Fréttablaðið - 02.05.2013, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. maí 2013 | FRÉTTIR | 11
Viðræður Íslands við
Evrópusambandið snúast
um lífskjör og framtíð
okkar allra
*Könnun Capacent sem gerð var dagana 7.–15. mars. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 61% klára viðræðurnar en 39% slíta þeim. Spurt var: „Hvort vilt þú klára aðildarviðræður við ESB eða slíta þeim?“.
Samkvæmt nýjustu könnunum vilja 61% þjóðarinnar
klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið.*
Við skorum á stjórnmálamenn að virða vilja
meirihluta þjóðarinnar við myndun nýrrar
ríkisstjórnar Íslands.
FRÁ ÓSLÓ Lögreglan í Ósló segist búast
við stórauknum fjölda betlara í landinu
í sumar.
NOREGUR Lögregla gerir ráð fyrir
því að mikil fjölgun verði í hópi
erlendra betlara á götum Noregs
í sumar.
„Við sjáum skýr merki og erum
með skýrslur þess efnis að í ár
munum við sjá langtum fleiri
betlara í Ósló en nokkru sinni
fyrr,“ segir Hans Sverre Sjøvold
lögreglustjóri í samtali við VG og
bætir við að betli fylgi oftast lög-
brot eins og götusvindl og vasa-
þjófnaðir. Betl er þó ekki bannað
með lögum.
Lögregla áætlar að í fyrra hafi
um 2.000 betlarar verið í Ósló.
Nær allir þeirra voru erlendir
borgarar, flestir frá Rúmeníu. - þj
Lögreglan í Noregi:
Von á fjölgun í
betlarastéttinni
SAMFÉLAGSMÁL Samningur milli
Rauða krossins á Íslandi og innan-
ríkisráðuneytisins um aðstoð og
þjónustu Rauða krossins við hælis-
leitendur á Íslandi hefur verið und-
irritaður.
Hælisleitendum hér á landi
hefur fjölgað mjög undanfarin
misseri. Þannig óskuðu 76 ein-
staklingar eftir hæli árið 2011 og
árið 2012 voru umsóknirnar 115,
sem er 66% aukning milli ára. Það
sem af er þessu ári hefur borist 81
umsókn um hæli.
Á sama tíma hefur málsmeðferð
orðið umsvifameiri og flóknari og
stjórnvöld hafa ekki náð að tryggja
viðunandi málshraða umsókna. - shá
Samið vegna hælisleitenda:
Tryggja hraðari
úrlausn mála
ÖRYGGISMÁL Nýr þjónustu-
samningur um rekstur Slysa-
varnaskóla sjómanna liggur
fyrir. Samningurinn gildir fyrir
árið 2013 og til ársins 2018. Sam-
kvæmt honum greiðir innanríkis-
ráðuneytið rúmar 60 milljónir
í ár en fjárhæðin mun taka
almennum verðlagshækkunum í
samræmi við forsendur fjárlaga
fyrir samningstímann.
Markmið skólans er að auka
öryggi sjómanna með fræðslu
um slysavarnir á sjó og skal
skólastarfið uppfylla alþjóðlegar
kröfur um þjálfun sjómanna.
Innanríkisráðuneytið, Lands-
björg og Siglingastofnun standa
að samningnum. - shá
Samningur til ársins 2018:
Slysavarnaskóla
tryggt starfsfé
SJÁVARÚTVEGUR „Það er víst engu
logið um að þetta hafsvæði suður
af Færeyjum er sannkallað veðra-
víti og það er mikið um frátafir á
veiðum vegna þess. Í gær [á mánu-
dag] urðum við að halda sjó í hálf-
an sólarhring í norðanbrælu og
haugasjó og það var ekki fyrr en í
morgun að það var hægt að kasta
aftur. Og það lítur ekki út fyrir
mikinn frið því að næsta lægð er
á leiðinni og nú er spáð sunnan-
brælu,“ segir Stefán Geir Jónsson,
afleysingaskipstjóri á Lundey NS,
í viðtali á heimasíðu HB Granda,
en var þá að veiðum um 70 mílur
suður af Færeyjum.
Að sögn Stefáns Geirs er Lundey
nú í síðasta hreina kolmunnaveiði-
túr ársins. Faxi RE, annað skip HB
Granda, er á leiðinni á miðin og á
eftir eina veiðiferð og hið sama má
segja um Ingunni AK.
Reiknað er með að kolmunnaafli
fyrirtækisins á vertíðinni verði um
21.000 tonn. Eftirstöðvar kvótans
verða nýttar fyrir meðafla á síld-
og makrílveiðum í sumar. - shá
Skip á kolmunnaveiðum við Færeyjar í linnulitlum brælum og leiðindum:
Á kolmunnaveiðum í veðravíti
FAXI RE Skip HB Granda eru að ljúka
kolmunnaveiðum. MYND/HBGRANDI
SELTJARNARNES Gervigrasvöllur
Seltirninga hefur nú fengið gagn-
gera upplyftingu, en nýlega var
hann tekinn í gegn og fylltur með
42 tonnum af gúmmíi.
Með því að þétta hann svona
duglega með efninu eru meiri
líkur á að grasið sjálft haldist
heilt til lengri tíma, að því er segir
í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ.
Völlurinn hefur verið í stöðugri
notkun frá því að hann var tekinn
í notkun árið 2005 og því mikil-
vægt að honum sé vel við haldið.
Endurbætur á Gróttuvelli:
Fylltu völlinn
af gúmmíi
TÆKNI Sjóræningjasíðan The
Pirate Bay er ekki lengur skráð á
íslenskt lén. Greint var frá því í
síðustu viku að síðan hefði verið
skráð hér á landi en hún var skráð
á annan stofnanda síðunnar, Sví-
ann Fredrik Neij.
Snæbjörn Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka
myndréttarhafa á Íslandi, gagn-
rýndi þetta harðlega og sagði aug-
ljóst að síðan, sem er sú stærsta
sinnar tegundar í heiminum, væri
kolólögleg.
Skráaskiptasíða flytur:
Sjóræningjasíða
flutt frá Íslandi