Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 74
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 58 MMA Fimm vaskir kappar úr bardaga- klúbbnum Mjölni taka þátt í bardaga- mótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Eng- landi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönd- uðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnis- reynslu. Bjarki Þór vann báða áhuga- mannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaður inn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasam- bandi Íslands, auk þess sem áhuga- menn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félags- gjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skær- asta stjarna Mjölnis- manna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reynd- asti kappi Mjölnis- manna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnu- maður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“ kristjan@frettabladid.is Vígamenn úr Mjölni slást við Breta og Íra Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. DIEGO BJÖRN VALENCIA Aldur: 25 ára Þyngd: 84 kg Bakgrunnur: Svart belti í karate og blátt belti í brasilísku jiu-jitsu. Margfaldur Íslandsmeistari í karate. Reynsla: Á einn áhugamannabardaga í MMA að baki. Var dæmdur úr leik fyrir að ganga of vasklega fram. Andstæðingur: Tom Crosby, NSAC breskur meistari í millivigt. BJARKI ÓMARSSON Aldur: 18 ára Þyngd: 70 kg Bakgrunnur: Blátt belti í BJJ. Reynsla: Hefur unnið Mjölnir Open unglinga tvisvar í röð. Sigraði á Íslandsmeistaramóti unglinga í BJJ tvö ár í röð. Andstæðingur: Rico Franco. BJARKI ÞÓR PÁLSSON Aldur: 26 ára Þyngd: 77 kg Bakgrunnur; Blátt belti í BJJ og með reynslu í muay-thai. Reynsla: 2-0 í áhugamanna MMA. 3-0 í boxi. 1. sæti í Hólmgöngu Mjölnis 2013 í flokki blábeltinga, sigraði í flokki hvítbeltinga á Opna norska BJJ-mótinu árið 2011 og í -79 kg flokknum. 2. sætið á Íslandsmótinu í BJJ árið 2012. Andstæðingur: Sam Dulieu MAGNÚS INGI INGVARSSON Aldur: 19 ára Þyngd: 77 kg Bakgrunnur: Blátt belti í BJJ. Reynsla: Jafntefli í fyrsta áhugamanna MMA-bardaganum. 4. sætið í opnum flokki á Íslandsmótinu í BJJ 2013. Andstæðingur: Deon Bruning BJARNI KRISTJÁNSSON Aldur: 26 ára Þyngd: 82 kg Bakgrunnur: Hefur æft kickbox, BJJ og MMA í Mjölni frá 2007. Reynsla: 2. sæti í -99 kg og 3. sæti í opnum flokki á Mjölnir Open 2012. 2. sæti í -94 kg og 3. sæti í opnum flokki á Opna danska mótinu. Brons í -99 kg flokki á Opna skandinavíska. Andstæðingur: Calvin Mooney MJÖLNISMENNIRNIR FIMM Sæktu þér nýja appið í snjallsímann þinn og hlustaðu á FM957, Bylgjuna og X977 hvar og hvenær sem er. Fáðu okkur í símann þinn! Ný tt ap p Farðu á visir.is/utvapp eða skannaðu QR kóðann og sæktu Útvappið fyrir iOS eða Android. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.