea 1-1 United vann í vítakeppni Barcelona niðurlægt SLÁTRUN Arjen Robben kom Bæjurum á bragðið í gærkvöldi. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Landsliðskonan Sandra María Jessen var ekki í leikmanna hópi Þórs/KA gegn Stjörnunni í gær. Sandra meidd- ist á hné í upphafi apríl og hefur verið á hækjum síðan. „Hún fer aftur í segulómun þann 12. maí. Þá getum við farið að meta hvenær hún verður klár,“ segir Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA. Sandra María skoraði 18 mörk í deildinni síðastliðið sumar. Ljóst er að meistararnir verða án henn- ar í fyrstu leikjum sumarsins. - ktd Sandra laus við hækjurnar HAMINGJA Skúli Gunnsteinsson fað- mar Hönnu G. Stefánsdóttur eftir sig- urinn Stjörnukvenna á Fram í Safamýri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.