Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 6
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
BOSTON Lögreglan í Boston hefur handtekið þrjá
einstaklinga til viðbótar vegna sprenginganna í
maraþonhlaupinu þann 15. apríl síðastliðinn.
Engar ástæður eru þó gefnar upp vegna hand-
taknanna, en lögreglan taldi áður að bræðurnir
tveir Dzhokhar og Tamerlan Tsarnaev hefðu verið
tveir einir að verki.
Í vikunni var greint frá því að DNA-sýni úr konu
hefði fundist á einu sprengjubrotanna, sem var talið
benda fyrst og fremst til þess að bræðurnir hefðu
átt sér vitorðsmenn.
Lögreglan hefur gefið út að engin ógn hafi verið
talin stafa af þremenningunum sem voru hand-
teknir, en þeir séu þó grunaðir um að hafa komið að
árásinni.
Hinn nítján ára gamli Dzhokhar Tsarnaev hefur
verið ákærður fyrir aðild að árásinni. Tamerlan,
26 ára gamall bróðir hans, var felldur í skotárás
fáeinum dögum eftir að hryðjuverkin voru framin
eftir mikinn eltingaleik við lögreglu. Þrír létu lífið í
maraþonsprengingunni og tugir slösuðust alvarlega.
- sv
Lögregla þögul sem gröfin um frekari handtökur í Boston:
Þrír handteknir til viðbótar
BOSTON UNDIRLÖGÐ Mikið kapp var lagt á að finna og
handtaka bræðurna tvo sem taldir eru bera höfuðábyrgð á
sprengingunni í Boston um miðjan síðasta mánuð.
NORDICPHOTOS/GETTY
EFNAHAGSMÁL Friðrik Pálsson, stjórnar-
formaður Íslandsstofu, gagnrýndi vaxtastefnu
Seðlabanka Íslands (SÍ) í ræðu sinni á ársfundi
stofunnar og sagði stjórnvöld í raun ráðalaus
gagnvart henni.
Friðrik sagði að SÍ hefði haldið stýrivöxtum
svo háum eftir hrun að fjölmargir hagsmuna-
aðilar, svo sem stjórnvöld og forsvarsmenn
atvinnulífs og launþegahreyfinga, hefðu lýst
áhyggjum sínum af því. Þá hefðu háir vextir
leikið heimilin illa. Margt hefði verið rætt um
nauðsyn á sjálfstæði Seðlabanka, en fyrr mætti
nú rota en dauðrota.
„Erum við komin með fjórskiptingu ríkis-
valdsins eða hvaða aðra skýringu má finna á
því að ráðherrar ríkjandi stjórnar virðist bíða
í ofvæni eftir vaxtaákvörðun Seðla bankans
í hvert skipti? Mun hún falla að stefnu ríkis-
stjórnarinnar í peningamálum og öðrum
málum? Oftar en ekki lýsa þeir því yfir að þeir
hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum. Og svo
hvað? Jú, svo bíðum við aftur í mánuð.“
Friðrik benti á að 43 prósent af þeim sem
sæti tækju á Alþingi eftir kosningar gerðu það
í fyrsta skipti. Ábyrgð þeirra sem fyrir væru
væri mikil og þeir yrðu að taka vel á móti þeim
og tryggja að vinnubrögðin tryggðu Alþingi
aukna virðingu.
„Bankabólan er að baki eða er það ekki? Ég
óttast að enn ein bólan sé í uppsiglingu og við
getum átt á hættu slæmar afleiðingar ef við
tökum ekki á málum nú þegar.“ - kóp
Stjórnarformaður Íslandsstofu segir ríkisstjórn ráðalausa gagnvart vaxtaákvörðunum:
Gagnrýndi vaxtastefnu SÍ harkalega
Ég óttast að enn ein
bólan sé í uppsiglingu og við
getum átt á hættu slæmar
afleiðingar ef við tökum
ekki á málum nú þegar.
Friðrik Pálsson,
stjórnarformaður Íslandsstofu
1. Hvað heitir íslenska sprotafyrir-
tækið sem var selt til Bandaríkjanna á
milljarð króna?
2. Hversu margir kafarar borguðu
fyrir að kafa í Silfru í mars og apríl?
3. Hvað heitir konungur Hollands?
SVÖR:
1. CLARA. 2. Tvö þúsund. 3. Vilhjálmur
Alexander.
VEÐUR Veðurstofa Íslands greinir
það ekki í kortunum að veður fari
hlýnandi á næstunni að nokkru
marki. Nú liggur fyrir að apríl-
mánuður var venju fremur kaldur
á landinu.
Þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við Veðurstofuna í gærkvöldi
og spurði fregna var niður staðan
í raun skýr. Þeir sem binda vonir
við sumarlegra veður þurfa að
bíða í viku hið minnsta. Að sögn
veðurfræðings hlýnar aðeins
dag og dag en síðan snýr aftur til
fyrri vegar. Þetta á við um helgina
þegar snýr aftur í norðlægar áttir
eftir aðeins hærri hitatölur í dag
og á morgun. Þegar spurt var
hvort fólk á Norður- og Austur-
landi gæti átt von á því að eitt-
hvað tæki upp af snjó og klaka var
svarið nei.
Í stuttu yfirliti Veðurstofunn-
ar yfir veðurfar á landinu í apríl
segir að í Reykjavík hafi mánuð-
urinn ekki verið kaldari síðan árið
2000. Á Akureyri er mánuðurinn
aftur á móti sá kaldasti í tæpan
aldarfjórðung, eða síðan 1990. Þá
segir að úrkoma hafi verið um
70% af meðalúrkomu í Reykjavík
en í rétt rúmu meðallagi á Akur-
eyri. Í Reykjavík voru sólskins-
stundir óvenju margar; höfðu
mælst vel yfir 200. Er talið trúlegt
að mánuður inn verði þriðji mesti
sólskinsapríl í Reykjavík frá upp-
hafi mælinga.
„Það er í sjálfu sér ekki mjög
óvenjulegt að fá svona kuldatíma
í apríl en maður er farinn að von-
ast til þess að við fáum ekki frost
úr þessu. Það er frekar áhyggju-
efnið,“ segir Þórólfur Jónsson,
garðyrkjustjóri Reykjavíkur.
Hann segir að frostanætur hafi
verið í Reykjavík en svo hafi hlýn-
að yfir daginn. Plönturnar þoli
alveg slíka hitalækkun en afleitt
væri að fá kaldan næðing með
frosti úr þessu. Smávægilegir
skaðar hafi þó orðið á plöntum í
apríl.
„Margir eru óþreyjufullir eftir
vorinu, komnir garðyrkjuþættir í
sjónvarpið og fólk farið að kaupa
plöntur. Fólk er þó stundum of
bratt með að planta hinu og þessu
út, við getum enn átt von á frosti í
maí,“ segir Þórólfur. - shá, kóp
Ekkert í veðurspám
sem vísar á hlýindi
Eftir einn kaldasta apríl í manna minnum treysta veðurfræðingar sér ekki til að
lofa neinu um verulega hlýnandi veður næstu daga. Garðyrkjustjóri segir að það
yrði afleitt að fá vind og frost í maí. Kaldasti apríl síðan 1990 á Norðurlandi.
GRÝLUKERTI 1.MAÍ Í Fossvoginum var ekkert sem benti til þess að sumar væri gengið í garð. Þeir Bangsi og Fengur létu sér þó
fátt um finnast. MYND/MARÍA STEFÁNSDÓTTIR
VEISTU SVARIÐ?