Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 16

Fréttablaðið - 16.05.2013, Page 16
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 ÚKRAÍNA Á meðan Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, hélt ræðu í úkraínska þinginu í gær mótmæltu stjórnarandstöðuþingmenn. Þeir hrópuðu slagorðið „Frelsi handa Júlíu!“ og héldu á loft flaggi með mynd af Júlíu Tímosjenkó, fyrrverandi forsætis ráðherra landsins, sem situr í fangelsi. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Lögreglumaður notaði sprengjuleitarvélmenni til að kanna innihald tösku sem skilin var eftir við opinbera byggingu í Ósló í Noregi í gær. NORDICPHOTOS/AFP HOLLAND Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Jeanine Hennis-Plasschaert, varnarmálaráðherra landsins, stinga saman nefjum við opnun varnarmálaráðuneytisins eftir endurbætur í gær. NORDICPHOTOS/AFP PALESTÍNA Palestínskur unglingur á flótta frá gröfu Ísraelshers í átökum sem út brutust í gær milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna fyrir utan Ofer-fangelsið á Vesturbakkanum nærri Ramallah. Átökin brutust út eftir göngu til minningar um „Dag hamfaranna“ (Nakba) fyrir 65 árum þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Höfnin í Stokkhólmi þykir með þeim fallegustu í heimi. Hin 92 metra langa snekkja Mayan Queen liggur þar við bryggju. NORDICPHOTOS/APP BANGLADESS Gervihnattamynd af fellibylnum Mahasen í gær þar sem hann stefndi í norðurátt til Bangladess og Mjanmar. Hundruðum þúsunda í löndunum var gert að rýma strandhéruð af ótta við flóð og veðurofsa. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTAND HEIMSINS VIÐ VEITUM ÍSLENSKU AFREKSFÓLKI VILJASTYRK VIGNIR SVERRISSON ÞRÍÞRAUT viljastyrkur.is 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.