Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 64
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 Luke Glanton er þekktur í heimabæ sínum sem ansi fær öku- þór. Hann starfar sem áhættu- ökumaður í farandsýningu og dag einn, í bænum Altamont, fær Glan- ton heimsókn frá fyrrverandi kær- ustu sinni, Rominu, og þær fréttir að hann eigi með henni son. Glan- ton ákveður að segja skilið við farandsýninguna, finna sér vinnu í Altamont og rækta samband sitt við soninn. Romina er lítt hrifin af áformum Glantons, þá sérstaklega vegna þess að hún er komin í nýtt samband með manni að nafni Ali. Glanton berst í bökkum fjárhags- lega og ákveður að grípa til sinna eigin ráða. Svo hefst myndin The Place Beyond the Pines, en sagan spannar fimmtán ár og fléttar saman sögu þriggja persóna. Ryan Gosling fer með hlutverk ökuþórsins Luke Glanton og með önnur hlutverk fara Bradley Coo- per, Eva Mendez, Rose Byrne, Dane DeHaan og Ray Liotta. Leik- stjóri myndarinnar er Derek Cian- france, en þetta er í annað sinn sem hann og Gosling vinna saman. Áður höfðu þeir leitt saman hesta sína í kvikmyndinni Blue Valent- ine frá árinu 2010. Myndin fær góða dóma og lýsir gagnrýnandi Rottentomatoes. com henni á þennan veg: „Þetta er harðgert efni en myndin var hvað hörðust þegar Gosling var á skjánum.“ Annar gagnrýnandi segir söguþráðinn þó margtugg- inn og ótrúverðugan. Myndin hlýtur 80 prósent í ein- kunn á vefsíðunni Rottentomatoes. com og 7,9 í einkunn á vefsíðunni Imdb.com. - sm Harðgerð en marg- tuggin harmsaga Kvikmyndin The Place Beyond the Pines er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin skartar gæðaleikaranum Ryan Gosling í einu aðalhlutverkinu. HARÐGERÐUR GAUR Kvikmyndin The Place Beyond the Pines segir frá ökuþórnum Luke Glanton. Ryan Gosling fer með aðalhlutverk myndarinnar. Ryan Gosling er fæddur þann 12. nóvember 1980. Hann var ungur að árum þegar hann steig sín fyrstu skref í skemmtanabransanum, en hann kom fyrst fram í barnaþáttunum The Mickey Mouse Club ásamt Justin Timberlake og Britney Spears. Hin ólíku andlit Ryan Gosling MURDER BY NUMBERS Gosling lék ungan morðingja í spennu- mynd sem skartaði þáverandi kærustu hans, Söndru Bullock, í aðalhlutverki. THE NOTEBOOK Það var í hlutverki Noah Calhoun sem Gosling vann hugi og hjörtu ungra stúlkna um heim allan. LARS AND THE REAL GIRL Gosling bætti töluvert á sig fyrir hlutverk einfarans Lars Lindstrom. BLUE VALENTINE Michelle Williams og Gosling fóru á kostum í dramatískri mynd um ástina og skilnað. CRAZY, STUPID, LOVE Gosling var heillandi í hlutverki glaum- gosans Jacob Palmer. DRIVE Hér fór Gosling með hlutverk ónefnds ökuþórs í kvikmynd danska leikstjórans Nicolas Winding Refn. ➜ Titill myndarinnar er ensk þýðing á nafni bæjarins Schenectady. Nafnið er komið frá Mohawk-indíánum. 2002 2011 2011 2010 20072004 ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ ★★★★ ★ Iron Man 3 „Besta mynd seríunnar.“ ★★★ ★★ Falskur fugl „Áhugavert en óþægilegt unglingadrama.“ ★★★★ ★ Oblivion „Oblivion stendur vissu- lega á öxlum forfeðra sinna, en hún gerir það bara svo vel.“ ★★★ ★★ G.I. Joe: Retaliation „Bjánaleg en fer langt á sjarmanum.“ ★★★ ★★ Snitch „Fínasta spennumynd sem skilur þó ekkert sér- lega mikið eftir sig.“ Lokasýning Svartra sunnu- daga fer fram næsta sunnu- dagskvöld. Þá verða sýndar tvær myndir á einni sýn- ingu sem hefst klukkan 20 í Bíó Paradís. Myndirnar eru Jómfrúar vorið eftir Ingmar Bergman og The Last House on the Left eftir Wes Craven. Myndirnar tvær byggja á sömu sögu; seinni mynd- in er endurgerð á þeirri fyrri, sem byggð er á sænsku miðaldaljóði. Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að Svörtum sunnudögum. Þeir draga sig í hlé yfir sumarið en koma tvíefldir inn í Para- dísina í haust. Lokakvöld Svartra sunnudaga í nánd Tvær költmyndir sýndar á lokakvöldinu í Paradís. KVIKMYNDARÝNI HERRA CRAVEN Mynd eftir Wes Craven verður sýnd. 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.